Frétt

Vefþjóðviljinn | 25.08.2003 | 13:45Þrýsta, þrýsta, þrýsta: Ef íbúar hafna sameiningu, þá er kosið aftur...

Forseti Finnlands skrapp yfir til Svíþjóðar í síðustu viku. Forsætisráðherra Finnlands skrapp svo yfir til Svíþjóðar í gær. Eftir nokkra daga fer forsætisráðherra Svíþjóðar hins vegar yfir til Eistlands en þar var forsætisráðherra Danmerkur einmitt fyrir örfáum dögum. Það er semsagt margt að gerast og mikil ferðalög hjá merkum leiðtogum. En af hverju ætli þessir höfðingjar séu allir á iði þessa dagana?
Ástæða þess er einföld. Þrýsta, þrýsta, þrýsta. Það er verið að þrýsta á Svía að kasta krónunni en hirða evruna og það er verið að þrýsta á Eista að leggja land sitt inn í sívaxandi Evrópusamband. Í báðum þessum löndum verður þjóðaratkvæðagreiðsla um þessi mál eftir rúmar þrjár vikur svo nú styttist í að áróður ráðamanna nái hámarki. Evrópusambandið sjálft ver svo gríðarlegum upphæðum til „kynningarmála“ og ekki þarf að ræða hlutleysið í þeirri kynningu.

Þetta tvennt, gríðarlegur opinber þrýstingur og látlaus „kynningarstarfsemi“ Brussel-stjórnarinnar, fylgir jafnan þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar eru vegna Evrópusambandsins en engu að síður hefur uppskeran ekki ætíð verið eins og sérfræðingarnir í Brussel höfðu hugsað sér. Danir höfnuðu Maastricht-samningnum og þeir höfnuðu evrunni. Írar reyndu að hafna Nice-samningnum en þá voru þeir bara látnir kjósa um hann aftur.

Það er nefnilega aðeins önnur hliðin sem ræður því um hvað er kosið og hvenær. Ef meirihluti kjósenda segir nei, þá er einfaldlega kosið aftur þegar stjórnvöld telja sig geta fengið nýja niðurstöðu. Ef meirihlutinni segir já, þá er aldrei kosið aftur. Það á einfaldlega að mynda stórríki Evrópu og hin áður fullvalda og sjálfstæðu Evrópuríki eiga að hverfa, hvað sem íbúar þeirra segja. Þess vegna er beitt gríðarlegum þrýstingi, áróðri og opinberu fé í baráttunni fyrir sameiningu ríkjanna. Allt er gert til að sannfæra fólk um að slík verði þróunin, hvað sem hver segir.

Þetta er sama aðferðin og svipaðir aðilar nota við ekki ósvipað verkefni á Íslandi, sameiningu sveitarfélaga. Ef íbúar hafna sameiningu, þá er kosið aftur. Ef íbúar samþykkja sameiningu þá er aldrei kosið aftur.

Opinberar nefndir eru settar á fót og þær þrýsta og þrýsta. Félagsmálaráðuneytið stendur fyrir átaki og kynningarstarfsemi í sama tilgangi. Allt til að minni sveitarfélögin láti undan og renni inn í þau stærri, sem í framhaldinu taki að sér stærri, flóknari - og yfirleitt dýrari og óþarfari - verkefni, sem hinn almenni íbúi hefur vitaskuld því minna um að segja sem sveitarfélögin eru stærri.

Auðvitað má ímynda sér tilvik þar sem sameining sveitarfélaga er frá almennu sjónarmiði skynsamleg aðgerð. En þar til það liggur fyrir með skynsamlegum hætti, þá er rík ástæða til að hvetja íbúa til að gjalda mikinn varhug við tillögum um sameiningu sveitarfélaga. Því minni sem sveitarfélög eru, þeim mun minni líkur eru á að þau ráðist í gæluverkefni þrýstihópanna. Ef verkefni sem sveitarfélög vilja ráðast í eru í raun skynsamleg, þá er líklegt að þau geti leyst þau, annað hvort með hagræðingu eða þá með samstarfi sín á millli. Því stærri sem sveitarfélög eru, þeim mun auðveldara er það fyrir agalausa stjórnendur þeirra að kasta miklum fjárhæðum á glæ án þess að íbúarnir fái rönd við reist.

Meðal annars þess vegna eru stjórnendur áhugasamir um sameiningu og meðal annars þess vegna ættu íbúar að jafnaði að hafna hugmyndum um sameiningu sveitarfélaga.

Vefþjóðviljinn

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli