Frétt

Kreml - Hreinn Hreinsson | 13.08.2003 | 10:59Hví ætti fjármálaráðherra ekki að renna fyrir lax í boði Kaupþings?

Í fyrrakvöld var flutt frétt (loksins) á Stöð2 þess efnis að fjármálaráðherra hefði þegið boð Kaupþings um að renna fyrir lax í á einni austur á landi. Kindarlegur kom hann fram í viðtali og sagði að hann yrði að eiga það við dómgreind sína hvort hann kysi að þiggja boð af þessu tagi eður ei. Um forsögu málsins er ekki vitað en það er hins vegar alkunn staðreynd að stór fyrirtæki gera mikið af því að bjóða erlendum og innlendum áhrifamönnum í pólitík og viðskiptum í lax og ýmsar aðrar ferðir sem hafa ekkert með dagleg viðskipti að gera.
Það er líka vitað hver tilgangur þessara boða er. Hann er auðvitað sá að skapa vingjarnleg tengsl manna í millum enda vitum við öll að spjall um eitt og annað yfir koníaksglasi í virðulegu veiðihúsi austur á landi er miklu afslappaðra en á skrifstofum í Reykjavík. Svo ekki sé nú talað um ýmsa formlega fundi þar sem ekkert er hægt að segja sem skiptir máli.

Margir viðskiptamenn kalla þetta „að smyrja hjólin“ og vísa til þess að tengsl sem skapast við þessar aðstæður leiða oft til afslappaðri tengsla og auðvelda mönnum að eiga samskipti á persónulegum nótum síðar meir. Þetta vita stórfyrirtækin og það er akkúrat þess vegna sem þessar ferðir eru farnar. Þau eru að búa til viðskiptavild í víðum skilningi þess orðs.

Auðvitað er það ekki svo að eftir svona ferðir hafi fyrirtækin eitthvað hreðjatak á þeim sem þáðu boðið. Auðvitað getur hver og einn notað dómgreind sína til að skilja á milli þess að fara í fríar veiðiferðir og þess að aðskilja þær alveg sínum daglegu störfum. Vissulega eru líka dæmi um annað þegar menn tapa sér í sullumbulli hagsmunatengslana og vita vart hvar eigin persóna endar og sú opinbera tekur við og öfugt. Ýmsir hafa farið flatt á þessu og er brekkusöngvarinn knái nýjasta dæmið um það þegar menn ruglast alvarlega í ríminu.

Með þessu skrifelsi er ég ekki að segja að Geir H. Haarde hafi með nokkrum hætti orðið sekur um það að láta bjóða sér í veiðiferðir og í staðinn hygla þeim sem honum buðu með einhverjum hætti. Ekkert slíkt er í spilunum og ég hef raunar það álit á Geir að hann væri ekki einn af þeim sem myndi taka þátt í þessu sullumbulli þó það kraumi kannski einhvers staðar í flokknum hans.

En jafnvel þó dómgreind fjármálaráðherra sé alveg skýr og hann sé með allt sitt á hreinu, er mál af þessu tagi til þess fallið að skapa efa, efa um það hvort að hægt sé að hafa áhrif á hans störf með einhverjum hætti. Það að taka eða taka ekki boði af þessu tagi er hrein siðferðisspurning. Jafnvel þó fjármálaráðherra sé með allt sitt á tæru eftir sem áður getur hann ekki vikist undan því að spyrja sjálfan sig eftirfarandi spurninga:

Er það siðferðilega rétt að fjármálaráðherra Íslands þiggi veiðiferð að gjöf frá viðskiptabanka á Íslandi?

Getur verið að ef svona ferð og umfjöllun fjölmiðla um hana geti orðið til þess að rýra traust fólks á mínum störfum, jafnvel þó ferðin breyti í engu samskiptum mínum við viðkomandi fyrirtæki og hafi engin áhrif á hagsmuni þess?

Hvers vegna er Kaupþing – Búnaðarbanki að bjóða í svona ferðir?

Jafnvel þó fjármálaráðherra sé með hreinan skjöld hlýtur hann að þurfa að spyrja sjálfan sig hvort sporslur af þessu tagi séu ekki of dýru verði keyptar þegar upp er staðið. Sjálfstæði stjórnmálamanna gagnvart hvers kyns hagsmunaaðilum er hornsteinn þess lýðræðis sem við iðkum hér á landi. Því verða menn að standa í báða fæturna með siðferðisgleraugun á nefinu þegar kemur að því að þiggja boð um veiðiferðir frá stórfyrirtækjum. Fjármálaráðherra á að vita betur.

– Hreinn Hreinsson.

Vefritið Kreml

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli