Frétt

mbl.is | 02.09.2003 | 14:20Hámarks flutningsgeta FARICE-1 er 720 Gb/s

Fulltrúar Farice hf. tóku á móti sæstrengnum FARICE-1, sem var dreginn á land á Seyðisfirði, í dag. Síminn, íslenska ríkið, færeyska símafélagið FøroyaTele, Og Vodafone og fleiri aðilar standa að sæstrengnum. Þá Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, bæjarstjórn Seyðisfjarðar, fulltrúar frá ítalska fyrirtækisins Pirelli, sem sér um lagninguna, og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga viðstaddir þegar kapallinn var dreginn að landi.
Reiknað er með því að FARICE-1 verði tekinn í notkun í janúar 2004 en undirbúningur verkefnisins hófst árið 1999 og hefur gengið samkvæmt áætlun. Heildarfjárfesting í hinu nýja sæstrengskerfi er um 45 milljónir evra, eða rúmir 4 milljarðar ísl. króna.

"Hafist var handa við lagningu sæstrengsins í lok júní með frágangi á landtaki í bænum Castletown í Dunnet Bay í Skotlandi. Síðan var strengurinn lagður frá Skotlandi norður fyrir Færeyjar og gengið frá greinitengingu inn til Funningsfjarðar í Færeyjum. Að því loknu var hafist handa við að leggja áfram frá greinipunkti til Seyðisfjarðar, og er því verki nú lokið, að frágangsvinnu undanskilinni," að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fyrsti sæstrengurinn, sem lagður var til Íslands, kom einnig í land á Seyðisfirði. Um var að ræða ritsímastreng, sem lagður var árið 1906 og tengdi landið við umheiminn um Færeyjar til Skotlands.

"Hingað til hefur Ísland aðeins tengst um einn sæstreng (CANTAT-3) til útlanda. Lagning nýs sæstrengs eykur öryggi í alþjóðlegum fjarskiptum til muna, þar sem mögulegt verður að skipta á milli hágæða ljósleiðarasambanda á nokkrum sekúndum, rofni annar hvor sæstrengurinn. Til þessa hefur varasamband verið í gegnum gervihnetti," segir í fréttatilkynningu.

Hámarks flutningsgeta nýja sæstrengsins er 720 Gb/s, þó svo tengingin verði sett upp með 20 Gb/s flutningsgetu til að byrja með. FARICE-1 er ríflega 100 sinnum afkastameiri en CANTAT-3, en það svarar til um 2,5 Mb/s eða nærri 40 hefðbundnum talsímarásum á hvert einasta mannsbarn í landinu.

Hin nýja ljósleiðaratenging endar í Reykjavík, Þórshöfn og Edinborg. Sæstrengurinn er ný framkvæmd í eigu Farice hf. á meðan landleiðirnar á Íslandi, í Færeyjum og í Skotlandi verða leigðar af þarlendum fjarskiptafyrirtækjum. Fjarskipti Farice hf. á landleiðinni á milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar munu fara um ljósleiðarakerfi Símans. Ljósleiðarar Símans ná hringinn í kringum landið og er því hægt að fara tvær mismunandi leiðir að undanskildum kaflanum milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða sem er einfaldur.

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli