Frétt

| 22.02.2001 | 18:40„Vægast sagt undarlegur“ áhugi á neikvæðum fréttaflutningi?

Fréttatilkynningin á heimasíðu Vestmarks.
Fréttatilkynningin á heimasíðu Vestmarks.
Þeim sem standa að Bæjarins besta þykir nauðsynlegt að koma á framfæri athugasemdum við „athugasemdir“ sem fram komu á vefsíðu fyrirtækisins Vestmarks á Ísafirði í dag. Þær voru reyndar fjarlægðar þaðan nokkru síðar. Þar komu fram alvarlegar ásakanir á hendur blaðinu, sem ekki er hægt að láta ósvarað. Textinn á vefsíðu Vestmarks (sjá mynd) var svohljóðandi:
„Vegna vægast sagt undarlegs áhuga Bæjarins besta á neikvæðum fréttaflutningi á starfsemi Vestmarks, bæði í blaði og á vefsíðu, vill framkvæmdastjóri koma á framfæri athugasemdum:
Í frétt Bæjarins besta þann 13. febrúar s.l. er sett fram fullyrðing, sem er röng. Því, sem þar er haldið fram var um að starfsmaður okkar á að hafa sagt á ekki við rök að styðjast. Ekki var haft samband við okkur hjá Vestmark áður en fréttin var sett á vefsíðu. Undir öllum kringumstæðum er það eðlileg krafa að bera innihald fréttar undir þann, sem um er fjallað áður en fréttin er send út. Það var ekki gert. Engin nöfn voru nefnd. Allur málatilbúnaður leiðir hugann að því hvaða hagsmunum er verið að þjóna með slíkum fréttaflutningi.
Til að fyrirbyggja allan misskilning og að gefnu tilefni, þá er rétt að nefna að öll internet- og póstþjónusta Ísafjarðarbæjar fer í gegnum Snerpu.“

Ofanritað birtist á vef Vestmarks. Hér skal fjallað um einstök atriði í þessum texta.

Það er tilhæfulaust að Bæjarins besta hafi nokkurn sérstakan áhuga á neikvæðum fréttaflutningi af starfsemi Vestmarks, hvorki „vægast sagt undarlegan“ né einhvern annan. Bæjarins besta hefur væntanlega öllu minni áhuga á neikvæðum fréttaflutningi en almennt gerist um íslenska fjölmiðla. Bæjarins besta hefur á engan hátt horn í síðu Vestmarks. Ef gagnrýna skal fréttaflutning Bæjarins besta af málefnum Vestmarks, þá ætti sú gagnrýni helst að beinast að þeirri viðleitni blaðsins að milda þá umfjöllun – með hagsmuni Vestmarks í huga. Auðvelt hefði verið að flytja langtum meiri og ítarlegri og ljótari fréttir af störfum Vestmarks og framgöngu einstakra starfsmanna – nákvæmlega sannleikanum samkvæmar og vottfestar í bak og fyrir.

Þegar frétt af erfiðleikum með tölvukerfi Menntaskólans á Ísafirði birtist á fréttavef Bæjarins besta á þriðjudagsmorgun í síðustu viku gerðist það eftir að haft hafði verið samband við blaðið frá skólanum og sagt frá þessu. Málið var athugað vel áður en fréttin var birt og rætt við fleiri starfsmenn og nemendur til að fá þetta staðfest. Einnig var haft samband við starfsmann Vestmarks og hann spurður út í þetta mál. Svör hans voru hrein og skýr og eftirfarandi var haft eftir honum í fréttinni: „Það hefur ekki verið hringt frá Menntaskólanum út af einu eða neinu.“ Þessi starfsmaður heitir Geir Gígja. Hann sagði fleira sem ekki kom fram í fréttinni. Hann sagði einnig að ekkert hefði verið kvartað ofan úr skóla í allan vetur. Einu skiptin þegar samband hefði verið haft frá skólanum vegna tölvukerfisins hefði verið þegar nemendur hefðu týnt lykilorðum sínum. Engar kvartanir hefðu borist frá því að Vestmark tók við þjónustunni við Menntaskólann á Ísafirði.

Þegar blaðamaður hringir til að spyrja frétta vegna ákveðins máls er það alls ekki venja að „bera innihald fréttar undir þann sem um er fjallað áður en fréttin er send út“. Slíkt er gert þegar einhver vafi kann að leika á einhverjum atriðum. Í þessu tilviki gerðist þess engin þörf. Hér fór ekkert á milli mála. Geir Gígja vissi við hvern hann var að tala og vegna hvers. Bæjarins besta á ummæli Geirs Gígju í þessu sambandi til orðrétt, ef út í það er farið.

Í athugasemdum framkvæmdastjóra Vestmarks eru vangaveltur um það, „hvaða hagsmunum“ sé verið að þjóna „með slíkum fréttaflutningi“. Svo virðist sem starfsmenn Vestmarks séu með Tölvuþjónustuna Snerpu á Ísafirði á heilanum. Svo virðist sem þeir haldi að Bæjarins besta sé einhver hlaupatík fyrir Snerpu. Slíkt er einfaldlega rangt. Ef það er þráhyggja Vestmarksmanna, eins og sitthvað bendir til, að Bæjarins besta sé að „þjóna hagsmunum“ Snerpu með umræddum fréttaflutningi, þá er það fyrst og fremst vandamál þeirra. Eða öllu heldur vandamál eigenda Vestmarks.

Um mál þetta mætti hafa langtum fleiri orð. Margt hefur verið ósagt í þessu máli öllu. Ef frekari tilefni gefast mun Bæjarins besta að sjálfsögðu svara fyrir sig og verja æru sína eftir því sem þörf krefur. Bæjarins besta hefur hrei

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli