Frétt

Kreml - Birgir Hermannsson | 22.08.2003 | 12:31Utanríkisstefna í vanda

Bandaríkjamenn eiga við mikinn vanda að etja í utanríkismálum, svo vægt sé til orða tekið. Þeir sem efuðust um skynsemi þess að ráðst inn í Írak hafa fengið grunsemdirnar staðfestar: Að sigra Saddam í stíði var létt verk og löðurmannlegt í samanburði við það verk að stjórna landinu að stríði loknu. Þetta vissu hershöfðingjar Bandaríkjahers mætavel, enda höfðu þeir engan áhuga á því að hernema Írak að loknum fyrri Flóabardaga. Þegar að því kom síðan að velta Saddam frá völdum vildu þeir mun fjölmennari og öflugri her til að vinna verkið – en fengu ekki. Óskhyggja réð ríkjum í Pentagon: Írak yrði frelsað með hreyfanlegum og hraðskreiðum hersveitum sem nýttu sér tækniyfirburði sína til hins ýtrasta. Írakar myndu fagna hersveitunum og uppbygging landsins hefjast fljótt og örugglega.
Í dag eru um 139.000 bandarískir hermenn í Írak, auk um 22.000 hermanna frá öðrum löndum, þar af um 11.000 breskir hermenn. Upphaflega áætlunin var sú að kostnaðurinn við hernámið og uppbyggingu Íraks yrði greiddur með útflutningi olíu, sér í lagi þar sem útflutningsbanni yrði nú aflétt. Í dag er mun minna flutt út af olíu en meðan Sadddam var og hét og alls óvíst hvenær olíuiðnaðurinn kemst í samt horf aftur. Kostnaðurinn við uppbyggingu Íraks og hernámið er því að sliga Bandaríkin. Bush forseti og aðrir leiðtogar Bandaríkjanna undirbjuggu þjóð sína ekki undir þetta. Þvert á móti var gefið í skyn að stríðið yrði stutt og herinn hvattur heim fljótt og örugglega. Í ofanálag þá hélt Bush fast við skattlækkanir sínar, en skattalækkanir á stríðstímum er einsdæmi í mannkynssögunni. Talið er að á milli 300.000 og 500.000 manna herlið þurfi til að tryggja öryggi í Írak, en öryggi er forsenda allrar annarar uppbyggingar í landinu. Hvaðan eiga þessir hermenn að koma og hver greiðir fyrir þá?

Í Afganistan hefur að nafninu til verið skipt um ríkisstjórn, en sú ríkisstjórn ræður þó varla nokkrum hlut í landinu utan við Kabúl. Ástæðan er einfaldlega sú að öryggis í Kabúl er gætt af erlendum hersveitum, en nýverið tók NATO við stjórn þessara hersveita til frambúðar. CIA gætir öryggis forseta Afganistans og verður svo væntanlega um langa framtíð. Erlendar hersveitir – sem allir eru sammála um að séu allt of fámennar - verða því í Afganistan í mörg ár til viðbótar. Það sama gildir um Írak. Bandaríkjamenn hafa sogast inn í atburðarrás sem þeir geta ekki stjórnað með góðu móti. Eftir að hafa steypt Saddam geta þeir ekki horfið á braut. Margra ára hernám blasir því við þeim. Við viljum koma á lýðræði í Írak og það strax á næsta ári, segja Bandaríkjamenn. Það gæti reynst þrautin þyngri. Að líkindum munu Bandaríkjamenn eiga fullt í fangi með að halda saman einhverju sem kallast má „Írak“: ríki sem er eitthvað annað en nafnið tómt.

Við Bandaríkjamönnum blasir því erfitt verkefni. Trúverðugleiki þeirra hefur beðið hnekki á alþjóðavettvangi og ljóst að þeir ráða ekki við það sem þeir tókust á hendur án hjálpar annara ríkja. „Gamla Evrópa“ er þar ómissandi, „Nýja Evrópa“ er til lítils megnug þegar á reynir. Ríki á borð við Indland, Tyrkland og Rússland verða Bandaríkin einnig að fá í lið með sér ef vel á að vera.

Afleiðingar stríðsins í Írak gætu einnig orðið mikil innanlands í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í Bretlandi hefur stjórn Blairs skaðast mikið af málinu og alls óvíst hvort hún nái að jafna sig til fulls. Í Bandaríkjunum munu áhrifin koma hægt og sígandi fram. Hermenn sem ekki fá að snúa heim, auk fallinna og særðra elur á óánægju. Kostnaðurinn af stríðinu mun þegar fram í sækir verða erfiðari að dylja og réttlæta fyrir bandarísku þjóðinni. Orsök ríkisstjórakosninganna í Kalíforníu liggur í gríðarlegum fjárlagahalla ríkisins. Við höfum heyrt minna af því að fjárhagsvandræði plaga öll ríki Bandaríkjanna og hafa þau meira og minna öll þurft að hækka skatta og skera niður útgjöld, m.a. til mennta- og félagsmála. Hversu lengi mun bandaríska þjóðin sætta sig við niðurskurð heimafyrir á meðan (minnst) 140.000 manna herliði er haldið úti í Írak?

Vefritið Kreml

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli