Frétt

bb.is | 02.09.2003 | 15:39Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hafnar að sinni kaupum á hafnsögubáti

Hafnsögubáturinn Þytur.
Hafnsögubáturinn Þytur.
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í gær var tekin fyrir ósk Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra um kaup á nýjum hafnsögubáti. Í bréfi Guðmundar kemur fram að vinna við kaup á nýjum bát sé mjög langt komin. Málið hafi verið ámálgað fyrst við samgönguráðherra á síðasta Fjórðungsþingi og síðan hafi farið fram undirbúningsvinna í samstarfi við Jakob Fal Garðarsson, aðstoðarmann ráðherra.
Eftir fund sem haldinn var 13.júní s.l. með skrifstofustjóra samgönguráðuneytisins, formanni samgöngunefndar Alþingis, forstjóra og framkvæmdastjóra Siglingastofnunar hafi það verið skilningur hafnaryfirvalda á Ísafirði ...„að það væri engin hindrun í veginum að fara af stað og leita eftir tilboðum og gera bindandi kauptilboð í þann bát sem við teldum henta í þetta verkefni. Það lá fyrir að bátur smíðaður í Færeyjum 1997 myndi henta okkur vel hvað stærð og rekstur varðar. Þess vegna var unnið í því að gera tilboð í þann bát og samkvæmt þreifingum skipasalans var komið ásættanlegt verð af beggja hálfu. Þá kemur það í ljós að annaðhvort var skilningur okkar rangur eða forsendur þeirra sem við ræddum við höfðu breyst,“ eins og segir í bréfi hafnarstjóra.

Guðmundur rekur síðan í bréfi sínu að þar til að umrætt ríkisframlag hefði borist hefði verið ætlunin að fjármagna kaupin með tilfærslu á framkvæmdum fram til ársins 2006. Síðan rekur Guðmundur ástand núverandi hafnsögubáts Þyts og segir þar m.a.: „Fyrir um þremur árum var farið í kostnaðarsamt viðhald á bátnum. Það liggur einnig fyrir núna að fara í mjög kostnaðarsamt viðhald bara til þess að geta verið með gilt haffæri að kröfu Siglingastofnunar. Kostnaðaráætlun sem gerð var bara fyrir bolviðgerð er uppá 2,4 milljónir svo eru einnig kvaðir á að endurnýja rafmagn og stýrishús sem er orðið mjög tært. Einnig er vélin mjög illa farin og sú upptekt sem gerð var á henni fyrir þremur árum virðist að engu orðin. Þannig að ef upp yrði lagt í viðgerð á bátnum yrði fljótt komið í 10 milljónir.“

Þá rekur Guðmundur mikilvægi viðskipta skemmtiferðaskipa fyrir Ísafjarðarhöfn og segir það skipta mestu máli að ná sem flestum skipum uppað Sundabakkanum og segir að við það hækki tekjur um rúmlega helming. Hann segir flesta skipstjóra kvarta og óttast mest að höfnin hafi ekki yfir að ráða dráttarbát því eins og alkunna sé þá sé innsiglingin þröng og þurfi mikla nákvæmni við stjórn stærri skipa er í höfnina komi.

Í bréfi Guðmundar kemur einnig fram að á erlendum Cruise-vefjum sé höfnin skráð með „Mini Tug 8 ton pull“ sem trúlega hafi verið sett inn í skrána fyrir nokkrum árum í trausti þess að fljótlega kæmi dráttarbátur með þann togkraft. Þytur sé hinsvegar aðeins með tæpra tveggja tonna togkraft en báturinn sem skoðaður var í Færeyjum hafi 12,4 tonna togkraft.

Í niðurlagi bréfsins telur Guðmundur mjög brýnt að leysa þetta mál farsællega og getur þess að næsta sumar séu skráð að bryggju þrjú skip sem séu stærstu skip sem nokkurn tímann hafa komið til Ísafjarðar. Í því ljósi sé nýr og öflugur bátur nauðsynlegur. Getur hann þess að umrædd skip muni skila rúmri einni milljón króna í hafnarsjóð ef þau komi að bryggju en aðeins hálfri milljón króna ef þau liggi á legunni.

Að síðustu getur Guðmundur þess að verð bátsins í Færeyjum sé 45 milljónir króna og þar sem nú standi yfir endurskoðun fjárhagsáætlunar þá þurfi að gera ráð fyrir fjármögnun kaupanna þar til framlag ríkisins liggi fyrir. Bæjarráð afgreiddi málið með eftirfarandi bókun: „Bæjarráð telur, í ljósi upplýsinga frá bæjarstjóra, nauðsynlegt að framlag úr ríkissjóði samkvæmt heimild í hafnarlögum liggi fyrir áður en ákvörðun verði tekin um kaup á nýjum hafnsögubáti.“

–hj@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli