Frétt

| 19.02.2001 | 12:27Landið margsnuðað á ný?

Kostnaður við smíði Alþingishússins á sínum tíma þótti fara heldur ríflega úr böndunum. Danska yfirsmiðnum Bald var einkum kennt um það og ein kunnasta ljóðlínan í gervöllum Alþingisrímum víkur að því: Bald hefur landið margsnuðað. Raunar fékk Bald því til leiðar komið, að húsið var reist við Austurvöll (sem á þeim tímum angaði lengi á vorin af skítnum sem borinn var á hann) en ekki efst í Bakarabrekku. Lóðin var keypt fyrir stórfé af Halldóri Kr. Friðrikssyni yfirkennara og mun það vera fyrsta lóðarsala hérlendis. Einnig hafði verið lagt í talsverðan kostnað við jarðvinnu uppi í brekku.
Á fyrsta þingi sem haldið var í húsinu nýbyggðu sumarið 1881 kom í ljós, að kostnaður við húsbygginguna og húsbúnaðinn hafði farið fram úr áætlun og var því samþykkt 25 þúsund króna fjárveiting á fjáraukalögum. Upphafleg fjárveiting til verksins var hins vegar 100 þúsund krónur.

Nú er greint frá því í fréttum, að kostnaður við nýjar skrifstofur Alþingis við Austurvöll hafi farið lítillega fram úr áætlun eða um 100%. Nýjustu fregnir herma að kostnaðurinn verði um 200 milljónir í stað 100 milljóna. Hins vegar má svo sem alveg eins búast við því að milljónirnar verði 250 þegar búið er að leggja saman reikningana frá yfirsmiðnum Bald vorra daga.

Svona hlutir eru að vísu tæpast umtalsverðir þegar ríkið á hlut að máli á síðustu árum. Hvernig fór ekki með Þjóðminjasafnið? Eða Þjóðmenningarhúsið? Vonandi er leyfilegt að vitna í fornkveðin orð þó að tilefnið sé lítillega annað: Húsameistari ríkisins – ekki meir, ekki meir!

Svo virðist sem eftirfarandi staðlaða lokamálsgrein megi hafa í áætlunum um framkvæmdir af þessu tagi hjá ríkisvaldinu:

Áætlun þessi gerir ráð fyrir því að áætlun þessi standist ekki.

En við skulum rifja upp nokkur erindi úr fyrstu Alþingisrímu. Spurningin er síðan sú, hvaða orð menn þeirra tíma hefðu átt um „framúrkeyrsluna“ um aldamótin 2000. Hafi þeir þá átt nokkurt orð.

Út við grænan Austurvöll,
sem angar lengi á vorin,
stendur væn og vegleg höll,
vonin mænir þangað öll.

Húsið vandað, háveggjað,
hlær við skærum röðli,
Bald á sandi byggði það,
Bald hefur landið margsnuðað.

Þar er stríðið þunga háð,
þar eru skörungarnir,
þar sjá lýðir þor og dáð,
þar fæst tíðum biti af náð.


– Björn heitinn Jónsson.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli