Frétt

mbl.is | 05.08.2003 | 15:56Sjö reyndust í fimm manna bíl

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bifreið á Breiðholtsbraut á sunnudagskvöld. Í bifreiðinni voru sjö farþegar eða tveimur farþegum of mikið og þar af tvö þriggja ára börn ekki í öryggisbelti. Fram kemur í dagbók lögreglunnar í Reykjavík að verslunarmannahelgin hafi verið fremur tíðindalítil á löggæslusvæði lögreglunnar. Gott veður var um helgina og mikil straumur fólks út á land. Lögregla var með aukið umferðareftirlit á helstu leiðum að og frá borginni og á heildina litið gekk umferðin vel fyrir sig. Nokkuð var um kvartanir vegna fólks sem svaf ölvunarsvefni eða var áberandi ölvað á almannafæri og eins var á annan tug innbrota í hús og bíla.
Tilkynnt var um 23 umferðaróhöpp um helgina. Einhverjir kenndu sér eymsla en ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Tíu ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur og 38 voru teknir fyrir of hraðan akstur.

Á laugardagsmorgunn var ökumaður tekinn á 105 km hraða á Suðurlandsbraut að Grensásvegi þar sem leyfilegur hraði er 50 km/klst og rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi var ökumaður mældur á 135 km hraða á Miklubraut við Skeiðarvog þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Þessir ökumenn óku á 55 km hraða yfir leyfilegum hámarkshraða.

Umferðareftirlit var mikið um helgina. Ástand ökumanna og ökutækja var almennt gott en nokkrir ökumenn fengu tiltal þar sem þeir sáu ekki nógu vel aftur fyrir sig vegna tengivagna. Þeim var gert að kaupa spegla eða snúa við í bæinn.

Um miðjan dag á föstudag tók ökumaður sem ók vestur Grandaveg of krappa beygju með þeim afleiðingum að bifreiðin fór upp á gangstétt og hafnaði á vegg húss við Framnesveg. Ökumaður var einn í bílnum og kenndi hann sér eymsla í hálsi, baki og vinstri hendi. Óverulegt tjón varð á húsinu.

Stuttu seinna ók ökumaður á ljósastaur og girðingu við Njarðargötu og var fluttur á slysadeild með áverka á höfði og hálsi. Í kjölfar þess var gatnamótunum lokað og við það ók annar ökumaður niður akgreinamerki á umferðareyju við slysstað.

Eitt óhappið til varð síðan þegar ökumaður ók bifreið sinni á grjót við Engjasel um svipað leyti og þar sat bíllinn fastur. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Lögreglu bárust tilkynningar um ógætilegan akstur bíla fram eftir kvöldi mánudags. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir af þessum sökum og fengu þeir tiltal. Flestar þessar ábendingar höfðu með framúrakstur að gera.

Annað
Á föstudagsmorgunn var tilkynnt um skútu sem væri við það að stranda í höfninni við Bakkavör. Þegar málið var athugað kom í ljós að þarna voru þýskir ferðalangar á ferð sem höfðu fengið eitthvað í skrúfu bátsins og voru að bíða eftir fjöru til að geta hreinsað úr henni. Að öðru leyti amaði ekkert að þeim.

Um hádegi á föstudag sóttu tveir ríkisborgarar Hvíta-Rússlands um hæli á Íslandi og á svipuðum tíma var tilkynnt um þjófnað á mælitækjum sem staðsett voru við borholu í Bláfjöllum.

Síðdegis á föstudag var lögregla kölluð til vegna ágreinings hundaeigenda á hundaútivistarsvæðinu á Geirsnesi. Hundaeigandi ásakaði annan um að hafa ekið viljandi á hundinn sinn en sá síðarnefndi neitaði sök.

Seinna um kvöldið tilkynnti maður um þjófnað á bifreið en þegar farið var að skoða málið kom í ljós að ágreiningur var um eignarhald á bifreiðinni. Við leit í bifreiðinni fundust fíkniefni og áhöld til neyslu þeirra og voru tveir menn teknir til yfirheyrslu vegna þessa.

Rétt eftir miðnætti á föstudagskvöld var tilkynnt um að verið væri að sprengja flugelda í Árbæjarhverfinu. Rætt var við húsráðanda sem fyrir sprengingunum stóð en hann var að fagna fertugsafmæli sínu. Fleiri tilkynningar bárust um helgina þar sem kvartað var undan hávaða vegna flugelda og segir lögregla því við hæfi að ítreka að meðferð skotelda sé bönnuð á þessum tíma árs nema að fengnum tilskildum leyfum.

Ekki fóru allir í útilegur út á land þessa helgina. Á laugardagsnótt fékk lögreglan veður af því að nokkur ungmenni hefðu tjaldað á hringtorginu við Hagatorg og sætu þar við drykkju. Lögreglan fór á staðinn og vísaði ungmennunum í burtu.

Snemma á laugardagsmorgunn barst lögreglu tilkynning um göngumann sem komist hafði í sjálfheldu við Meðalfell. Vinir göngugarpsins náðu að koma honum til hjálpar og fluttu hann á slysadeild til læknisskoðunar.

Seinna sama morgunn var tilkynnt um kött sem læstur var inni í farangursgeymslu bifreiðar. Rætt var við eigendur kisu sem lofuðu að hleypa kettinum út.

Um svipað leyti var hringt frá safni í miðborginni og óskað aðstoðar við að ná niður torkennilegum fána sem dreginn hafði verið að húni við safnið um nóttina. Kalla þurfti

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli