Frétt

mbl.is | 31.08.2003 | 10:38Stórir laxar á Nesveiðum

Að sönnu hefur Laxá í Aðaldal verið afspyrnuslök í allt sumar og aðeins rúmlega 500 laxar komnir þar á land, en það hefur þó yljað veiðimönnum að sjá að talsvert hefur verið af mjög stórum fiskum og hafa nokkrir þeirra veiðst, m.a. veiddust tveir á Nesveiðum í vikunni, annar 21 punds úr Vitaðsgjafa og hinn slétt 20 pund úr Pretshólma.
Vignir Kristjánsson, sem veiddi þann stærri, sagði að báðir laxarnir hefðu veiðst á fluguna Green Conrad, sem er eitt af fjölmörgum gjöfulum sköpunarverkum Péturs Steingrímssonar, bónda og leiðsögumanns við Laxá. "Þetta er ákaflega lítið dressuð fluga á tvíkrók. Við vorum báðir með númer átta. Ég var ekki nema kortér með minn, hélt fast við hann. Það var mikið slýrek og ég ætlaði mér ekki að láta það spilla fyrir. Félagi minn sem fékk hinn stórlaxinn var þá búinn að missa einn rosalegan eftir að hafa sleppt honum í langa roku. Hann hélt svo að laxinn hefði lagst, en er hann fann svo ekkert meira fyrir honum fór hann að toga og þá kom í ljós að laxinn var farinn að flugan föst í slýfleka. Honum gekk betur seinna, náði þá 20 punda laxi en var samt fjörutíu mínútur með hann. Það var rosalega gaman þarna og það voru svona ferlíki að elta hjá okkur í flestum hyljum," sagði Vignir.

Eigi alls fyrir löngu voru komnir um 160 laxar á land úr Andakílsá og þykir það mjög góð útkoma í ánni. Hafa holl verið að fá upp í 18 og 20 laxa í sumar, en eitthvað hefur það minnkað þó að enn aflist vel. Þetta er aðeins tveggja stanga á sem kunnugt er. Yfirleitt er smálax á önglinum, en fyrir nokkru veiddi Ólafur Vigfússon 16 punda fisk, 92 cm, sem er einn stærsti fiskur úr ánni í langan tíma. Laxinn, sem var hængur, tók Olís-Snældu.

Grímsá er róleg þessa dagana, en haft er fyrir satt að mikill lax sé í ánni sem taki afgerandi illa. Hátt í 900 laxar eru þó komnir á land. Tunguá, þverá Grímsár, hefur gefið hátt í 100 laxa og þar hafa menn verið nokkuð sáttir því oft er sumaraflinn í það heila undir þeirri tölu. Tunguá var seld sér í fyrsta skipti í sumar, en hefur til þessa fylgt Grímsá.

bb.is | 27.10.16 | 07:32 Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með frétt Hrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli