Frétt

bb.is | 08.08.2003 | 16:12Níels Ársælsson skipstjóri á Bjarma BA dæmdur fyrir brottkast

Bjarmi BA.
Bjarmi BA.
Níels Adolf Ársælsson á Tálknafirði, útgerðarmaður og skipstjóri Bjarma BA, var í dag dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða til greiðslu einnar milljónar króna í sekt og til greiðslu alls sakarkostnaðar í brottkastsmálinu svokallaða. Málið höfðaði ríkislögreglustjóri með ákæru fyrir brot gegn lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, með því að ákærði sem skipstjóri á Bjarma BA „hirti ekki, landaði ekki né lét vega allan afla skipsins, í samræmi við það sem lög áskilja, í tveimur veiðiferðum þess út af Vestfjörðum laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember 2001 sem landað var í Flateyrarhöfn að veiðiferðunum loknum þar sem áhöfn þess henti að minnsta kosti 53 þorskum af afla skipsins aftur í hafið skömmu eftir veiði þeirra.“
Í fréttatíma Sjónvarpsins 8. nóvember 2001 var sýnt myndband, þar sem fiskar eru fluttir með færiböndum að rennu, sem þeir falla á og fara út um lúgu. Síðan sést á myndbandi sem tekið er ofan frá borðstokki skips, hvar fiskar falla út um lúgu á skipshlið og ofan í sjó.

Ákærði kannaðist fyrir dómi við að myndirnar hefðu verið teknar um borð í því skipi og á þeim tíma sem ákæran greindi og að hann hafi verið skipstjóri á skipinu. Hann kvað engum fiski hafa verið hent, nema vegna þess að hann væri svo sýktur af hringormi að hann væri augsýnilega ónýtur. Hafi einhverjum ósýktum fiski verið varpað fyrir borð hafi það verið andstætt fyrirmælum hans og án hans vitundar. Ákærði kvaðst hafa talið að ekki hafi nema 40 fiskum verið varpað fyrir borð en kvaðst þó ekki rengja að þeir hafi verið a.m.k. 53.

Ákærði sagði að tveir fréttamenn hefðu verið um borð í þeim tilgangi að taka myndir, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um veru þeirra þar. Aðspurður kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði skýrt það fyrir þeim að fiskinum væri hent vegna þess að hann væri sýktur.

Vitnið Magnús Þór Hafsteinsson, sem þá starfaði sem fréttamaður, kvað tildrög þess að hann og Friðþjófur Helgason myndatökumaður voru um borð hafa verið þau, að hann hafi lengi talið ólögmætt brottkast fiskjar vera vandamál í fiskveiðistjórnun á Íslandi. Skipstjórinn hafi hringt til fréttastofu og lýst þessu vandamáli og vitnið hafi haft samband við hann og orðið úr að þeir fengju að vera um borð og taka myndir af brottkasti. Vitnið kvað skipstjórann hafa sagt sér að hann hefði gefið áhöfninni fyrirmæli um að fleygja öllum fiski undir ákveðnum stærðarmörkum og sér hafi sýnst að öllum fiski undir 45 sm á lengd vera hent. Misjafnt hafi verið hve miklu var hent úr einstökum hölum, eftir því hvar verið var að veiða, en skipstjórinn hafi leitast við að veiða ekki nema stærri fisk. Hann taldi að sjálfur hafi hann séð einhverjum hundruðum fiska hent, en tók fram að hann hafi ekki fylgst með veiðunum allan tímann. Vitnið sagði að hann hefði ekki séð betur en að sá fiskur sem var hent hafi verið heill og ósýktur. Vitnið, sem er fiskifræðingur að mennt, kvaðst aldrei hafa séð merki um hringormasýkingu utan á heilum fiski.

Vitnið Friðþjófur Helgason sagði að Magnús Þór Hafsteinsson hefði hringt í sig og sagst hafa komist í kynni við skipstjóra sem vildi leyfa þeim að koma til sín og taka myndir af brottkasti. Hafi hann farið í tvær veiðiferðir og tekið upp allt að 80 mínútna myndefni, þó ekki allt af brottkasti, heldur af ýmsu öðru sem hafi borið fyrir augu. Vitnið óhlýðnaðist fyrirmælum dómsins um að hafa myndefnið með sér til sýningar í réttinum og kvaðst hafa gefið loforð um að skýra aldrei frá nafni bátsins og sýna aldrei neitt af myndefninu, umfram það sem sýnt var í ofannefndri sjónvarpsfrétt. Vitnið kvaðst ekki telja sig hafa séð hundruðum eða þúsundum fiska varpað fyrir borð, heldur hafi þar frekar verið um einhverja tugi að ræða. Þá gæti það ekki lagt mat á stærð fiska sem var fleygt.

Vitnið Hinrik Ólafsson, sem var háseti á skipinu í greindum veiðiferðum, sagði að fiski hefði verið fleygt vegna smæðar og taldi að miðað hafi verið við fisk sem var um 50 sm á lengd og smærri. Taldi vitnið að þetta hefðu verið einhver hundruð fiska. Vitnið kvaðst ekki hafa séð sýktan fisk, en einhverjum fiskum, þó ekki mörgum, hafi verið fleygt vegna skemmda.

Vitnið Örn Snævar Sveinsson, sem gegndi starfi netamanns í greindum veiðiferðum, sagði að fyrirmæli hafi verið um að fleygja þorski sem var undir 2,5 kg að þyngd, vegna þess að ekki borgaði sig að hirða hann. Vitnið kvaðst áætla að allt að 5-10 tonnum af fiski hefði verið hent með þessum hætti í veiðiferðunum tveimur. Vitnið kvaðst ekki hafa séð neinn fisk sýktan af hringormi. Hann kvaðst aðspurður telja að það geti verið að það sjáist á heilum fiski ef hann er sýktur af hringormi, helst á gömlum stórum fiski ef hann er grindhoraður.

Vitnið Brandur Einarsson var stýrimaður í greindum veiðiferðum. Vitnið kvaðst hafa unnið uppi á þilfar

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli