Frétt

bb.is | 13.08.2003 | 10:17Jónína Ó. Emilsdóttir hverfur frá Ísafirði eftir langt og farsælt starf

Jónína Ólöf Emilsdóttir.
Jónína Ólöf Emilsdóttir.
Jónína Ólöf Emilsdóttir, sem starfað hefur á mörgum sviðum skólamála á Ísafirði í tæpan aldarfjórðung, hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Hamraskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Hún er því á förum frá Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni. Jónína hóf kennslu við Gagnfræðaskólann á Ísafirði árið 1980 undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar og starfaði síðan við Grunnskóla Ísafjarðar eftir að skólar á Ísafirði voru sameinaðir árið 1985.
Hún var aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Ísafjarðar frá 1995 til 2000 og segja kunnugir að hún hafi ekki átt hvað minnstan þátt í hinum miklu framförum sem urðu í starfi skólans á þeim árum. Fyrir þremur árum réðst Jónína til Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og hefur starfað þar síðan.

„Ég fer frá Ísafirði sæl og sátt og þakklát fyrir öll þessi góðu ár. Auðvitað fylgir því söknuður að hverfa úr þessu góða samfélagi en á hinn bóginn er það öllum hollt að breyta til“, sagði Jónína þegar bb.is sló á þráðinn til hennar. Jafnframt bað hún fyrir bestu þakkir til alls samstarfsfólksins á Ísafirði á liðnum árum og áratugum.

Á árunum 1986 til 1993 var Jónína í hálfu starfi á Fræðsluskrifstofu Vestfjarða á móti hálfu starfi við Grunnskóla Ísafjarðar. Á þeim tíma stjórnaði hún meðal annars starfsleikninámi fyrir leiðbeinendur og kennara á Vestfjörðum, en það ýtti mjög undir að leiðbeinendur færu í fjarnám til að afla sér kennsluréttinda. Þess má einnig geta, að Jónína var á sínum tíma fengin til að koma á fót starfsnáms- og matartæknibraut við Framhaldsskóla Vestfjarða, eins og Menntaskólinn á Ísafirði hét um skeið.

Vegna brottflutningsins hefur Jónína beðist lausnar úr umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar. Á fundi bæjarráðs í fyrrakvöld voru henni þökkuð vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ.

hlynur@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli