Frétt

| 14.02.2001 | 14:16Að vinna eða tapa Orkubúinu?

Fyrirsögnin vísar til þess að ákveðið hefur verið að breyta Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag. Sú ákvörðun er rétt, en spurningar vakna um þann hátt sem hafður var á þegar hún var fengin fram. Í því kann að vera fólginn mikill vinningur að Orkubúið verði hlutafélag fremur en sameignarfélag ríkisins og sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Eins og fjármálasérfræðingar, sjálfskipaðir jafnt og menntaðir launamenn við þessa iðju, hafa margfaldlega tuggið ofan í þjóðina á undanförnum árum, eru möguleikar hlutafélags til nýsköpunar og framkvæmda margfaldir borið saman við sameignar- og samvinnufélög.

Nú vakna aftur spurningar, sem sveitarstjórnarmenn og fulltrúar ríkisins hafa ekki svarað, enda reyndust þeir fyrrnefndu áhugalitlir um framtíðina, og aðrir hafa ekki varpað fram fyrirspurnum um hlutverk Orkubúsins. Umræðan hefur verið rækilega lituð þeirri staðreynd að frumkvæði að breyttu rekstrarfyrirkomulagi þess hefur komið frá félagsmálaráðherra, sem einmitt er ráðherra sveitarstjórnarmála. Ekki hefur sést til ráðuneytanna tveggja, sem fara með hlut ríkisins í sameignarfélaginu, sem senn líður undir lok eftir rúmlega tveggja áratuga farsælt starf fyrir íbúa Vestfjarða.

Hvers vegna hefur félagsmálaráðherra ráðið för? Svarið er einfalt því hann ber hina stjórnskipulegu ábyrgð á eftirliti með sveitarfélögum, að þau fari að lögum í fjármálum og á því að grípa inn í störf sveitarstjórna þegar í óefni stefnir. Og það stefnir í óefni hjá ýmsum sveitarfélögum á Vestfjörðum, einkum hinum þremur stærstu og fjölmennustu, Vesturbyggð, Bolungarvík og Ísafjarðarbæ, í þessari röð talið úr verstu stöðunni.

Önnur spurning, ekki síður mikilvæg og þá svarið sömuleiðis, er sú hvernig verðið á Orkubúinu er fundið. Sveitarstjórnarmenn sumir virðast hafa leikið þann leik að eyða tali um að ástæða þeirra fyrir hlutafélagavæðingunni sé sú, að selja hlut sveitarfélagsins um leið og unnt er. Enda kom í ljós eftir undirritun eigenda á eigendafundi sameignarfélagsins Orkubús Vestfjarða, að skilyrði væri að nýta væntanlegt söluverð til þess að grynnka á skuldum vegna leiguíbúðakerfisins.

Ríkið hefur því tögl og hagldir í þessum viðskiptum við vestfirska sveitarstjórnarmenn, sem vart verður um sagt að hafi reynst þungir í taumi. En þeim hefði verið útlátalítið að segja kjósendum hreint út strax í upphafi hvert væri markmið þeirra með gerðum sínum. Ætla verður að verðið á Orkubúinu sé fundið út frá þeirri forsendu að allir haldi nú höfði, eða svo líti að minnsta kosti út fyrst um sinn. En er það svo?

Þessari spurningu er vandsvarað. Frekar verður ekki spurt nú, en þeirri hugsun varpað hér fram, að um leið og forsjá og forræði vestfirskra sveitarstjórna á Orkubúinu heyrir sögunni til verði markaðslögmálið alls ráðandi og nægir að minna á stóru orðin þegar Guðbjörg ÍS 46 var seld til Akureyrar. Þangað mun forsjá orkumála Vestfirðinga hverfa innan skamms að boði iðnaðaráðherra.

bb.is | 30.09.16 | 07:50 Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með frétt Ráðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli