Frétt

Leiðari 7. tbl. 2001 | 14.02.2001 | 14:14Svipmynd

Það er lítið um að vera við höfnina. Togari liggur bundinn við bryggju. Auk hans eru nokkrir smákoppar í höfninni. Uppi á skrifstofu nokkurri liggur frammi listi með eitt hundrað og sextíu nöfnum karla og kvenna. Skrá yfir atvinnulausa í bænum. Fiskvinnslufólkið.

Mannskapnum á togaranum var sagt upp. Útgerðin þarf ekki lengur á honum að halda. Ekki fyrr en með nýju kvótaári. Nýrri úthlutun valdhafa á auðlindinni umhverfis landið til eigandans.

Eigandi togarans og réttlýstur kvótahandhafi hafði uppfyllt skyldur sínar við samfélagið með því að láta skip sitt veiða helming þess kvóta sem stjórnvöld úthlutuðu honum á yfirstandandi kvótaári. Nú er streðinu lokið þetta árið og áhyggjuleysið og hagsældin taka við. Silkihanskarnir settir upp. Óveiddi kvótinn seldur hæstbjóðanda. Engin fyrirhöfn. Engin áhætta. Og miklu meira upp úr því að hafa en að standa sjálfur í útgerð.

Í fiskvinnsluhúsunum breytist lyktin af nýjum fiski smátt og smátt í þungan, daunillan þef sem alla jafnan fer illa í nefi. Nú gerir þetta ekkert til. Húsin standa auð. Það er langt í næsta kvótaár þegar taka þarf silkihanskana niður til að viðhalda áskriftinni að óveidda fiskinum úti fyrir ströndum Íslands.

– – –

Enn rætast spár andstæðinga kvótakerfisins um seinaganginn við endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun. Af fréttum að dæma er engin samstaða í kvótanefnd sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögunum. Því eru taldar litlar sem engar líkur á að frá nefndinni, sem skapa átti frið um kvótakerfið, sem sætta átti sjónarmið útgerða og byggðarlaga og ná sátt almennings um fiskveiðistjórnunina, sem gera átti hið ómögulega mögulegt, komi tilögur fyrr en á haustþingi, í fyrsta lagi. Jafnvel ekki fyrr en á næsta ári. Ef þá?

– – –

Meðan pattstaða ríkir í kvótanefndinni réttar löggjafinn yfir bolvískum trillukarli fyrir að hafa sleppt nokkrum þorsktittum lifandi í sjóinn. Til höfuðs trillukarlinum er send áhöfn nafnslauss varðskips. Það dugir ekkert minna til að vitna um glæpinn.

Gjörðir trillukarlsins brjóta í bága við lög og velsæmistilfiningu stjórnvalda. Kvótasalinn nýtur aftur á móti lögverndar og velþóknunar hinna sömu.

Undrar einhvern þótt mannlaus fiskvinnsluhús fyllist gamalli fiskifýlu og atvinnuleysislistarnir lengist?
s.h.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli