Frétt

Fréttablaðið - rt | 19.08.2003 | 13:08Sjötugur baráttujaxl hlaut samúð sjálfstæðiskvenna

Guðmundur Halldórsson.
Guðmundur Halldórsson.
Sjötugur trillukarl í Bolungarvík hefur valdið slíku uppnámi í stjórnarsamstarfinu að annað eins hefur vart sést á farsælum og tilbreytingalitlum ferli ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það sem um er deilt er línuívilnun – illskiljanlegt orð og það sem liggur þar að baki er nauðaómerkilegt mál sem venjulega hefði mátt afgreiða á dagparti með reglugerð. Línuívilnunin er í raun aðeins rúmlega 4.000 tonna kvóti eða sem samsvarar einum ársafla togara ef miðað er við heildarafla línubáta á dagróðrum.
Því snýst málið ekki um eins gríðarlega mikla hagsmuni, eins og ætla mætti af ólgunni sem er í kringum þá ákvörðun Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra að fresta því að hrinda línuívilnuninni í framkvæmd. Öllu heldur má líta á málið sem hluta af áralöngum deilum smábátaeigenda og fulltrúa stórútgerðarinnar. Samþykktin er grundvallarmál sem breytir vígstöðunni, smábátamönnum í hag.

– – –

Því var spáð í árdaga kvótakerfisins að samþjöppun veiðiheimilda myndi setja smærri byggðarlög á vonarvöl. Þetta hefur að vissu marki komið á daginn því hvert byggðarlagið af öðru hefur þurft að sjá á bak togurum og stærri fiskiskipum. Sem dæmi má nefna að á Vestfjörðum voru togarar í hverju smáplássi. Nú er staðan sú að einungis er að finna togara á Ísafirði. Frægasta dæmið var þegar Samherji keypti frystitogarann Guðbjörgu ÍS og því lofað að hún yrði áfram gul og gerð út frá Ísafirði. Nú er að vísu gul Gugga á Ísafirði, en hún er smábátur úr plasti og stundar línuveiðar. Frystitogarinn Guðbjörg er fyrir löngu farinn frá Ísafirði. Þorpin fundu varnarleiki í stöðunni því gloppótt smábátakerfin buðu upp á að stórauka sókn smábáta. Þannig snarfjölgaði smábátum og hagur fólksins í þorpunum blómgaðist að nýju.

– – –

Hugmyndafræðin um línuívilnun kom upp og smábátamenn tóku upp baráttu fyrir henni. Stórútgerðin fór á annan endann yfir þessari hugmynd og henni var hvarvetna mótmælt af hörku.

Vestur í Bolungarvík býr Guðmundur Halldórsson, fyrrverandi togarasjómaður og núverandi trillukarl. Hann er formaður Smábátafélagsins Eldingar á Vestfjörðum og þykir hafa staðið sig vel í baráttunni. Líkt og margir smábátamenn á Vestfjörðum hefur Guðmundur lýst stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn og þá sérstaklega vegna alþingsmannanna Einars K. Guðfinnssonar og Einars Odds Kristjánssonar sem mjög hafa haldið málstað trillukarla á lofti. Guðmundur er baráttujaxl og þykir klókur þegar því er að skipta. Hann ákvað að fara með tillögu um línuívilnun inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Vegna sterkra ítaka stórútgerðarinnar í flokknum hefði sú för átt að verða mikil sneypuför.

– – –

Samúð kvenna

Fullyrt er að Guðmundur hafi náð að hreyfa við hjörtum sjálfstæðiskvenna. Mestu munaði að Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt í Reykjavík studdi tillögu hans án þess að konurnar skildu beinlínis hvað þetta orð, línuívilnun, þýddi. Af sömu söguskýrendum er þessu lýst þannig að þessi aldurhnigni trillukarl að vestan, sem hélt á krumpaðri tillögu sem átti að bæta hag landsbyggðarinnar, hafi vakið upp samúðarbylgju sem orðið hafi til þess að flokkur einkaframtaksins samþykkti að taka upp línuívilnun, þvert á vilja útgerðaraðalsins og stefnu flokksins. „Tekin verði upp sérstök ívilnun fyrir dagróðrabáta sem róa með línu“, segir í samþykkt flokksins.

Guðmundur átti eftir að vinna fleiri sigra. Þegar núverandi ríkisstjórn komst á koppinn fór línuívilnunin inn í stefnuyfirlýsinguna og það sem fór enn meira fyrir brjóst stórútgerðarmanna var að einnig stendur til að auka byggðarkvótann. Þrátt fyrir skýra stefnuyfirlýsingu ákvað Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, að reyna að komast hjá því að úthluta aukakvóta í þágu trillukarla. Hann stillti málinu þannig upp að ef línuívilnun ætti að koma til, þá yrði að afnema byggðakvótann og skipta þannig á sléttu.

Hann boðaði Guðmund á fund í ráðuneytinu fyrir skömmu og tilkynnti honum að línuívilnun gæti ekki orðið að veruleika nema að byggðakvótinn hyrfi á móti. Þessu mun Guðmundur hafa mótmælt, en þá sagði ráðherrann honum að auðvelt væri að taka upp eitt prósent línuívilnun og komast þannig frá loforðinu. Guðmundur hafði sjálfur lýst því að krafan væri 20 prósent ívilnun á þorsk og 50 prósent á aðrar tegundir. Þessu hafði ekki verið mótmælt á landsfundinum eða í kosningabaráttunni. Guðmundur mun hafa litið þannig á að fundurinn í ráðuneytinu hefði ekki verið til annars en að bera fram hótanir og allt hans lið tók að vígbúast.


bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli