Frétt

| 21.02.2001 | 20:09„Verndum Vatnsmýrina“

Hér fer á eftir tilkynning um stofnun samtakanna „Verndun Vatnsmýrina“, sem send var út í gærkvöldi:

Á undanförnum árum hefur vitund mannskepnunnar um umhverfi sitt aukist hröðum skrefum. Sérstaklega á þetta við um íbúa bæja og borga. Þar hefur fólk risið upp og mótmælt kröftuglega fyrirhuguðum náttúruspjöllum. Hæst ber þar framgöngu almennings gegn áformum stjórnvalda um gríðarleg náttúruspjöll á Eyjabökkum. Tókst þar með samstilltu átaki að koma í veg fyrir að einni helstu náttúruperlu landsins yrði sökkt til þess eins að afla orku til atvinnusköpunar í hnignandi landshluta.

Í næsta mánuði fer fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa Reykjavíkur. Þar verður tekin ákvörðun um hvort síðustu leifar seinni heimsstyrjaldarinnar hverfi úr Vatnsmýrinni. Fari svo að Reykvíkingar hendi flugvellinum burt skapast stórkostlegt tækifæri til þess að endurheimta helstu náttúruperlu okkar Íslendinga, Vatnsmýrina.

Í dag voru stofnuð samtök er hlutu nafnið Verndum Vatnsmýrina. Tilgangur samtakanna er sá að verða samnefnari allra þeirra samtaka, sem hafa á undanförnum árum látið sig náttúruvernd varða, í þeirri baráttu sem framundan er til að endurheimta Vatnsmýrina. Við brotthvarf flugvallarins gefst fágætt tækifæri til þess að endurheimta horfna náttúruperlu. Náttúruperlu sem verður einstök í sinni röð í heiminum. Lítt snortin vin fyrir gróðurlíf og fugla í miðri borg er ekki á hverju strái.

Barátta allra náttúruverndarmanna hlýtur því á komandi vikum að verða sú, að tryggja að í atkvæðagreiðslunni í næsta mánuði ákveði Reykvíkingar að loka flugvellinum og í framhaldi af því verði hann fjarlægður og Vatnsmýrinni í framhaldi af því komið í upprunalegt horf án húsbygginga.

Samtökin Verndum Vatnsmýrina skora hér með á náttúruverndarsinna að ganga þegar til verka til heilla fyrir land og lýð.

Nánari upplýsingar gefur Halldór Jónsson í síma 892 2132.


bb.is | 26.09.16 | 13:23 Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með frétt Það er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli