Frétt

Fréttablaðið | 15.08.2003 | 13:02Glatað fé: Kristina Logos liggur og ryðgar niður í Bolungarvík

Kristina Logos við bryggju í Bolungarvík. Mynd: Fréttablaðið / Roland Smelt.
Kristina Logos við bryggju í Bolungarvík. Mynd: Fréttablaðið / Roland Smelt.
Togarinn Kristina Logos, sem nú liggur og ryðgar niður í höfninni í Bolungarvík, var nýlega seldur á uppboði og nemur tap Byggðastofnunar vegna þess rúmlega 20 milljónum króna. Forsaga málsins var ósk Ísrúss ehf., útgerðarfélags skipsins, um lán frá Byggðastofnun til fjárhagslegrar endurskipulagningar, eins og það var orðað á fundi stjórnarmanna Byggðastofnunar. Lánið var samþykkt þrátt fyrir mótbárur þáverandi forstjóra Byggðastofnunar, Guðmundar Malmquist, sem og annarra aðila. Rök Guðmundar voru þau að lánið bryti í bága við reglur stofnunarinnar, meðal annars vegna þess að tryggingar væru ófullnægjandi, ómögulegt væri að ganga að veðinu þar sem togarinn væri skráður erlendis og að áhætta færi yfir 50%, sem var hámark áhættu sem Byggðastofnun tók á þeim tíma.
Lánið var engu að síður samþykkt af stjórn sjóðsins en Guðmundur ákvað í samráði við Ríkisendurskoðun að greiða einungis tíu milljónir í stað þeirra 20 sem áður hafði verið samþykkt að greiða. Skömmu síðar tók Kristinn H. Gunnarsson við stól stjórnarformanns í Byggðastofnun og stuttu seinna var allt lánið, alls 20 milljónir, afgreitt til Ísrúss ehf., fyrirtækis í eigu Magnúsar Reynis Guðmundssonar á Ísafirði.

„Þetta var atvinnuskapandi á meðan það gekk“, sagði Magnús Reynir við Fréttablaðið. „Skipið var á veiðum erlendis en allur afli kom að landi hér á Íslandi og það var ekkert rangt við það að sækja um lán hjá Byggðastofnun. Svo urðum við fyrir því áfalli að vélin bilaði og kaupa þurfti nýja vél. Það má segja að það hafi farið með okkur.“

Togarinn var sleginn Olís á uppboði í júní fyrir 30 milljónir á fyrsta veðrétti. Starfsmenn Byggðastofnunar vissu ekki af sölu togarans þegar Fréttablaðið bar þetta undir þá. „Þetta staðfestir það sem maður hefur ímyndað sér, að þessi krafa sé töpuð“, sagði Aðalsteinn Þorsteinsson, núverandi forstjóri Byggðastofnunar. „Reyndar getur verið að útgerðin eigi einhverjar eignir upp í skuldir en það eru aðrir veðhafar með 70 milljónir á undan okkur og mjög ólíklegt að eitthvað fáist upp í kröfur.“ Hjá Olís fengust þær upplýsingar að kaupin á skipinu hefðu eingöngu verið til þess fallin að vernda hagsmuni Olís og til standi að selja skipið aftur sem fyrst.

albert@frettabladid.is


Ábyrgðin er hjá forstjóra
– segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar


„Það var búið að ákveða þetta þegar ég kom að þessu starfi“, sagði Kristinn H. Gunnarsson, en hann tók við stjórnarformennsku þegar málið var í afgreiðslu hjá Byggðastofnun. „Það er einn aðili sem ber ábyrgð á lánaafgreiðslum sjóðsins og það er forstjórinn sjálfur. Stjórnarmenn bera enga fjárhagslega ábyrgð og hafa aldrei gert.“

Kristinn segir að menn verði að gera sér grein fyrir því að flestar lánveitingar Byggðastofnunar séu áhættufjárfesting. „Ég kom hvergi að málum þegar stjórnin ákvað að veita lánið og forstjórinn tók ákvörðun um að greiða það svo út. Minn þáttur var eingöngu sá að gera forstjóra ljóst að lánið þyrfti að greiða út vegna þess að öllum skilyrðum hafði verið fullnægt.“


Kemur mér ekki á óvart
– segir Guðmundur Malmquist, fyrrverandi forstjóri Byggðastofnunar


„Það var búið að liggja fyrir lengi að þetta yrðu endalok þessa máls og kemur mér ekki á óvart“, sagði Guðmundur Malmquist, fyrrverandi forstjóri Byggðastofnunar, um mál togarans Kristina Logos. „Þetta reyndist eigendum togarans erfið útgerð, sérstaklega eftir að vélin fór skömmu eftir að veiðar hófust. Þá má segja að þetta hafi verið búið þar sem slíkt er afar kostnaðarsamt fyrir litla útgerð.“

Guðmundur segir að lög um Byggðasjóð hafi breyst á meðan þetta mál var til skoðunar hjá stofnuninni. „Völd og ábyrgð mín sem forstjóra breyttust og eftir að hafa ráðfært mig við Ríkisendurskoðanda taldi ég mér ekki fært annað en að greiða þetta lán út.“

– Meira um þetta mál í Fréttablaðinu í dag.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli