Frétt

Leiðari 8. tbl. 2000 | 23.02.2000 | 10:34Grundvöllur betri byggðar

Á þessum vettvangi hefur margsinnis verið á það bent að góðar samgöngur væru grundvöllur að betri byggð. Annars vegar á landsbyggðinni milli þéttbýliskjarna, sem óhjákvæmilega verður að efla ef byggð á að haldast í landinu, og nærliggjandi strjálbýlis hvers og eins þeirra; hins vegar til að tryggja greiðan aðgang þessara byggða að þjóðvegakerfinu og þar með höfuðborginni.

Enda þótt þingmenn takist enn á um vegafé af skyldurækni við kjördæmi sitt og kjósendur, virðist loks örla á nýjum vinnubrögðum yfirvalda varðandi samgöngur. Orðið langtímaáætlun er að vísu ekki nýtt af nálinni en það er nú fyrst sem segja má að það sé að fá merkingu. Nýbirtar tillögur Vegagerðarinnar þar sem fjallað er um gerð jarðganga á 24 stöðum á landinu benda til að yfirvöld séu orðin fráhverf úllendúllendoff-stefnunni í vegagerð, sem fólst í því að þingmenn mökkuðu í hliðarsölum Alþingis um nokkrar krónur í vegaspotta eða manngengar brýr í kjördæmum sínum.

Lengi vel voru jarðgöng hreint tabú hérlendis. Á meðan boruðu hinir fámennu vinir okkar og nágrannar, Færeyingar, sig í gegnum hvert fjallið á fætur öðru. Líkt og hjá okkur flestum kom þó að því að Vegagerðin náði áttum. Og það verður að segjast viðkomandi til hróss, að eftir að jarðgangatímabilið hófst af alvöru hér á landi og sýnt var að íslenskir verktakar voru fyllilega í stakk búnir til að takast á við þessi stórvirki, þá hefur ekki verið litið mikið til baka.

Í landi þar sem vart verður farið milli byggðalaga nema um fjallveg og langir firðir teygja vegina endalaust hljóta jarðgöng og brýr yfir firði að vera keppikefli. Mannvirki þessi kosta að vísu mikið fé og miklu meira en margur vegarspottinn. Á móti kemur styttra vegakerfi með miklu betri nýtingu, að ekki sé minnst á þá gífurlegu fjármuni, sem árlega er mokað burtu vetrarlangt á heiðum uppi og ýtt af vegum fyrir óbyggða firði, sem ella biðu að ósekju að vorsólin losaði um klakaböndin.

Hvort eða hvenær hugmyndir Vegagerðarinnar um jarðgöng á Vestfjörðum ná fram að ganga skal engum getum að leitt. Það sem skiptir máli í þessu tilviki, líkt og í öðrum málum sem varða framtíð fjórðungsins, er að heimamenn haldi vel á sínu, verði samstíga í hverju skrefi sem tekið verður á næstu árum og áratugum til að efla byggð á Vestfjörðum.
s.h.


bb.is | 28.09.16 | 13:25 Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með frétt Norðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli