Frétt

bb.is | 15.08.2003 | 11:20Þórólfur Halldórsson: Við látum ekki bjóða okkur þetta lengur

Kortið sýnir leiðirnar sem Vegagerðin fjallar um í skýrslu sinni. Mynd: vegagerdin.is
Kortið sýnir leiðirnar sem Vegagerðin fjallar um í skýrslu sinni. Mynd: vegagerdin.is
Þórólfur Halldórsson sýslumaður á Patreksfirði, formaður samgöngunefndar sveitarfélaganna í Barðastrandarsýslu, er mjög harðorður í garð Vegagerðarinnar vegna tillagna hennar um nýlagningu og endurlagningu Vestfjarðavegar í Austur-Barðastrandarsýslu sem fram komu í byrjun þessa mánaðar. Um er að ræða leiðina milli Þórisstaða í vestanverðum Þorskafirði og Eyrar í Kollafirði. „Við látum ekki bjóða okkur þetta lengur“, sagði Þórólfur í samtali við bb.is. Hann segir að fyrsta krafan í þessu máli sé sú, að það verði tekið úr höndum Vegagerðarinnar á Ísafirði.
Ályktanir varðandi þetta mál voru í gær og fyrradag samþykktar í öllum sveitarstjórnum í Barðastrandarsýslu, þ.e. í Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppi og Reykhólahreppi. Ályktanir þessar eru allar samhljóða og jafnframt samhljóða athugasemdum sem voru fyrst samþykktar í atvinnumálanefnd Vesturbyggðar fyrr í vikunni.

Þórólfur segir að varðandi vegaframkvæmdir á áðurgreindri leið sé um allt aðra nálgun að ræða hjá Vegagerðinni en varðandi þverun Kolgrafafjarðar og Vatnaleið á Snæfellsnesi, svo nærtæk dæmi séu tekin, og raunar varðandi allar aðrar framkvæmdir á landinu. Hann segir að í þessu tilviki hafi Vegagerðin ekki vegtæknileg rök fyrir máli sínu. Þar að auki virðist sem reynt sé að gera allt þvert gegn vilja íbúanna og sveitarstjórnanna í Barðastrandarsýslu.

Í bréfi sem Þórólfur f.h. samgöngunefndar sveitarfélaganna í Barðastrandarsýslu ritaði samgöngunefnd Alþingis og þingmönnum Norðvesturkjördæmis á liðnu vori segir m.a.:

„Sveitarfélögin í Barðastrandarsýslu hafa árum saman lagt áherslu á að lega vegarins verði í samræmi við svæðisskipulag fyrir Reykhólahrepp, sem vinna hófst við árið 1994 og staðfest var af umhverfisráðherra í janúar 1996. Það er jafnframt sú leið sem gert er ráð fyrir í samgönguáætlun Fjórðungsþings Vestfirðinga frá árinu 1997, sem enn er í gildi. Í vinnugögnum Vegagerðarinnar um leiðir um Austur-Barðastrandarsýslu er leiðin nefnd leið B.

Það vegstæði sem hér um ræðir er að öllu leyti á láglendi og styttir núverandi veg um 22,2 km og tekur af tvo fjallvegi, um Ódrjúgsháls og Hjallaháls, sem eru miklir farartálmar, sérstaklega að vetrarlagi. Leiðin liggur þvert yfir Þorskafjörð um svokallaðan Ytri-Vaðal frá Kinnarstöðum til Þórisstaða og þaðan út Hallsteinsnes og yfir mynni Djúpafjarðar í Grónes og áfram yfir mynni Gufufjarðar í Melanes.

Sveitarstjórnirnar leggja áherslu á að verkinu verði skipt í tvo áfanga. Fyrri áfanginn verði þverun Þorskafjarðar, sem einn og sér styttir núverandi veg um 9,5 km og nýtist strax. Seinni áfanginn verði lagning vegarins út Hallsteinsnes og vestur í Melanes. Þar sem síðari áfanginn er fyrirsjáanlega það kostnaðarsamur, að gera verður ráð fyrir að allmörg ár líði þar til honum yrði að fullu lokið, er lögð áhersla á að vegurinn um Ódrjúgsháls austanverðan verði lagfærður fljótlega, þannig að unnt verði að halda honum opnum árið um kring.

Það er eindregin ósk sveitarfélaganna í Barðastrandarsýslu, Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps og Reykhólahrepps, að samgöngunefnd Alþingis og Alþingi sjálft geti þessa leiðarvals og áfangaskiptingar nú við afgreiðslu þingsályktunar um samgönguáætlun.“

hlynur@bb.is

Drög að tillögum Vegagerðarinnar – pdf-skjal og kort

bb.is 15.08.2003
Gerðar verði nýjar tillögur um vegi og ekki af Vegagerðinni á Ísafirði

bb.is 07.08.2003
Fallið frá þverun Þorskafjarðar og jarðgöngum úr Gufudal í Kollafjörð

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli