Frétt

Múrinn - Steinþór Heiðarsson | 12.08.2003 | 13:06Hvernig stafarðu það?

Mörgum er að líkindum enn í fersku minni þegar þáverandi þingflokksformaður Alþýðuflokksins – og síðar Samfylkingarinnar – greindi meistaralega einn stærsta þáttinn í deilunum um aðild Íslands að hernaðarbandalaginu NATO. Sem var nefnilega hversu margir hefðu illan bifur á nafninu NATO sem slíku. Höfundur kenningarinnar tengdi þessa andúð ekki að neinu leyti við eðli og athafnir NATO og var helst að skilja að vatnaskil yrðu ef það mætti framvegis kallast eitthvað annað, t.d. PLUTO.
En sá hlær best sem síðast hlær. Nú hefur þessi kenning náð fótfestu og fylgi vestur í sjálfri höfuðborg NATO.

Á fyrstu dögum árásarstríðsins gegn Írak síðastliðið vor, greindu fréttamenn frá CNN og Sydney Morning Herald frá því að Bandaríkjaher hefði varpað napalmsprengjum á landið. Talsmenn bandaríska stríðsmálaráðuneytisins vísuðu þessum fréttum alfarið á bug og sögðu herinn hafa fargað síðustu napalmsprengjunum úr vopnabúri sínu fyrir tveimur árum. Fréttirnar væru því ósannar.

Randolph Alles, ofursti í bandaríska hernum, sagði nýlega í viðtali að napalmsprengjum hefði verið varpað í tugatali á tvo staði í Írak til að greiða fyrir sókn landgönguliða í átt að Baghdad. Að sögn Alles snerust árásirnar um að ná tangarhaldi á brúm yfir Saddam-skurð og Tígrisfljót en „því miður hefði verið fólk þar“ eins og sést hefði á myndum úr stjórnklefum sprengjuflugvélanna.

Talsmenn Pentagon hafa staðfest að Bandaríkjaher hafi beitt eldsprengjum sem virki á „ótrúlega svipaðan“ hátt og napalmsprengjur. Hins vegar sé ekki jafn mikið af benzeni í nýju sprengjunum vegna þess að í þeim sé þotueldsneyti og þess vegna sé þetta ekki napalm. Hefðu fréttamenn spurt hvort slíkar sprengjur (sem þeir vissu líklega ekki að væru til) væru notaðar í stríðinu þá hefði það að sjálfsögðu verið staðfest!

Napalm-sprengjur voru fyrst smíðaðar í síðari heimsstyrjöld fyrir Bandaríkjaher sem varpaði þeim á nokkrar borgir í Japan. Æ síðan hafa þær gegnt stóru hlutverki í lofthernaði Bandaríkjanna og urðu alræmdar á dögum Víetnam-stríðsins þegar fréttamynd af nöktum börnum á flótta undan eldhafinu fékk Pulitzer-verðlaunin. Ekkert annað ríki hefur lagt viðlíka áherslu á notkun þeirra í hernaði (ef einhver skyldi halda að það sé óhjákvæmilegt í „nútímahernaði“).

Fjölmörg mannréttindasamtök hafa um langt skeið barist fyrir því að napalmsprengjur verði bannaðar með alþjóðlegum sáttmála en alþjóðalög banna ekki notkun þeirra á hernaðarleg skotmörk. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar ekki fallist á bann við því napalmsprengjum sé varpað á borgaraleg skotmörk.

Þrátt fyrir að talsmenn Pentagon vilji gera greinarmun á napalmsprengjum og nýju Mark-77 sprengjunum gera menn það ekki innan hersins. Þar ganga sprengjurnar enn undir sínu gamla nafni. Randolph Alles er ekki í neinum vafa um ástæður þess að notkun þeirra viðgengst enn í dag: „Hershöfðingjarnir elska napalmið. Það hefur svo mikil sálræn áhrif.“

sh

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli