Frétt

Fréttablaðið | 05.08.2003 | 13:09Skífan sökuð um skattsvik

Skattrannsóknarstjóri ríkisins telur að stungið hafi verið undan skatti nærri 22 milljóna króna launagreiðslum Skífunnar til Jóns Ólafssonar á árunum 1998 til 2000. Framkvæmdastjórinn vantaldi laun um 11,6 milljónir. Ofangreint er í nýrri skýrslu embættisins um bókhald og skattskil Skífunnar á árunum 1997 til 2001. Greiðslurnar til Jóns voru fyrir ráðgjöf og runnu til einkafélags hans á bresku Jómfrúareyjunum, Inuit Enterprise Ltd. Félagið er skráð fyrir eign Jóns í íslenskum félögum. Þá er Skífan sögð hafa greitt laun persónulegs einkaritara Jóns og iðgjöld af líftryggingu hans.
Niðurstaðan er í takt við áður fram komnar ályktanir skattrannsóknarstjóra af rannsókn á móðurfélagi Skífunnar, Norðurljósum. Jón segist skattskyldur í Bretlandi frá árinu 1998. Því hafnar skattrannsóknarstjóri. Skattrannsóknarstjóri segir tilgang Inuit Enterprise „augljóslega“ þann einan „að gera Jóni kleift að komast undan skattgreiðslum.“ Félagið hafi verið látið greiða persónulega neyslu Jóns og afborganir af einkafjárfestingum hans, meðal annars í fasteignum í Frakklandi og Bretlandi.

Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Skífunnar frá árinu 1996, játar að hafa skotið 11,6 milljónum króna bónusgreiðslum undan skatti með því að félagið greiddi persónulega neyslu hans. Ragnar vill nú leiðrétta skattskil sín eins og fimm aðrir starfsmenn. Einnig er talið að Skífan hafi vantalið um 35 milljóna króna tekjur og um 9 milljóna króna virðisaukaskatt vegna auglýsingasamnings við Vífilfell. Einnig að Skífan hafi ranglega fært til rekstrargjalda 12 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota. Jón er ítrekað sagður hafa hunsað boð um að mæta til skýrslutöku. Augljóst hafi verið af „undanbrögðum“ Jóns að hann hafi „gert skattrannsóknarstjóra ríkisins erfitt fyrir og tafið rannsókn málsins.“

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jóns, vísar þessu á bug: „Jón býr ekki á Íslandi og er skattþegn í öðru ríki. Þegar hann var á landinu gaf hann sér þann tíma sem þurfti til að ræða við embætti skattrannsóknarstjóra. Það sem hefur tafið málið er að rannsóknaraðilinn hefur ekki verið reiðubúinn að skilgreina óskir sínar um gögn og upplýsingar og kannski ekki alveg vitað að hverju hann var að leita.“

– Fréttablaðið.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli