Frétt

Kreml.is - Flosi Eiríksson | 25.08.2003 | 13:51Lærdómur frá Bretlandi

Afstaða bresku ríkisstjórnarinnar og framganga Tony Blair í Íraksstríðinu hefur valdið mörgum jafnaðarmönnum vonbrigðum. Fylgispekt við Georg Bush Bandaríkjaforseta og rökfærslan um nauðsyn innrásar í Írak hafa valdið því að vinsældir Tony Blair hafa aldrei verið minni og íhaldsflokkurinn undir forystu hins litlausa og misheppnaða Duncan-Smith hefur mælst með örlítið meira fylgi en Verkamannaflokkurinn.
Við þessar aðstæður fara ýmsir skrifarar hér á landi mikinn, hér sé komin sönnun þess að „New Labour“ séu í raun hægri menn í dulargervi eða í besta falli „kratar“. Þetta sjónarmið hefur komið fram hjá nokkrum ungum félögum í Vinstri grænum, á vefritinu Múrnum og víðar.

Reynt er að finna hliðstæðu með og draga alls konar ályktanir af ósigri Verkamannaflokksins í Bretlandi 1951. Þá hafi flokkurinn tapað vegna þess að hann innleiddi gjöld í heilbrigðisþjónustunni til þess að borga fyrir mikið prógramm í hermálum. Hér hafi verið það sama á ferðinni, fylgispekt við Bandaríkin og „svik kratanna“ í flokksforystunni. Kenningin er að flokkurinn hafi tapað af því hann var ekki nógu vinstrisinnaður.

Lítum nánar á þetta. Fyrst á kosningarnar 1951. Verkamannaflokkurinn fékk fleiri atkvæði í kosningunum 1951 en nokkru sinni og reyndar fleiri atkvæði en Íhaldsflokkurinn sem vegna einmenningskosningakerfisins breska náði samt meirihluta. Ástæður tapsins voru trúlega að lægri millistéttin sem valið hafði Attlee og Verkamannaflokkinn 1945 vildi meira frelsi í efnahagslífinu og frjálslegri brag á samfélaginu eftir erfiðleika, miðstýringu og skömmtun stríðsáranna. Æsingaræður Bevins um að íhaldsmenn væru „lægri en skordýr“ (lower than vermin) hjálpaðu heldur ekki til en framkvæmdastjóri flokksins taldi að þær hefðu kostað þrjár milljónir atkvæða.

Hér verður ekki rakin saga breska Verkamannaflokksins til okkar daga, en aðeins bent á í þessu samhengi að þar er útbreiddur misskilningur að Verkamannaflokkurinn hafi tapað fyrir Margréti Thatcher 1979 aðallega vegna þess að millistéttin flutti sig á milli flokka. Nýjar rannsóknir stjórnmálafræðinga benda til þess að stór hluti verkamanna hafi þá þegar verið hættur að kjósa verkamannaflokkinn, hafi flutt sig á íhaldsflokkinn þegar verkamannaflokkurinn sökk dýpra og dýpra í óraunhæft og óraunsætt þjóðnýtingarblaður.

Himinhrópandi dæmi um skort flokksins á jarðtengingu er t.d. það að hann var á móti sölu bæjaríbúða til íbúa þó að fyrir lægi áhugi þeirra til að kaupa! Verkamannaflokkurinn ætlaði að vinna kosningar þrátt fyrir þetta tengslaleysi við almenning í landinu, í trausti þess að „örugg sæti“ flokksins myndu alltaf gera hann að mögulegum ríkisstjórnarflokki.

Í kosningunum 1987 rak flokkurinn öfluga og vel skipulagða kosningabaráttu þar sem Neil Kinnock var kynntur með öflugri og fagmannlegri hætti en áður hafði sést. Málefnalega stóð hann hins vegar fyrir þjóðnýtingu, einhliða kjarnorkuafvopnun, úrgöngu úr Evrópubandalaginu og fleiri hugmyndum sem almenningur einfaldlega hafnaði. Lærdómurinn af þeim kosningum var að Kinnock og síðan John Smith stöðu fyrir hugmyndafræðilegri endursköpun flokksins sem Tony Blair rak síðan endanhnútinn á með fæðingu „New Labour“.

Grunnstefið í þessari umræðu allri var að endurtengja flokkinn við væntingar og langarnir venjulegs fólks – að lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur taki á brýnustu vandamálum daglegs lífs. En slík vinnubrögð krefjast þess að menn séu tilbúnir að hugsa og hlusta á sjónarmið sem manni líkar ekki endilega við í fljótu bragði.

Ýmsir félagar í VG hafa meiri áhuga á hinu venjulega skensi íslenskra stjórnmála en slíkum vinnubrögðum og því varð þátttaka Ingibjargar Sólrúnar á ráðstefnu um Framsækna stjórnarhætti í London í júlí þeim tilefni til alls konar brandara og vondra söguskýringa. Þá ráðstefnu sóttu reyndar allir helstu stjórnmálaleiðtogar vinstrimanna í heiminum – frá Tabo Mbeki og Lula da Silva til Helen Clarke og Göran Persson, í stuttu máli allir þeir sem vilja breyta heiminum og hafa sóst eftir og fengið raunveruleg umboð til þess.

En megintilgangurinn er náttúrulega að reyna að koma því inn hjá kjósendum að Samfylkingin sé með einhverjum hætti meðvirk í öllu þessu, hún styðji Tony Blair sem styðji Bush sem réðst inn í Írak sem? og svo framvegis. Enn neitar fólk sem setur sjónarmið sín fram með þessum hætti að horfast í augu við raunveruleikann o

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli