Frétt

Múrinn - Katrín Jakobsdóttir | 19.08.2003 | 12:04Hvalirnir og fullveldið

Á sumrin er oft fátt í fréttum. Þess vegna hafa fjölmiðlar tekið hvalveiðum Íslendinga fegins hendi enda má telja þær til stórfrétta. Í gær mátti heyra og sjá ljósvakamiðla greina frá því að fyrsta hrefnan væri veidd en hafði aðdragandinn þá verið langur. Þrír bátar lögðu úr höfn um helgina og hafa fjölmiðlar frá ýmsum löndum fylgt þeim eftir til að mynda veiðarnar. Hafrannsóknastofnun ákvað hins vegar að leggja blátt bann við að myndatökum og því hafa hvalveiðibátarnir reynt að stinga fjölmiðlana af. Allt er þetta spennandi fréttaefni enda minnir þetta einna helst á gamansama hasarmynd.
Á meðan lætin standa yfir gleymast kannski aðrir þættir umræðunnar sem vert er að nefna hér. Fyrir mörgum hafa hvalveiðarnar verið einhvers konar tákn um fullveldi Íslendinga enda vorum við skikkuð til að hætta veiðum á sínum tíma. Íslendingar hafa átt í mikilli baráttu innan Alþjóðahvalveiðiráðsins og hafa sumir íslenskir ráðamenn lýst því sem sérlegum ofsækjanda Íslendinga.

Hvalveiðar snúast um margt ? en þær snúast ekki um fullveldi Íslendinga. Að segja að útlendingar megi ekki skipta sér af hvalveiðum okkar hlýtur þá að fela í sér að útlendingar eigi heldur ekki að skipta sér af mengunarkvóta okkar eða annarri hegðun okkar. Ef við viljum láta taka okkur alvarlega í alþjóðlegu samstarfi verðum við um leið að átta okkur á því að rétt eins og við höfum skoðun á kjarnorkuverum Breta ? en norræn stjórnvöld hafa harðlega mótmælt losun geislavirkra efna í hafið ? geta aðrar þjóðir haft skoðun á umhverfishegðun okkar og það hefur ekkert með fullveldið að gera.

Hins vegar má svo ræða þessi umhverfislegu rök. Sumir telja að hvalastofninn hafi stækkað óeðlilega og hafi þar af leiðandi neikvæð áhrif á vistkerfið ? á mannamáli heitir þetta að hvölum hafi fjölgað mikið og þeir éti þar af leiðandi mjög mikinn fisk sem spillir veiðum okkar Íslendinga. Aðrir telja fjölgun í hvalastofninum innan eðlilegra marka og telja ósannað að hún hafi neikvæð áhrif á vistkerfið. Þetta er erfitt að ræða án sérfræðilegrar þekkingar.

Önnur rök eru þau að veiðarnar séu ómannúðlegar; dýrin þjáist mikið sem sé ósiðlegt og óverjandi. Með sömu rökum má vera á móti allri slátrun spendýra sem margir umhverfisverndarsinnar eru en telja má að sé nokkuð öfgakennt viðhorf, ekki síst vegna þess að það umbyltir öllum hugmyndum sem meirihluti mannkyns hefur um sjálft sig sem alætu. Þetta er þó viðhorf sem vel má ræða.

Þriðju rökin eru þau efnahagslegu. Margir hafa spurt hvort með hvalveiðum sé verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Hvalaskoðun hefur notið sívaxandi vinsælda meðal ferðamanna og í fréttum Ríkisútvarpsins í gær var t.a.m. rætt við forstjóra ferðaskrifstofu sem upplýsti að af þeim 13.000 ferðamönnum sem hann flytti til Íslands færu 12.000 í hvalaskoðun, jafnmargir og færu að skoða Gullfoss og Geysi. Hvalaskoðarar fullyrða að ekki fari saman að skoða hvali og veiða þá og vísa þá til reynslu annarra þjóða. Þetta eru býsna sannfærandi rök og hefði mátt skoða þetta mál mun betur áður en ráðist var í veiðarnar.

Hrátt hvalkjöt, framreitt á japanskan máta, er býsna góður matur fyrir sælkera, og ekki er laust við að maður óski þess að allt gæti farið saman; skynsamleg og mjög hófleg nýting, mannúðleg slátrun og hvalaskoðun. Ef svo er ekki er hins vegar vafasamt að fara af stað með veiðarnar og spilla þannig atvinnugrein í blóma eins og hvalaskoðunin er. Sérstaklega ekki á þeim forsendum að þær tryggi sjálfstæði Íslendinga á einhvern hátt.

kj

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli