Frétt

bb.is | 11.08.2003 | 14:48Kristín Þorkelsdóttir sýnir Myndir að vestan á Hrafnseyri

Kristín Þorkelsdóttir málar í Arnarfirði.
Kristín Þorkelsdóttir málar í Arnarfirði.
Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona sýnir í sumar 24 vatnslitamyndir í burstabæ Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Kristín sem er systir Salome Þorkelsdóttur fyrrum forseta Alþingis varð fyrst landsþekkt þegar hún rak um árabil Auglýsingastofu Kristínar. Sú venja hefur skapast að hafa á Hrafnseyri sýningar ýmissa listamanna á sumrin. Sýningu sína nefnir listakonan Myndir að vestan. Allar myndirnar eru til sölu á Hrafnseyri. Í eftirfarandi texta gerir Kristín grein fyrir tilfinningu sinni fyrir Vestfjörðum og myndunum sem hún sýnir, sem allar eiga uppruna sinn hér vestra.
Vestfirðir heilla mig. Fjaran, sjávarflöturinn og fjarðalognið. Klappirnar, þanglitirnir og æðurin með unga sína. Birtan er mjúk og heillandi, þökk sé speglinum sem umlykur svæðið og endurkastar henni á björgin, fjallshlíðarnar og brúnaþunga fjallgarðana.

Gróðursældin er í fjarðabotnunum og næðingurinn á annnesjunum, og þaðan koma veðurfréttir sem ekkert er að marka. Við ökum yfir heiði og stoppum niðri í firði og mér finnst það gott. Við endurtökum þetta oft því firðirnir eru margir og flottir og ég vil ofaní fjörð í sæluvist fjarðalognsins og mála myndir mínar þar. Eftir langan tíma og margar Vestfjarðaferðir kemur að því að samferðamaður minn vill breyta atferli okkar:

Það er logn uppá heiðum. Útsýni. Gróðurvinjar. Heiðavötn. Og ótrúleg býsn af grjóti sem er svo gamalt að það er hætt að segja frá því að við séum stödd í hrauni. Heiðarnar heilla og við látum okkur detta í hug að sofa þar uppi og myndverkast. Við stöldrum við og njótum þessa einstæða umhverfis; erum ein með sjálfum okkur og meðtökum gjafir náttúrunnar og nýjar myndir verða til. Og enn getur ferðamaðurinn fundið dýrmætt útskot uppi á heiðum og niðri í fjörðum sem sloppið hefur við uppbyggilega starfsemi vegagerðarinnar.

Ég vona sannarlega að útskotin verði aldrei aflögð vestur á fjörðum eins og alltof víða hefur gerst á landinu okkar; þess verði gætt við vegauppbyggingu að mögulegt sé að komast á vegaslóðana og gömlu vegina, þar getur ferðamaður á bíl komist í næði, notið þessa einstæða landsvæðis og staldrað við án þess að setja sig og aðra í lífshættu á þjóðveginum.

Nú er komið að mér að sýna lit – og endurgjalda gjöfular stundir á aflögðum vegaslóðum á Vestfjörðum. Í boði Hrafnseyrarnefndar sýni ég 24 „Myndir að vestan“ á Hrafnseyri. Ég vona að sem flestir Vestfirðingar skoði hana í sumar og ferðafólk líti inn á kaffistofunni í burstabænum og njóti myndanna um leið og kaffisopans.

Myndirnar að vestan á sýningu Kristínar Þorkelsdóttur á Hrafnseyri:

1. Veturlandafjall, máluð frá Selárdal í júní 2002, lokið 2003.
2. Þokukennt faðmlag – Arnarfjarðarrisarnir, máluð í Baulhúsaskriðum í júní 2002.
3. Á Dynjandisheiði, máluð á Dynjandisheiði í júní 2002.
4. Vestfirsku Alparnir, máluð við Vaðal í Arnarfirði í júní 2002.
5. Síðdegisfjara í Arnarfirði, máluð suðvestan til í Arnarfirði í júní 2002.
6. Jónsmessunæturflug blikanna, máluð í Selárdal á Jónsmessunótt 2002.
7. Jónsmessunæturdraumur, máluð í Selárdal í Arnarfirði í júní 2002.
8. Sumar í fjörunni, máluð við Sellátra í Tálknafirði í júní 2002.
9. Sumardagur í Tálknafirði, máluð við Sellátra í Tálknafirði í júní 2002.
10. Á melnum, máluð í Hænuvík í júní 2002.
11. Frá Vestfjörðum, Tálkni, máluð í Hænuvík við Patreksfjörð í júní 2002.
12. Í fjöruborðinu, máluð við Patreksfjörð í júní 2002.
13. Tálkni og kvöldblíðan..., máluð á Sellátranesi í júní 2002.
14. Vor í Bolungarvík, máluð í Bolungarvík í júní 2000.
15. Útverðir í Einarslóni, máluð við Einarslón í júlí 1999.
16. Kaldbakshorn, máluð í Kaldbaksvík á Ströndum í ágúst 1997.
17. Í blárri blíðu við Breiðafjörð, máluð við Kjálkafjörð í júlí 1997.
18. ...með björgum fram, máluð við Barm í Djúpafirði í júlí 1997.
19. Kvöld í fjörunni, máluð á Hallsteinsnesi í Djúpafirði,í júlí 1997.
20. Pensladans á Brekkufjalli, máluð í Djúpafirði í júlí 1997.
21. Í skrúðgarði fjörunnar, máluð í Guðlaugsvík á Ströndum í júlí 1997.
22. Fosshlíðar við Kaldalón, máluð við Kaldalón í ágúst 1996.
23. Þokunni léttir, máluð á Boða í Suðurfjörðum í júlí 1992.
24. Við Hvestu, máluð í Arnarfirði í júlí 1992.

hlynur@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli