Frétt

Gunnar Smári Egilsson | 22.08.2003 | 12:29Ógnardýrt stefnuleysi

Er það skynsamleg ráðstöfun hjá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að leggja stund á rækjueldi? Eða hjá stjórn Landssímans að reyna að koma upp fjölmiðlarekstri á breiðbandinu? Eða hjá Ríkisútvarpinu að eyða fjármunum í uppbyggingu netmiðla á ruv.is og textavarp.is? Gilda önnur lögmál um rekstur opinberra fyrirtækja, uppbyggingu þeirra og útþenslu, en einkafyrirtækja?
Það eru skiptar skoðanir í samfélaginu um opinberan rekstur. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti fólks trúir enn að hið opinbera eigi að reka fyrirtæki á heilbrigðis- og menntasviði. Ríkisútvarpið nýtur enn velvilja meirihluta þjóðarinnar. Tilraun til sölu Landssímans til einkaaðila mistókst ekki vegna andstöðu almennings heldur áhugaleysis hugsanlegra kaupenda. Líklega er enn víðtækur stuðningur við opinberan rekstur Orkuveitunnar eins og Landsvirkjunar. Það er ekki teljandi andstaða við tilraunir til einkareksturs á orkusviði – ekki frekar en í vegagerð eins og rekstur Hvalfjarðarganganna sýnir – en líklega þykir meirihluta þjóðarinnar það enn framandi að einhverjir aðrir aðilar en hið opinbera geti rekið orkuver, hitaveitur eða vegakerfi.

Þrátt fyrir þennan mikla – og um margt ótrúlega almenna – stuðning við opinberan rekstur, held ég að sú stefna ofantaldra fyrirtækja að víkka út starfssvið sitt og efna til samkeppni við einkageirann á nýjum sviðum njóti hvorki stuðnings né skilnings þjóðarinnar. Þótt meirihluti fólks sé tilbúinn að verja það að kjarnastarfsemi þessara fyrirtækja sé rekin af hinu opinbera held ég að sá stuðningur nái ekki lengra. Vegna hefðar er fólk tilbúið að styðja óbreytt rekstrarform þessara fyrirtækja en það er ekki svo að margir beri sérstakt traust til þeirra og telji þau svo vel rekin eða útsjónarsöm að þau séu betur til þess fallin en önnur fyrirtæki að hasla sér völl á nýjum sviðum.

Það er almenn skoðun að öll þessi fyrirtæki séu illa rekin og að innan þeirra viðgangist bruðl og óráðsía. En þar sem þetta hefur verið með þessum hætti síðan elstu menn muna sættir fólk sig við þetta ástand og er jafnvel tilbúið að styðja það. En það er ekki þar með sagt að fólk vilji útfæra þennan rekstur yfir á fleiri svið samfélagsins. Ekki frekar en fólk vill að Ríkisspítalarnir reki apótek eða Grunnskólar Reykjavíkur ritfangaverslanir.

En hvers vegna þenja þessi fyritæki þá út starfsemi sína? Stjórnir þeirra virðast hafa gleymt sér og talið sér trú um að þær væru að reka venjuleg einkafyrirtæki en ekki opinber fyrirtæki sem njóta verndar ríkisvaldsins innan sinnar kjarnastarfsemi. Og þeir sem fara með stjórn ríkis og bæja hafa ekki nógu markaða stefnu um verkaskiptingu hins opinbera og einkageirans að sú stefna setji stjórnendum þessara fyrirtækja nægjanlegar skorður. Stefnuleysi í fyrirtækjarekstri er alltaf dýrt. Stefnuleysi í rekstri hins opinbera getur – vegna umfangs þess – síðan orðið ógnardýrt.

Fréttablaðið – Gunnar Smári Egilsson ritstjóri.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli