Frétt

Gunnar Smári Egilsson | 19.08.2003 | 12:09Blekkingin afhjúpast

Það er nú óðum að verða ljósara að rökstuðningur ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands fyrir innrás í Írak fyrr á þessu ári var að mestu tilbúningur sem ætlað var að friða þá sem þegar voru hlynntir innrás. Skeyti sem starfsmannastjóri Tony Blair, forsætisráðherra Breta, sendi bresku leyniþjónustunni afhjúpar þetta. Í skeytinu kemur fram að ekkert í skýrslu Blair til þingsins hafi sýnt fram á að Vesturlöndum stæði ógn af ríkisstjórn Saddams Husseins né grannríkjum Íraks. Skýrslan var samsuða sem var ekki ætlað að færa rök fyrir nauðsyn innrásar heldur til að gefa þeim sem þegar voru sannfærðir um réttmæti hennar eitthvað til að styðja sig við.
Meðal þeirra sem létu sér þetta lynda var ríkisstjórn Íslands. Hún var svo áköf í stuðningi sínum við hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta að hún lét sér þessa samsuðu duga – lýsti svo yfir stuðningi við innrásina í nafni íslensku þjóðarinnar. Af ummælum ráðherra má ráða að þeim þyki þetta ekki tiltökumál. Þeir segjast ekki hafa haft ástæðu til að efast um rökstuðning innrásarherjanna.

Það er skrítið þar sem allan þann tíma sem innrásin var undirbúin kom fram rökstudd gagnrýni á forsendur hennar. Sú gagnrýni var nær öllum kunn. Og nú er þeim að verða ljóst að þessi gagnrýni var fullkomlega réttmædd og tímabær.

Ríkisstjórnir Breta og Bandaríkjamanna blekktu vísvitandi þjóðir sínar í undirbúningnum og því miður einnig aðrar þjóðir – þar á meðal okkur Íslendinga. En skiptir þetta máli í dag? Eru ekki allir fegnir að vera lausir við Saddam, syni hans og samstarfsmenn? Íslensku ráðherrarnir rökstyðja stuðning sinn með því að svara fyrri spurningunni neitandi og þeirri seinni játandi. En innrásin í Írak gat aldrei orðið svo einfalt mál að þessi afstaða dugi.

Innrásin var upphaf borgarastyrjaldar sem ekki sér fyrir endann á. Mannfallið í í Írak heldur áfram þótt innrásinni sé lokið. Þó að innrásaherinn og margir íbúa Íraks sjái ekki eftir ríkisstjórn Saddams, fer því fjarri að Írakar sætti sig við hernám Bandaríkjamanna. Með stuðningi sínum við innrásina voru íslensk stjórnvöld einng að styðja hernám Bandaríkjanna og óumflýjanleg átök, skærur og mannfall þessu samfara. Ástandið í Írak í dag er bein afleiðing af því hversu vanhugsuð og illa ígrunduð innrásin var.

Ef ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Bretlands hefðu leyft sér að skoða ástandið í Írak og ógnina af ríkisstjórn Saddams, í stað þess að semja niðurstöðuna fyrir fram, má telja víst að þær hefðu frekar valið þá leið sem meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna vildu: Að fresta innrás, herða vopnaeftirlit og halda áfram að grafa undan stuðningi við ríkisstjórn Saddams á alþjóðavísu og innan Íraks. Það var hin skynsamlega leið þegar staðreyndir voru skoðaðar

Fréttablaðið – Gunnar Smári Egilsson ritstjóri.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli