Frétt

Múrinn - Kolbeinn Ó. Proppé | 20.08.2003 | 13:43Ég ætlað´að skjót´ann pabba þinn

Það líður varla sá dagur að ekki berist fregnir af mannfalli í Írak. Þrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar George W. Bush um að stríðinu þar væri lokið, halda menn áfram að berjast, sprengja hver annan í loft upp og skiptast á skotum. Mannfall á meðal hernámsliðsins í Írak er orðið nánast daglegt brauð og í endalausri leit liðsins að fyrrum ráðamönnum landsins verða íraskir borgarar reglulega fyrir árásum Bandaríkjamanna. Nú er svo komið að spennan er orðin mönnum óbærileg og hernámsliðið er farið að skjóta á fréttamenn.
Það gerðist í það minnsta síðastliðinn mánudag þegar palestínskur myndatökumaður varð fyrir skothríð bandarískra hermanna. Var hann við störf sín að mynda lest bandarískra skriðdreka þegar einn hermaðurinn tók sig til og sendi kúlnahríð í átt til fréttamannsins, með þeim afleiðingum að hann lést. Sjónarvottar segja að Palestínumaðurinn hafi verið í hópi fréttamanna og enginn vafi hafi átt að leika á því að hér væru fréttamenn við störf sín. Það breytir því þó ekki að myndatökumaðurinn liggur í valnum.

Ástandið í Írak er orðið svo slæmt að taugaveiklun virðist ráða aðgerðum hernámsliðsins. Kornungir bandarískir hermenn sem voru fullvissaðir um það af Rumsfeld og fleiri bandarískum ráðamönnum að íbúar Íraks biðu með öndina í hálsinum eftir þeim sem frelsandi englum vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar raunveruleikinn rennur upp fyrir þeim. Líkt og við mátti búast taka Írakar innrásarliðinu ekki fagnandi, slíkt er ekki algengt nema í draumaheimi bandarískra ráðamanna. Bandarísku hermennirnir eru því yfirspenntir, búast við skotárás á hverri stundu, eru sjálfir búnir öflugum vopnum og hika ekki við að nota þau. Allir sjá að hér er komin uppskrift að óförum, líkt og hefur sýnt sig síðustu daga.

Þetta hefði hins vegar ekki átt að koma neinum á óvart. Íraska þjóðin er ekki ólík öðrum þjóðum með það að fagna ekki þeim sem hafa varpað sprengjum á hana, drepið syni, dætur, mæður og feður, gamalmenni og sjúklinga. Það ástand sem nú ríkir í landinu er hins vegar glöggt dæmi um það hversu innrásin í Írak var illa ígrunduð. Bandaríkjamenn höfðu tvö markmið, að ná yfirráðum yfir olíulindum landsins og koma Saddam Hussein frá völdum. Nú hafa þeir náð báðum þessum markmiðum, en allt annað situr á hakanum. Íraskt þjóðfélag er í rúst, innviðir samfélagsins í molum og hernámsliðið gerir ekkert til að bæta úr því ástandi.

Innrásin í Írak var í alla staði vanhugsuð aðgerð og stuðningur við hana er Íslendingum og öðrum þjóðum til háborinnar skammar. Verra er þó að enginn skuli hafa reynt að sjá fyrir það ástand sem skapaðist eftir að íröskum stjórnvöldum var komið frá völdum, enginn hafi reynt að draga úr þeirri eymd sem upplausnarástandið kallar yfir íraskan almenning. Mannúðarsjónarmið Bandaríkjamanna ná ekki lengra en til olíulinda landsins og eigin hermanna.

Palestínski myndatökumaðurinn sem myrtur var við vinnu sína á mánudaginn er fráleitt síðasta fórnarlamb voðaskota í heiminum. Á meðan ráðamenn heimsins sjá engar aðrar lausnir á þeim vandamálum sem hrjá heiminn en að láta vopnin tala munu saklausir borgarar láta lífið. Við getum þá rifjað upp hið átakanlega kvæði Slysaskot í Palestínu þar sem hermaður kveður yfir föllnu barni þá afsökunarbeiðni að í raun hafi kúlan verið ætluð föður þess.

kóp

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli