Frétt

bb.is | 20.08.2003 | 09:24Barnaverndarnefnd sinnti ekki ábendingu um kynferðisbrot

Maður um sextugt var á föstudag dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til greiðslu miskabóta fyrir mjög alvarleg kynferðisbrot gegn stúlkubarni, eins og hér var greint frá. Brotin voru framin á tímabilinu frá 1997 til og með 2001 en stúlkan er fædd árið 1990. Í reifun málsins kemur fram, að viðkomandi barnaverndarnefnd hafi ekkert aðhafst í málinu, þrátt fyrir vitneskju um það. Maðurinn hafi því getað haldið iðju sinni áfram. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins í gærkvöldi, að hér er um barnaverndarnefndina í Vesturbyggð að ræða.
Í dómum í málum sem þessum eru nöfn fólks sem málið snertir ekki birt né heldur staðanöfn, heldur eru einungis notaðir bókstafir innan hornklofa. Í umræddum dómi segir að umrædd brot hafi átt sér stað „á [T]“ en að öðru leyti kemur það ekki fram. Þar kemur heldur ekki fram hvaða barnaverndarnefnd á hlut að máli.

Í reifun málsins segir að stúlkan hafi haustið 2001 leitað til hjúkrunarforstjóra sem hafi verið með viðveru einu sinni í mánuði í grunnskólanum. Stúlkan hafi greint frá því að viðkomandi maður hafi áreitt hana. Hjúkrunarforstjórinn sótti kennara stúlkunnar með leyfi hennar og endurtók hún þá frásögnina. Einnig fékk hjúkrunarforstjórinn leyfi stúlkunnar til að ræða þetta við móður hennar. Hafi hún gert það nokkrum dögum síðar að stúlkunni viðstaddri og í framhaldi af því látið barnaverndarnefnd vita.

Móðir stúlkunnar kvaðst hafa talið á þeim tíma að þetta hefði verið einstakt tilfelli. Hún hafi spurt stúlkuna hvers vegna hún hefði ekki sagt sér frá þessu og hún sagt að hún hafi verið hrædd við ákærða og haldið að sér yrði ekki trúað. Þau hafi ákveðið fyrir sitt leyti að kæra atvikið ekki en bannað stúlkunni að fara heim til ákærða. Frásögn stúlkunnar og tilkynning hjúkrunarforstjórans til barnaverndarnefndar leiddu ekki til frekari rannsóknar.

Snemma vors 2002 kom stúlkan til systur sinnar og greindi henni frá áreitni mannsins. Í framhaldi af því var lögreglu og barnaverndarnefnd gert viðvart. Síðar um vorið fékk nefndin félagsráðgjafa til að ræða við stúlkuna, sem hann gerði fimm dögum síðar. Félagsráðgjafinn sagði að stúlkan hafi þá grátið og sagst hafa verið hrædd um að enginn myndi hjálpa sér og vísað til þess að hún hefði sagt frá áður, en ekkert hefði verið aðhafst. Daginn eftir ritaði félagsráðgjafinn greinargerð um grun um brot gegn stúlkunni og sendi sýslumanninum á [T]. Að ósk hans tók héraðsdómari skýrslu af stúlkunni. Dómþing til skýrslutökunnar var háð 13. maí 2002 í Barnahúsi og starfsmanni þess falið að spyrja stúlkuna. Myndbandsupptaka af yfirheyrslunni var sýnd í réttinum við aðalmeðferð málsins og endurrit hennar er meðal málsskjala.

Stúlkan sótti greiningar- og meðferðarviðtöl hjá sálfræðingi frá maímánuði 2002 og fram á þetta ár. Í skýrslu sálfræðingsins sem lögð var fyrir dóminn segir meðal annars, að stúlkan hafi sagst hafa verið mjög kvíðin er hún sagði fyrst frá kynferðisofbeldinu haustið 2001 og óttast að henni yrði ekki trúað, eða eitthvað slæmt færi af stað, sem hún hefði ekki stjórn á. Hún hafi skýrt frá því að hún hafi valið að segja bekkjarbræðrum sínum frá hegðan ákærða og þeir hafi sagt kennara hennar frá og málið hafi verið rætt við hana, en samt hafi enginn hjálpað henni, en ákærði hafi haldið áfram að áreita hana. Hafi hún lýst líðan sinni sem mjög slæmri á þessum tíma, þar sem hún hafi talið sér allar bjargir bannaðar.

Ákærði neitaði allri sök í málinu. Eiginkona ákærða bar fyrir dómi að hún hefði staðið stúlkuna að því í kringum mánaðamót febrúar og mars 2002 að hnupla frá sér skartgripum, ilmvatni og peningum. Ákærði og eiginkona hans báru að eftir það hafi stúlkunni verið bannað að koma á heimili þeirra nema í fylgd fullorðinna aðstandenda. Ákærði sagði ásakanir stúlkunnar hafa komið fram eftir það og væri frásögn hennar uppspuni.

Hlutverk barnaverndaryfirvalda er að tryggja öryggi barna, veita þeim stuðning og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að ofbeldi gegn þeim linni. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagðist í fréttum í gær ekki geta lagt mat á það hvort barnaverndarnefndin í Vesturbyggð hefði brugðist hlutverki sínu í tilfelli stúlkunnar, en sagði að mistök geti alltaf átt sér stað. Hann sagði að þetta tilvik yrði rannsakað og lærdómur dreginn af málinu. Ólíklegt mætti telja að einhver yrði dreginn til ábyrgðar.

hlynur@bb.is

bb.is 18.08.2003
Þriggja ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn barnungri stúlku

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli