Frétt

Fréttablaðið - Jón Magnússon | 13.08.2003 | 09:11Að eiga fjölmiðil

Sú saga er sögð af karli á Akranesi, að hann átti vin sem var fjármálaráðherra og keypti jafnan af karlinum kartöflur á haustin. Fjármálaráðherrann komst síðan að því að karlinn seldi honum pokann af kartöflum fimm krónum dýrara en öðrum, sem voru miklir peningar á þeim tíma. Fjármálaráðherrann spurði karlinn hvernig á því stæði að hann seldi sér kartöflurnar dýrar en öðrum og karlinn svaraði: „Til hvers er að eiga vini ef maður græðir ekkert á þeim?“
Fjórða valdið

Á tyllidögum hafa ýmsir kallað fjölmiðla fjórða valdið og vísa þá til skiptingar ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald, en fjölmiðlar komi þá til viðbótar sem fari með mikilvægt þjóðfélagsvald. Þegar ég var að alast upp voru dagblöðin í eigu stjórnmálaflokkanna. Sumir töldu þá mikilvægt að kaupa öll dagblöðin, sem voru 5, til að fá heildaryfirlit yfir það sem var að gerast í þjóðfélaginu. Öllum var ljóst að hver flokkur breiddi yfir vondu málin hjá sér og sínum mönnum.

Síðan fór þetta að breytast. Fram komu dagblöð sem sögðust vera frjáls og óháð og bylting ljósvakamiðlunar varð að veruleika. Eftir þetta hefur fólk síður verið á varðbergi gagnvart fjölmiðlum eins og var í tíð gömlu flokksblaðanna en þá vissu menn hvenær líklegt væri að fjölmiðillinn væri ómálefnalegur en nú þegar fjölmiðlar eru „frjálsir og óháðir“ liggur það ekki eins ljóst fyrir.

Fyrir allmörgum árum las ég bók sem fjallaði um það hvernig leyniþjónusta Sovétríkjanna reyndi að hafa áhrif á fréttamenn. Ekki með því að stýra hvað þeir skrifuðu, heldur með því að reyna að vekja áhuga þeirra á öðrum fréttum og reyna að rugla mat þeirra á því hvað væru mikilvægar fréttir og hverjar ekki þannig að fréttir sem komu Sovétríkjunum illa lentu í ruslatunnunni og þær voru aldrei birtar. Þögn fréttamiðla er iðulega verri en rangfærslur. Með því að birta ekki fréttir eða beita fréttamati með þeim hætti að óhreinu börnin hennar Evu séu ekki sýnd er verið að svíkja frjálsa hlutlæga fréttamennsku.

Margir hafa velt fyrir sér með hvaða hætti best sé að hafa aðhald að fjölmiðlum. Fjölmiðlamenn eru ekki kosnir og það er engin hlutlæg gagnrýni til í landinu á fjölmiðla. Mér hefur stundum dottið í hug að það væri nauðsynlegt að hópur valinkunns sómafólks sem fylgist vel með fréttum og er vel inni í þjóðfélagsmálum tæki að sér að gegna því hlutverki að gagnrýna fjölmiðla reglulega á hlutlægan og málefnalegan hátt. En á tímum eins og þeim sem nú ríða yfir þjóðfélagið þar sem allt er metið á altari Mammons er ólíklegt að nægjanlega margir mundu fást til slíkra sjálfboðastarfa. Eftir sem áður geta fjölmiðlar því haldið áfram að vera góðir eða lélegir, svindla eða hafa rétt við aðhaldslausir.

Veistu ef þú vin átt

Þegar eigendur fjölmiðla reyna að hafa áhrif á hvað birtist eða birtist ekki í fréttum viðkomandi fjölmiðils er um vondan hlut að ræða. Þegar fjölmiðlamenn fara eftir skipunum sem eigendurnir beina til þeirra um fréttamat gerast þeir brotlegir við óskráðar siðareglur frelsis og frjálsrar hugsunar.

Fyrir nokkrum dögum fékk fréttastjóri Stöðvar 2 tilmæli frá einum eiganda fréttamiðilsins um að birta ekki frétt um veiðiferð sem fjármálaráðherra fór í boðinn af Búnaðarbankanum og Kaupþingi. Fréttastjórinn fór að tilmælunum og braut með því trúnað við þá sem fylgjast með fréttum fjölmiðilsins. Hér er dæmi um tilraun eiganda til misnotkunar fjölmiðils. Hversu margar tilraunir hafa heppnast?

Í þessu tilviki er sama uppi á teningnum og í bókinni sem ég minntist á varðandi vinnubrögð leyniþjónustu Sovétríkjanna. Það skiptir nefnilega miklu að þegja yfir fréttum. Ég er hræddur um að allt of margir hugsi eins og karlinn á Akranesi forðum að breyttum breytanda og segi: Til hvers er að eiga fjölmiðil ef maður græðir ekkert á því?

– Jón Magnússon lögmaður skrifar í Fréttablaðið um daginn og veginn.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli