Frétt

bb.is | 20.08.2003 | 11:46Tunguskeið: Fyrstu lóðunum úthlutað og gatnagerð verður boðin út

Útlitsteikning af húsunum sem Múrkraftur ehf. ætlar að byggja í nýja hverfinu.
Útlitsteikning af húsunum sem Múrkraftur ehf. ætlar að byggja í nýja hverfinu.
Gatnaframkvæmdir í nýja íbúðahverfinu á Tunguskeiði á Ísafirði verða boðnar út á næstu dögum. Framkvæmdir eiga að hefjast í haust en klárast á næsta ári. Um er að ræða einn botnlanga af fjórum og hluta stofnbrautar í fyrirhuguðu hverfi. Við þennan botnlanga er gert ráð fyrir átta einbýlishúsum. Þegar hefur þremur lóðum verið úthlutað til Múrkrafts ehf. á Ísafirði og nokkrar umsóknir til viðbótar eru í vinnslu, að sögn Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings Ísafjarðarbæjar. Hann segir að mjög fljótlega verði hægt að byrja að byggja þótt götur og lagnir séu ekki frágengnar. Þetta verða að teljast nokkur tímamót því að ár og dagur eru frá því að síðast var ráðist í uppbyggingu nýrrar íbúðabyggðar á Ísafirði.
Framkvæmdir í þessu nýja hverfi hafa verið lengi í deiglunni en einhver helsti hvatamaðurinn að þeim hefur verið Hermann Þorsteinsson hjá Múrkrafti ehf. Fram undir þetta hefur staðið á umsóknum um lóðir. Bærinn treysti sér ekki til að ráðast í kostnaðarsamar gatnaframkvæmdir nema ljóst væri að ráðist yrði í byggingu nokkurra húsa.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í bréfi til bæjarráðs í vor að allt mælti með því að hefja framkvæmdir við gatnagerð á Tunguskeiði og nauðsynlegt sé að hafa byggingarhæfar lóðir klárar á Ísafirði. „Það er nauðsynlegt í umræðu um atvinnumál, byggðamál og uppbyggingu byggðakjarna að á Ísafirði séu byggingarlóðir klárar og íbúðarhús í byggingu. Það er hluti af framtíðarsýninni, hún skerpist og verður bjartari þegar við vitum af einstaklingum sem eru að byggja sér íbúðarhúsnæði“, sagði bæjarstjóri.

Götur í hverfinu sem skipulagt hefur verið á Tunguskeiði hafa ekki enn hlotið nöfn. Á sínum tíma var auglýst eftir tillögum en að sögn Sigurðar Mar Óskarssonar kom ekkert út úr því. Hann segir að hugmyndir séu vel þegnar en ekki hafi verið ákveðið hvort auglýst verði á ný eða hvort einhver verði fenginn til þess að gefa götunum nöfn.

hlynur@bb.is

bb.is 25.06.2003
Nýbyggingar á Tunguskeiði: Beðið eftir ákvörðun um gatnagerð

bb.is 28.05.2003
Segir allt mæla með því að hefja gatnagerð á Tunguskeiði

bb.is 07.05.2003
Hefur fulla trú á byggingu íbúðarhverfis á Tunguskeiði á Ísafirði

bb.is 23.05.2002
Byggingaframkvæmdir við nýtt íbúðahverfi í biðstöðu

bb.is 20.02.2002
VST mun sjá um hönnun gatna í nýju íbúðarhverfi á Skeiði

bb.is 22.01.2002
Hönnun íbúðarhúsa í nýju hverfi á Tunguskeiði lokið

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli