Frétt

| 19.02.2001 | 12:25Réttarríkið Ísland

Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Í fréttunum undanfarið hefur verið sagt frá því að fólk hafi verið rekið úr vinnu eftir upplýsingar frá lögreglunni. Jafnvel þótt um „strákapör“ hafi verið að ræða, framkvæmd mörgum árum áður. Á sama tíma berast kynjasögur af lögreglumönnum sem „reka“ vaktfyrirtæki, þótt þeim hafi verið bannað slíkt af dómsmálaráðherra. Eða dettur einhverjum í hug að trúa því að þeir hafi ekkert með málin að gera, það séu bara eiginkonurnar sem eigi og reki fyrirtækið?
Einnig var frétt á strik.is, þar sem sagt er frá því að Haraldi Johannessen hafi verið vísað út af bar eftir að hafa skvett víni úr glasi framan í mann. Ekki ætlaði maðurinn að kæra og lái honum hver sem vill. Og ekki er sýnt að gera eigi neitt í málinu. Það verður engin skýrsla þar sem lögreglan getur sett nafn lögreglustjórans á málaskrá. Ég man líka eftir stympingum lögreglunnar við blaðamenn þegar Kínverji var hér í heimsókn.

Það er orðið svo áberandi að í hvert sinn sem höfðingjarnir gera eitthvað af sér, þá er það þaggað niður. Og menn þumbast við að svara fréttamönnum. „Vertu ekki að grafast fyrir um svona smámál“, er tónninn í þeim. Í þeim lýðræðisríkjum sem í kring um okkur eru væru svona mál tekin föstum tökum til að koma í veg fyrir spillingu. Ég veit ekki hvernig þetta litla land okkar er að fara, en það er ekki á góðri siglingu, það er alveg víst.

Stjórnvöld ganga undan með því fordæmi að hafa lög og rétt að engu. Og eftir höfðinu hljóta limirnir að dansa. Enginn þorir lengur að bera á móti herrunum, því það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Fréttamenn spyrja ekki óþægilegra spurninga, því þá verður ekkert viðtal meir. Er þetta framtíðarsýnin sem við viljum hafa? Viljum við standa að lokum uppi eins og svokölluð bananalýðveldi? Þegar búið er að berja fólk svo til hlýðni að enginn þorir neinu lengur, þá kemur villdýrseðlið fram í manninum og þeir sem hafa völdin og peningana geta gert eins og þeim sýnist. Reyndar er svo komið að enginn skammast sín fyrir neitt lengur. Ef ég kemst upp með hlutinn þá er allt í lagi.

Í dag er Hæstiréttur rúinn öllu trausti almennings, lögreglan er að fara í sama farið, eftir því sem meira heyrist úr þeim búðum. Tollþjónustan meira að segja stundar persónunjósnir og gefur upplýsingar þeim sem um það biðja, bara ekki formlega. Við vitum hvernig ríkisstjórnin stendur sig. Er ekki kominn tími til að breyta hugsunarhættinum? Taka aftur fram góðu gildin og heiðarleikann, sem nú er á hröðu undanhaldi. Það er stórhættulegt í litlu landi, þegar völdin og peningarnir eru á hendi fárra útvaldra.

– Píslin.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli