Frétt

bb.is | 15.08.2003 | 16:26305 skip á Vestfjörðum með 6,4 milljarða króna aflaverðmæti 2002

Flaggskip Vestfirðinga, frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270.
Flaggskip Vestfirðinga, frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270.
Á síðasta ári voru 305 fiskiskip skráð á Vestfjörðum. Samanlagður afli þeirra var tæp 53 þúsund tonn og aflaverðmætið liðlega 6,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í Útvegi 2002, ársriti Hagstofunnar um sjávarútveg, sem stofnunin birti á heimasíðu sinni í morgun. Flest skipanna voru smábátar í krókaaflahámarkskerfinu eða 130. Afli þeirra var 17.521 tonn að verðmæti 1.948 milljónir króna. Smábátar með sóknardaga voru 82 en afli þeirra var 9.797 tonn að verðmæti 483 milljónir króna. Smábátar með aflamark voru 44 og veiddu 2.501 tonn að verðmæti 274 milljónir króna. Skip með aflamark voru jafnmörg og var afli þeirra 14.654 tonn að verðmæti 1.775 milljónir króna. Fimm togarar voru skráðir á Vestfjörðum á síðasta á ári, allir gerðir út af Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf. í Hnífsdal. Afli þeirra var 14.473 tonn að verðmæti 1.945 milljóna króna.
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, frystitogari Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal, skilaði mestu aflaverðmæti íslenskra bolfisktogara á síðasta ári eða 1.082 milljónum króna. Heildarafli Júlíusar á síðasta ári var um 6.400 tonn.

Athygli vekur að aflaverðmæti togara og krókaaflahámarksbáta á Vestfjörðum er nánast það sama eða um 30% af heildaraflaverðmæti fjórðungsins í hvorum flokki. Bátarnir lönduðu hins vegar um þrjú þúsund tonnum meiri afla. Skip með aflamark skaffa litlu minna en fyrrnefndir útgerðarflokkar eða 27% aflaverðmætisins en veiða álíka magn og togararnir. Samtals skaffa þessir þrír útgerðarflokkar 88% aflaverðmætis vestfirskra skipa.

Af einstökum landshlutum voru fæstir togarar gerðir út frá Vestfjörðum eða 5 eins og áður sagði, en langflestir frá Norðurlandi eystra eða 24. Á landinu öllu voru gerð út 1.606 skip á síðasta ári og lönduðu þau 2,1 milljón tonna afla að verðmæti liðlega 77 milljarðar króna.

Tæplega fimmti hver bátur á landinu var skráður á Vestfjörðum á síðasta ári. Öfluðu þeir tæplega 2,5% af heildarafla landsmanna en færðu á land tæplega 8,4% aflaverðmætisins. Það er næstminnsta aflaverðmætið af fjórðungum landsins. Norðurland vestra rekur lestina með tæplega 4,5% en langmestu aflaverðmæti er skilað á land á Norðurlandi eystra, 16,7 milljörðum króna eða tæpum 22% af heildaraflaverðmæti á landinu.

kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli