Frétt

| 22.02.2001 | 09:04„Fulltrúinn okkar“

Ljónið og lambið á hreppsnefndarfundi í Paradís.
Ljónið og lambið á hreppsnefndarfundi í Paradís.
Í eina tíð var kraftur í vestfirzkri pólitík. Í eina tíð höfðu forystumennirnir sjálfstraust. Í eina tíð var rifizt af hörku á Vestfjörðum. Ekki sízt á Ísafirði. Í eina tíð var kraftur í útgáfu pólitískra blaða hér vestra.

Nú birtast pólitísku blöðin af gömlum vana og skyldurækni fyrir jól og kosningar. Eini tilgangurinn virðist vera birting á jólakveðjum og styrktarlínum. Eini tilgangurinn virðist vera fjáröflun.
Fjáröflun til hvers?

Til þess að hægt sé að gefa blöðin út fyrir jól og kosningar.

Í eina tíð voru pólitísku blöðin á Ísafirði skemmtileg. Að vísu fyrir alla nema þann sem skrifað var um hverju sinni, konuna hans og börnin. Þá voru konur ekki í pólitíkinni svo heitið gæti. Það voru karlarnir sem skrifuðu og skömmuðust og rifust. Þá var tekizt á. Skammirnar voru svo skemmtilegar og svívirðingarnar svo svakalegar að slíkt þætti að líkindum óprenthæft núna.

En eitthvað mætti á milli vera.

Atvinnumálin hafa löngum áður brunnið á Ísfirðingum og öðrum Vestfirðingum. Þá höfðu menn skoðanir. Þá höfðu menn ráð. Skoðanirnar og ráðin vildu stangast á og þá var tekizt á. Þá var tekizt á og skipzt á skoðunum.

Umræða er til alls fyrst.

Nú virðast allir fulltrúarnir okkar vera sammála um alla hluti. Að minnsta kosti um allt sem einhverju máli skiptir. Nú er einungis tekizt á um það í hreppsnefndum og bæjarstjórnum, hvort hundaskatturinn eigi að vera fimm þúsund krónur eða sex þúsund krónur. Nú er einungis tekizt á um það í ráðum og nefndum og stjórnum, hvort leyfa eigi viðbyggingu við tiltekinn hrútakofa eða ekki.

Að öðru leyti eru allir hjartanlega sammála.

Er ekki annars allt í bezta lagi? Er þetta ekki annars hinn allra bezti heimur allra heima? Er nokkur þörf fyrir díalektík lengur? Er ekki tími tesunnar og antítesunnar liðinn og hin fullkomna sýntesa komin í praxís? Hvað eru menn eiginlega að kvarta í Paradís?

Raddir vorsins eru þagnaðar á Vestfjörðum.

Í dag er liðinn réttur mánuður frá því að opnaður var nýr undirvefur á BB-vefnum. Hann heitir Fulltrúarnir okkar. Hann var opnaður með grein eftir fyrsta þingmann Vestfirðinga, Einar K. Guðfinnsson, undir fyrirsögninni Leið til bættra lífskjara á landsbyggðinni.

Síðan hefur verið þögn. Djúp þögn. Grafarþögn.

Ef litið er inn á þennan undirvef, þá blasir við eftirfarandi texti:

Þessi vettvangur – Fulltrúarnir okkar – er ætlaður þeim sem kjörnir eru, ráðnir eða skipaðir til þess að annast forsjá sameiginlegra mála fyrir almenning. Þar er átt við alþingismenn og ráðherra, bæjarfulltrúa og hreppsnefndarmenn, bæjarstjóra og sveitarstjóra og þá sem skipa nefndir á vegum ríkis og sveitarfélaga, svo og helstu varamenn þeirra sem hér eru taldir. Fulltrúarnir okkar eru hvattir til að leggja orð í þennan belg, greina frá málum og framvindu þeirra, sjónarmiðum sínum og baráttumálum og skiptast á skoðunum.

„Fulltrúarnir okkar“ margir hverjir vita örugglega vel um tilvist þessa undirvefjar. Þá vakna spurningar: Hafa þeir engin sjónarmið? Hafa þeir engin baráttumál? Eða eru þeir ófærir um að koma þeim á framfæri? Eru þeir óskrifandi? Eru þeir sofandi?

Ástandið í málefnum Vestfirðinga bendir til þess að „fulltrúarnir okkar“ hafi engin sjónarmið og engin baráttumál. Nema þeir séu ófærir um að koma þeim á framfæri. Líklegast eru þeir annað hvort óskrifandi eða sofandi.

Nema hvort tveggja sé.

Eða eru „fulltrúarnir okkar“ búnir að gefast upp? Þegar allir fulltrúarnir í hreppsnefndum og bæjarstjórnum og ráðum og nefndum og stjórnum rétta upp hendur í einu (nema e.t.v. þegar tekizt er á um viðbyggingu við hrútakofa), þá er því líkara að þeir séu að rétta upp hendurnar til að gefast upp í einu lagi fremur en til að greiða atkvæði. Nema hvað menn segja víst ekki amen og halelúja í kór um leið og þeir rétta upp hendur og gefast upp.

Almennir lesendur fréttavefjar Bæjarins bezta eru mjög iðnir við að koma skoðunum sínum og áhugamálum og umkvörtunum á framfæri í Netspjalli blaðsins. Flestir aðrir en „fulltrúarnir okkar“ vita, að þessi vefur er sá langöflugasti á landsbyggðinni. Flestir aðrir en „fulltrúarnir okkar“ vita um áhrifamátt þessa miðils. Í ljósi þess er grafarþögn hinna kjörnu fulltrúa, málsvara fólksins, talsmanna okkar, ennþá átakanlegri.bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli