Frétt

| 16.02.2001 | 09:16Er verið að senda fólkinu skilaboð um að flytja sig um set – fara strax suður?

Þingmenn Vestfirðinga voru áberandi við utandagskrárumræðu á Alþingi í gær um málefni fiskverkafólks á landsbyggðinni. Sr. Karl V. Matthíasson þingmaður Vestfirðinga sagði algjörlega óviðunandi, að fiskverkafólk þyrfti að lifa við þær aðstæður að hægt væri að senda það heim í sextíu daga á ári á lægstu launum vegna hráefnisskorts. Sextíu dagar væru stór hluti eðlilegs vinnudagafjölda á ári hverju. „Við vitum að svona margir dagar á ári án bónuss og yfirvinnu halda fólki á bágum kjörum og þetta er alvarleg staða“, sagði hann.
„Það er orðin eyðibyggðastefna og ekkert annað, þegar heilu sjávarplássin upp á þúsundir íbúa, svo sem í Vestmannaeyjum og Bolungarvík og víðar, eru farin að drúpa höfði í þjáningu vegna fiskveiðistjórnunarstefnu íslenskra stjórnvalda“, sagði Karl.

Það sem hér er rakið kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Árni Steinar Jóhannsson var málshefjandi umræðunnar. Hann benti á að vegna samdráttar í fiskvinnslu hefðu alls 338 verið á atvinnuleysisskrá í janúar. Sú tala væri þó í raun enn hærri, því ekki væru þeir taldir með sem féllu undir svokallaða 60 daga reglu samkvæmt lögum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs. Árni Steinar velti einnig upp þeirri spurningu hvort gera mætti íslenskum fiskvinnsluhúsum án útgerðar kleift að eignast kvóta og hvernig mætti tryggja starfsöryggi fiskvinnslufólksins.

Mæltist hann til þess að sett yrði á laggirnar nefnd sem rannsakaði afleiðingar þess að stór atvinnufyrirtæki eru seld milli byggðarlaga. „Ríkisstjórnin og þar með félagsmálaráðherra hefur beitt sér fyrir aðgerðum sem veikja stöðu fiskvinnslunnar í landinu og þá sérstaklega stöðu og réttindi verkafólksins. Rýmkað hefur verið um vegna útflutnings á óunnum fiski með þeim afleiðingum að sá útflutningur hefur aukist stórlega.“

Árni sagði að ekki yrði fram hjá því litið, að reglugerð félagsmálaráðherra frá árinu 1995 hvetji fyrirtæki til þess að stöðva fiskvinnslu og velta launakostnaðinum yfir á Atvinnuleysistryggingasjóð. Velti hann því upp hvort komið hefði til tals að auka byggðakvótann eða byggðatengja með einhverjum hætti veiðiheimildir til þess að skapa sjávarbyggðum aukið öryggi

Við umræðuna töldu sumir of dökka mynd dregna upp af þessum málum. Páll Pétursson félagsmálaráðherra taldi að dregin væri upp fullsvört mynd af ástandinu og benti á atvinnuleysistölur máli sínu til stuðnings.

Einar K. Guðfinnsson, 1. þingmaður Vestfirðinga, sagði ástandið grafalvarlegt. Um væri að ræða atvinnuleysi af óþekktri stærðargráðu sem skollið hefði yfir með skelfilegum afleiðingum. „Hugsum okkur ástandið í byggðarlagi þar sem fólk hefur unnið daginn út og daginn inn að fiskvinnslu, en stendur síðan skyndilega frammi fyrir hræðilegri óvissu vegna lokunar fyrirtækja, gjaldþrota og atvinnubrests“, sagði hann.

Einar Kristinn sagði að ekki væri verið að tala um neinar smátölur í þessu sambandi. Yfir 90 manns hefðu orðið atvinnulausir á einni nóttu í Bolungarvík eftir gjaldþrot rækjuvinnslunnar Nasco, sem svaraði til um 9% af íbúafjöldanum og væri hliðstætt því að 10.000 manns væru án atvinnu í Reykjavík um þessar mundir.
Hann bætti þó við að atvinnulausum hefði fækkað í Bolungarvík af ýmsum ástæðum en eftir stæði skelfilegur vandi sem finna þyrfti lausn á til frambúðar. „Við svona aðstæður eru íslensku fiskverkafólki bjargirnar bannaðar. Atvinnulíf er fábreytt, það er ekki í önnur hús að venda og afl hins opinbera við atvinnuuppbyggingu hefur farið í það að stuðla að nýjum atvinnumöguleikum, utan landsbyggðarinnar. Það er því eðlilegt að fólki finnist við þessar aðstæður að það sé verið að senda því þau skilaboð að flytja sig um set – fara suður strax.“

Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Vestfirðinga, mótmælti þeim orðum félagsmálaráðherra, að um „heimatilbúinn vanda“ væri að ræða.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Vestfirðinga og formaður stjórnar Byggðastofnunar, ssagði að óskað hefði verið eftir aukningu byggðakvóta úr 1.500 í 3.000 tonn. Úthlutun hans hefði tekist vel og ástæða væri til þess að fikra sig áfram eftir þeirri braut sem þar var lögð. Einnig hefði stofnunin velt fyrir sér að teknir verði upp beinir styrkir til atvinnusköpunar á landsbyggðinni.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli