Frétt

Stakkur 32. tbl. 2003 | 13.08.2003 | 09:32Dæmt, deilt og drottnað í sjávarútvegi

Nýtt fiskveiðiár er að hefjast og nokkur tíðindi uppi, ekki síst á Vestfjörðum. Deilt er harkalega um línuívilnun, sem sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að taki ekki gildi á næsta fiskveiðiári, heldur verði að bíða rúmt ár. Ber hann fyrir sig lagaumhverfinu, nokkurra breytinga sé þörf til þess að kleift verði að koma því á. Trillukarlar á Vestfjörðum hafa enga þolinmæði til biðarinnar og hafa talað digurbarkalega og minnt á þá staðreynd að þingmenn Vestfirðinga kynnu að eiga þann kost að fella ríkisstjórnina. Óvíst er að þessi málflutningur skili nokkrum árangri.

Það kom reyndar fram í fjölmiðlum hjá formanni sjávarútvegsnefndar Alþingis, Árna Ragnari Árnasyni, sem að sjálfsögðu er Vestfirðingur, að auðvitað yrði staðið við loforðið um línuívilnun, en ekki á brátt byrjandi fiskveiðiári. Hann svaraði því óyfirdregið að auðvitað væri fólgin mismunun í því að veita línuívilnunina, en hið sama gilti að sjálfsögðu um byggðakvótann. Árni Ragnar minnti einnig á að kvóti þeirra útgerða og útgerðamanna, sem hafa átt hann, eða öllu heldur haft afnot af honum, hefur verið skertur verulega með stjórnvaldsákvörðunum undanfarin ár. Með byggðakvóta og línuívilnun sé komið í veg fyrir að aukning hans nú skili sér aftur til þeirra sem hafa annað hvort eignast hann við upphaf núverandi fiskveiðistjórnunar fyrir nærri tveimur áratugum eða keypt hann til sín. Samkvæmt því má ætla að jafnræðisreglan sé brotin með línuívilnun.

Þá er komið að Magnúsi Þór Hafsteinssyni, sem einnig er alþingismaður Suðurkjördæmis líkt og Árni Ragnar. Hann er nefnilega eitt af lykilvitnunum í máli ákæruvaldsins gegn Níelsi Adolf Ársælssyni skipstjóra og útgerðarmanni á Tálknafirði, sem dæmdur var í milljón króna sekt og 300.000 króna málskostnað fyrir að hafa sannanlega kastað 53 fiskum fyrir borð, eins og sýnt var í fréttatíma Sjónvarpsins 8. nóvember 2001. Fyrir Héraðsdómi Vestfjarða bar vitnið Friðjófur Helgason myndatökumaður, að Magnús Þór Hafsteinsson, þáverandi fréttamaður, hefði hringt í sig til þess að upplýsa um skipstjóra sem væri reiðubúin að láta mynda brottkast afla. Dómurinn segir skýrustu söguna af því er gerðist og hvernig eftirleikurinn varð. Hann varð á þá lund að hver fiskur sem sannanlega var kastað fyrir borð kostar 24.528,30 krónur og þætti dýrt einhvers staðar. Sennilega væri ódýrara að kaupa sér laxveiði í vestfirskum ám og veiða nokkra laxa, sem yrðu ódýrari en þessir þorskar.

Mesta athygli vekja þó viðbrögð alþingismannsins, sem var upphafsmaðurinn að því að sanna brottkast afla og elur nú sérstaka önn fyrir línuívilnuninni, svo sem einng kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku er hann, ef til vill með réttu, gagnrýndi brigsluð loforð. En alþingismaðurinn nýkjörni lýsti því fjálglega yfir að hann ætlaðist til þess að Tálknfirðingurinn árfýjaði dóminum, því þessi dómur væri að sjálfsögðu mannréttindabrot. Vænta má góðs frá þingmanni, sem skipar sér strax í hóp með söngvaranum og fyrrverandi þingmanninum, er sendi yfirvöldum tóninn á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Væri ekki þingmönnum nær að kynna sér lögin og leita leiða til úrbóta á starfsvettvangi sínum, Alþingi þar sem höndlað er um löggjafarvaldið?


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli