Frétt

Fréttablaðið | 28.08.2003 | 09:59Sjálfstæðisflokkurinn talinn spilltasti flokkurinn

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna telur að mesta spillingin sé innan raða Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á laugardaginn. Spurt var: Innan hvaða stjórnmálaflokks telur þú að ríki mest spilling? Af þeim sem taka afstöðu segjast 63% telja að mesta spillingin sé innan Sjálfstæðisflokksins. Töluverður munur er á skoðun fólks eftir búsetu og kyni. Af þeim sem nefndu Sjálfstæðisflokkinn eru 76% íbúar landsbyggðarinnar samanborið við 55% íbúa þéttbýlis. Munur á afstöðu kynjanna er minni. Af þeim sem nefndu Sjálfstæðisflokkinn eru um 67% konur en 61% karlar.
Segir spurninguna leiðandi

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart. „Þessi spurning er leiðandi, því hún gengur út frá því að fólk haldi að það ríki spilling yfirleitt,“ segir Pétur. „Í öðru lagi væri undarlegt ef menn væru almennt þeirrar skoðunar að flokkur sem er ekki í stjórn, og hefði ekki verið í stjórn lengi, hefði þau áhrif að geta stundað spillingu. Það liggur í hlutarins eðli að þegar fólk er spurt svona muni það leita til þess flokks sem hefur verið í stjórn lengst og hefði getað stundað spillingu.“

Pétur segist ekki telja að sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað opna bókhald sitt hafi mikið að segja. Þá séu embættisveitingar alltaf umdeildar.

Sá stjórnmálaflokkur sem kemst næst Sjálfstæðisflokknum er Samfylkingin, en ríflega 21% telja að mesta spillingin sé innan hennar. Enginn munur er á afstöðu kynjanna en íbúar í þéttbýli hallast frekar að því að mesta spillingin sé innan Samfylkingarinnar en íbúar landsbyggðarinnar.

Tæplega 10% fólks telur að mesta spillingin sé innan Framsóknarflokksins. Skýr munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Rúmlega 13% þeirra sem nefna Framsóknarflokkinn eru íbúar í þéttbýli en tæplega 5% íbúar á landsbyggðinni. Lítill munur er á afstöðu kynjanna, þó karlar hallist frekar að því en konur, að Framsókn sé spilltasti flokkurinn.

Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar telur fólk að lítil spilling ríki innan minnstu flokkanna á Alþingi, Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna. Um 4% telja að mesta spillingin sé innan Frjálslynda flokksins en einungis 1,5% telja að hún sé innan raða Vinstri grænna.

Úrtakið í könnuninni var 800 manns og svarhlutfallið 60%.

trausti@frettabladid.is


Spilling gæti blómstrað í skjóli leyndar

„Ég er auðvitað ánægður með það að þjóðin telji minnstar líkur á því að það sé spilling í okkar röðum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. „Almenningur hefur tekið eftir því að við og Frjálslyndi flokkurinn höfum opnað okkar bókhald.“ „Varðandi útkomuna almennt þá geri ég ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi þess að hann hefur verið í forystu fyrir því að neita að upplýsa um fjármál sín. Ég geri ráð fyrir því að almenningur sé dálítið að setja samasemmerki þarna á milli. Fólki finnst þessi leynd með fjármál flokkanna óeðlileg og hefur kannski þá tilfinningu að í skjóli leyndar geti blómstrað spilling.“

Steingrímur J. segir að gerræðislegar ákvarðanir og pólitískar embættisveitingar spili einnig nokkra rullu. Þó telur hann að Framsóknarflokkurinn sé enginn eftirbátur Sjálfstæðisflokksins í þeim málum.


Segir Sjálfstæðisflokkinn gjalda fyrir embættaveitingar

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ánægður með hversu fáir telji að mesta spillingin ríki innan Frjálslynda flokksins, eða tæplega 4%. Aðspurður segir Guðjón Arnar að Sjálfstæðisflokkurinn sé að gjalda fyrir órökstuddar embættisveitingar til fólks innan raða flokksins. Þá hafi sjálfstæðismenn einnig tengst umræðunni um Landssímann og meintu samráði olíufélaganna.

„Menn hafa leitt líkur að því að það hafi ekki verið nein tilviljun að dómsmálaráðherra hafi verið látinn hætta. Hún er eiginkona fyrrverandi forstjóra eins olíufélaganna. Maður heyrir það auðvitað í umræðunni í þjóðfélaginu að menn setja samasemmerki þarna á milli og telja að æðstu menn í ríkisstjórninni hafa verið búnir að frétta eitthvað af þessu máli og ákveðið að skipta um ráðherra“, sagði Guðjón Arnar.

– Fréttablaðið.

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli