Frétt

Stakkur 33. tbl. 2003 | 20.08.2003 | 09:38Sakamenn á Alþingi

Nú kynni einhver að halda að fjalla ætti um störf Alþingis fyrir meira en tveimur öldum eða fyrr, þegar sakamenn voru færðir til Þingvalla til þess að vera dæmdir fyrir afbrot sín. Það er ekki ætlunin hér og nú. Í upphafi 21. aldar er það hlutverk dómstóla að dæma menn eftir lögum sem Alþingi setur. Þannig hefur það verið frá því Landsyfirréttur tók til starfa fyrir 202 árum, hinn 10. ágúst 1801. Þá fluttust dómstörf yfirréttarins og lögþinganna til hans og Alþingi starfaði ekki fyrr 1845 á ný er það hafði verið endurreist sem ráðgjafarþing. Með flutningi dómstarfa Alþingis, sem háð var á Þingvöllum uns það var lagt af með lögum árið 1800, lagðist þinghald þar af, en það hafði staðið sleitulaust þar frá stofnun þess 930. Auðvitað gekk oft margt á undir þinghaldinu, en venjan var sú að þáttaka sakamanna var bundin við að þeir væru færðir þangað til þess að hljóta dóma og refsingu, jafnvel líflát, karlar voru hálshöggnir og konum var drekkt. Oftar en ekki létu sakamenn lífið fyrir barneignir með skyldum og mægðum.

Nú er öldin önnur. Það má með sanni segja. Alþingismaður varð að láta af þingsetu fyrir fjárdrátt og hefur hann setið í fangelsi og gafst ekki færi á því að bjóða sig fram á liðnu vori. Hann er söngelskur og hefur farið fyrir svokölluðum brekkusöng á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árum saman. Hann taldi fangvistina ekki eiga að koma í veg fyrir það nú. Svo varð ekki og sendi hann yfirvöldum tóninn með því að kalla dómstóla, ríkissaksóknara, lögreglu, héraðsdóm og Hæstarétt, að ógleymdri Fangelsismálastofnun, pakk sem vildi koma í veg fyrir að lífið væri skemmtilegt. Þessum fyrrverandi alþingismanni hefur sést yfir afar mikilvægt atriði, sem er það, að öll þessi yfirvöld starfa samkvæmt lögum, sem Alþingi setur. Þeir sem skipa Alþingi eru einmitt kjörnir alþingismenn. Teljast þeir þá til pakksins sem vill koma í veg fyrir að lífið verði skemmtilegt? Skipti þá seta þingmannsins, sem nú situr í ríkisfangelsi á Kvíabryggju engu máli? Það skal tekið fram að hann sat bróðurpartinn af tveimur áratugum á Alþingi. Almenningur á greinilega erfitt með að gera upp afstöðu sína.

Þjóðhátíðargestir í Vestmannaeyjum fögnuðu dómi alþingismannsins fyrrverandi um löglega skipuð yfirvöld á Íslandi mjög. Látum það vera. Hann er fyrrverandi alþingismaður, sem situr inni til þess að gera upp skuld sína við samfélagið vegna lögbrota sinna. Og honum til afbötunar má þó segja að hann lét af þingmennsku þegar ljóst var að hann yrði ákærður og hlaut sinn dóm í framhaldinu. Það sem sérstaka athygli vekur nú um stundir er staða eins alþingismanna Frjálslynda flokksins, Gunnars Arnar Örlygssonar, sem nú afplánar dóm fyrir kvótasvindl og brot á bókhaldslögum. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa kvótakerfinu þá verður að telja að stjórnmálaflokka og Alþingi setji heldur niður við að hafa í sínum röðum menn sem telja ekkert athugavert við að brjóta lög og reyna með brotum á bókhaldslögum að fela afbrot sín og að því er best verður séð að svíkja tekjur undan skatti. Kannski eigum við okkar Mogens Glistrup á þingi. Guðjón Arnar Kristjánsson er góður drengur, en eru félagar hans það allir?


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli