Frétt

Múrinn - Sverrir Jakobsson | 15.08.2003 | 15:43Frumkvæðis er þörf í öryggismálum

Að einu leyti er sýn Björns Bjarnasonar á öryggismál Íslendinga fyllilega rétt, hann vill að Íslendingar taki frumkvæði í þessum málum og móti stefnuna í samræmi við eigin hagsmuni. Um hitt má deila, hverjir hagsmunir Íslendinga séu og hvernig þeirra verði best gætt. Ríkisstjórn Íslands hefur kosið að fara aðra leið og þá sömu og fyrri ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar, að eiga ekkert frumkvæði í þessum málum og bíða þess hvernig vindar blási frá Washington. Haldreipið þar á að vera nátttröll frá 1951, varnarsamningurinn sem gerður var að bandarísku frumkvæði og til að tryggja hagsmuni Bandaríkjamanna í Evrópu.
Núna þurfa Bandaríkjamenn ekki á honum að halda en þá er skyndilega búið að skapa öryggisþörf hjá íslenskum ráðamönnum. Þeir ímynda sér að mikil ógn steðji að Íslendingum ef ekki eru til öryggisþotur til að gæta okkar. Þessi öryggisþörf er svo mikil nýsmíð að hún var ekki fyrir hendi á dögum Kalda stríðsins. Þá datt ráðamönnum ekki í hug að telja Íslendingum trú um að árás væri á næsta leiti, heldur átti herstöðin fyrst og fremst að vera framlag okkar til Atlantshafsbandalagsins og til að skapa jafnvægi í heiminum svo að „rauða hættan“ flæddi ekki yfir Evrópu.

En nú er öryggi okkar skyndilega ógnað. Ekki er það vegna hryðjuverkamanna eða árása á Bandaríkin 11. september 2001. Þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Halldór Ásgrímsson voru þá búnir að fara margar betliferðir til Washington til að fá að hafa herinn áfram. Stríð Bushstjórnarinnar sem háð er vegna átyllu hryðjuverkaógnarinnar hefur engu breytt fyrir stefnu íslenskra ráðamanna.

Líklegasta skýringin er sú að hér sé á ferð óöryggi og ótti við breytingar. Íslenskum ráðamönnum hefur liðið vel í félagskap einkennisklæddra herforingja og finnst gaman að leika „stóra strákinn“ á alþjóðavettvangi, þegar þarf að tugta til fátækar þjóðir og sýna nýjustu hertækni Natóríkja. Sjálfsmynd íslenskra hægrimanna hefur falist í því að vera í náðinni hjá Kananum, svo einfalt er það. Svo er það auðvitað ekki verra að hann skuli borga með sér en það höfðar þó fyrst og fremst til framsóknarmanna og krata. Sjálfstæðismenn eru hafnir yfir að hugsa um krónur og aura í þessu samhengi.

Þetta er ekki einsdæmi, enda eru íhaldsmenn alltaf hræddir við breytingar og hið óþekkta. Og umfram allt eru þeir hræddir við fátækt og jafnvel litað fólk sem ætlar kannski að koma og taka peningana frá þeim. Sá ótti er stundum handan allrar skynsemi og á því þrífst sá hluti ríkisstarfsmanna sem sér um öryggismál í vestrænum ríkjum. Þar reynast menn sem annars tala fjálglega um lágmarksríki og nauðsyn þess að fara vel með fé skattgreiðenda tilbúnir að moka fjármunum í ríkisbáknið og spyrja sem fæstra spurninga um það hvernig þeim er varið. Og þeir sem sjá um öryggismál njóta þeirrar friðhelgi umfram aðra opinbera starfsmenn að þeir geta endalaust varið sig með leynd sem sé nauðsynleg fyrir „öryggi ríkisins“.

Þeir sem hafa það verkefni að eyða fjármunum ríkja í her- og öryggismál eru í eðli sínu eins og tryggingasölumenn. Engar aðrar opinberar stofnanir komast upp með að stunda jafn litla starfsemi og vinna jafn lítið gagn fyrir peninganna sem til þeirra er varið. Lifibrauð þeirra er óttinn við hið óþekkta, hugsanlega ógn sem birtist svo ekki í 50 ár eða 100 ár en samt þarft alltaf að vera viðbúinn. Svo eru framleidd hergögn sem aldrei eru notuð en fljótlega þarf að kaupa ný og betri og þá má henda hinum ónotuðum eða selja þau til harðstjóra í þriðja heiminum. Þar með má jafnvel slá tvær flugur í einu höggi, ef harðstjórinn reynist svo „ný ógn“ sem má nota til að rökstyðja enn meiri hergagnaframleiðslu.

Í Bandaríkjunum verjast margir þessari utanaðkomandi ógn sem einstaklingar og ganga um þungvopnaðir. Þar eru yfir 10.000 manns skotnir á ári, sem er margfalt á við það sem tíðkast í öðrum vestrænum ríkjum. Hinn mikli varnarvígbúnaður veldur því að margfalt fleiri láta lífið, en ekki virðist neinn þeirra „sérfræðinga“ sem kallaðir eru til að fjalla um öryggismál koma auga á neitt samhengi þar á milli.

En hverjar eru svo öryggisþarfirnar? Gegn hverju þurfum við Íslendingar að verjast? Jú, við þurfum auðvitað að verjast náttúruöflum og veiðiþjófum. Til þess höfum við Almannavarnir og Landhelgisgæslu. Eflaust liði einhverjum betur ef hægt er að kalla þetta her og helst björgunarsveitirnar líka. Það er þó mesti misskilningur. Starfsmenn Almannavarna, Landhelgisgæslu eða björgunarsveita ganga nefnilega ekki vopnaðir. Þeirra hlutverk er að bjarga mannslífum, ekki að drepa fólk. Og á því er grundvallarmunur.

Sú ógn sem sumir virðast halda að séu raunhæf rök fyrir

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli