Frétt

Leiðari 8. tbl. 2001 | 21.02.2001 | 15:47Nauðvörn

„Virkileg þörf er á samstilltu átaki allra sem í bænum búa til að treysta búsetuna. Ég veit að sjómenn eru farnir að íhuga alvarlega með hvaða hætti megi auka hér vinnslu á þeim fiski sem berst að landi. Ég hef rætt við marga smábátasjómenn og þeir gera sér grein fyrir þýðingu þess að vernda hér byggð og mannvirki alveg eins og aðrir. Við erum öll meðvituð um að þarna verður að verða einhver breyting til betri vegar.“

Eflaust á ofangreind tilvitnun í viðtal Morgunblaðsins við Ólaf Kristjánsson, bæjarstjóra í Bolungarvík, að einhverju leyti rætur sínar að rekja til þeirra ummæla félagsmálaráðherra, í utandagskrárumræðu á Alþingi um skýrslu Auðlindanefndar, að athyglisvert væri að aðeins þriðjungur þess botnfiskafla sem bærist að landi í Bolungarvík væri unninn þar, hinu væri ekið í burtu. Félagsmálaráðherra sagði ekki neina nýja sögu. Þau orð hans að með lögunum um fiskveiðistjórnun hefði fyrst og fremst verið hugsað um hámarksarð útgerðar (lesist: markaðsverð hlutabréfa) eru hins vegar síðbúin játning.

Yfirlýsing Kristins H. Gunnarssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um að útilokað sé fyrir nýliða að byggja upp útgerð í núverandi stjórnunarkerfi nema til komi óheyrilegar greiðslur fyrir til útgerðarmanna (lesist: kvótahandhafa) er ein og sér ánægjuefni. Allt bendir þó til að gleðin yfir óvæntri einurð þingflokksformannsins verði skammvinn ef marka má orð formanns hans um að þeim félögum beri að lúta flokksviljanum. En, lengi skal manninn reyna!

Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir liggja ljóst fyrir, „að eigi að byggja á skýrslu Auðlindanefndar varðandi útfærslu í veiðikerfi smábátanna [sé] náðarhöggið fallið og ríkisstjórninni [muni] þá takast með eyðibyggðastefnu sinni að leggja af byggð þar sem plágur fyrri alda náðu ekki að drepa niður frumkvæði og kraft íbúanna“.

Meðan þráttað er á Alþingi um stjórnun fiskveiða sjá bæjarstjórn Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélagið á staðnum ekki aðra kosti en að ganga til liðs við tilboðsaðila í þrotabú Nasco með fjárframlögum í formi hlutafjár ef verða mætti til að ganghjól atvinnulífsins á staðnum tækju að snúast á nýjan leik. Sú tíð er almennt liðin að bæjarfélög séu að vasast í atvinnurekstri í samkeppni við einstaklinga. Engum blöðum um það að fletta að þessi ákvörðun er nauðvörn.

Segir ástandið í Bolungarvík og í Vestmannaeyjum ekki allt sem segja þarf um hvernig yfirráðarétti yfir auðlindinni við strendur landsins er háttað?
s.h.


bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli