Frétt

mbl.is | 18.08.2003 | 08:15Skagamenn stukku upp í fjórða sætið

Fyrri hálfleikur var afskaplega dapur og knattspyrnan ótrúlega stórkarlaleg. Sendingar voru oft á tíðum út í bláinn og ekkert sem benti til þess að mörk yrðu skoruð í leiknum því liðunum tókst ekki að skapa sér nein færi. Menn börðust þó hart en oft meira af kappi en forsjá. Áhorfendur voru að búa sig undir það að ganga sársvekktir til leikhlés þegar fyrsta marktækifærið og um leið fyrsta markið leit dagsins ljós. Dean Martin kom heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins og ekki slæmt fyrir KA að fara í leikhléið marki yfir.
Allt annað og betra var á boðstólnum í seinni hálfleik, að minnsta kosti á köflum. KA-menn fengu óskabyrjun og Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson skoraði strax á 46. mínútu. Ekki slæm nýting að skora tvö mörk úr þeim tveimur færum sem liðið hafði fengið. Skömmu síðar mátti litlu muna að Pálmi Rafn Pálmason skoraði þriðja mark KA eftir misheppnaða sendingu Þórðar markvarðar Þórðarsonar fram völlinn.

Fyrsta færi Skagamanna leit dagsins ljós á 49. mín. eftir snarpa sókn þegar Baldur Aðalsteinsson sendi knöttinn inn á Kristian Gade Jörgensen en skot hans var laflaust. Á 52. mín. taldi Eyjólfur Ólafsson dómari að Ronnie Hartvig hefði brotið á Baldri í vítateig KA og dæmdi vítaspyrnu sem Stefán Þór Þórðarson skoraði úr. Staðan því 2:1 og við þetta hresstust Skagamenn og bæði Stefán og Baldur áttu skot að marki næstu mínúturnar. KA fékk líka færi þegar Ronnie Hartvig skallaði að marki ÍA eftir hornspyrnu á 66. mín. en Þórður varði.

Um þetta leyti komi Garðar B. Gunnlaugsson inn á sem varamaður í lið ÍA og hann hleypti lífi í sóknarleik liðsins. Það tók hann aðeins tvær mínútur að finna netmöskvana og jafna leikinn, 2:2. KA-menn nöguðu sig í handarbökin yfir að hafa tapað forskotinu niður og ekki birti yfir þeim þegar Kári Steinn Reynisson kom Skagamönnum yfir á 76. mín. eftir klúður í vörn KA.

Síðustu mínúturnar lögðu heimamenn allt kapp á að jafna leikinn. Þorvaldur Örlygsson átti gott skot á 82. mín. sem fór rétt fram hjá marki Skagamanna. Á 88. mínútu voru KA-menn næstum búnir að jafna þegar Reynir Leósson bjargaði skoti Þorvalds Makans Sigbjörnssonar á marklínu. Síðasta færið kom rétt áður en flautað var til leiksloka, Þorvaldur Makan sendi fyrir á Jóhann Helgason sem skaut framhjá af markteig. Skagamenn fögnuðu því sigri en KA-menn gengu niðurlútir af leikvelli.

Sennilega hefði ekki verið ósanngjarnt að liðin hefðu skilið jöfn ef miðað er við gang leiksins en í mikilvægum leik sem þessum er ekki spilað upp á jafntefli. Leikmenn ÍA börðust vel eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og uppskáru þrjú mörk, sem er vel að verki staðið. Að sama skapi grátlegt fyrir KA að glutra leiknum svona niður.

mbl.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli