Frétt

kreml.is - Sigurður Pétursson | 03.08.2003 | 20:47Firðir og fjöll, menning og mannlíf

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Í gærkvöld var Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands sett hér á Ísafirði að viðstöddu miklu fjölmenni. Ég hef aldrei séð slíkan mannfjölda samankominn hér í höfuðstað Vestfjarða fyrr. Hundruð ungmenna allsstaðar að af landinu gekk inn á íþróttavöllinn undir fánum félaga sinna og héraðssambanda. Foreldrar, aðstandendur, gestir og heimamenn fjölmenntu til að taka þátt í setningarathöfninni. Þetta var hátíðleg stund. Það verður mikið um að vera á Ísafirði um þessa helgi.
Ísfirðingar fagna góðum gestum og allt verður gert til að láta aðkomumenn líða sem best hér um verslunarmannahelgina. Veðrið ætlar líka að vera með skaplegasta móti, þó að hann blési nokkuð af norðan í gær, rétt til að minna á hvar við værum stödd á jarðarkringlunni. Íþróttamannvirki og umhverfi þeirra hafa verið endurbætt og fegruð, svo fram geti farið fjölbreytt keppni í ýmsum greinum á íþróttaleikvellinum, í íþróttahúsinu, í sundhöllinni og á golfvellinum. Skemmtanir verða á hverju kvöldi og afþreying hverskonar í boði. Verslanir munu veita sérstaklega góða þjónustu næstu daga. Vonandi munu gestir unglingalandsmótsins fara héðan af Vestfjörðum með góðar minningar í huga.

Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein hér á Vestfjörðum, einsog víðar um landið. Möguleikarnir eru miklir í þessum landshluta, bæði vegna einstæðrar náttúru og sérstaks mannlífs sem Vestfirðir geyma, en ekki síður vegna þess að stór hluti Íslendinga, einkum af yngri kynslóð, hefur aldrei komið á Vestfirði. Vestfirðir eru því eitt best geymda leyndarmál þjóðarinnar. Síðustu ár hefur mikil aukning orðið á ferðalögum landsmanna um eigið land, og þessa hefur orðið vart hér fyrir vestan. Við getum því átt von á að fleiri ferðamenn, innlendir og erlendir, heimsæki landshlutann á næstu árum. Það er því gleðilegt að sjá að uppbygging ferðaþjónustu er víða á fullum skriði, og margt forvitnilegt að sjá og upplifa, líka fyrir þá sem hér hafa búið hálfa ævina eða meir.

Með því að tengja saman ferðalög, mannlíf og sögu Vestfjarða er komið nokkuð sem nú er kallað menningartengd ferðaþjónusta. Á þessu sviði hafa menn þróað margar nýjungar og uppgötvað margan fjársjóðinn á síðustu árum. Hornstrandir, Ísafjarðardjúp, Strandasýsla, Reykhólasveitin, Breiðafjörðurinn, Barðaströndin, Látrabjarg og Rauðasandur, Firðirnir og sjávarþorpin. Allt eru þetta heillandi heimar með ríka sérstöðu, sérstakt náttúrufar, eigið mannlíf, sögu og hefðir. Þetta eru heimar sem margir munu sækjast eftir að kynnast í framtíðinni. Bæði erlendir ferðamenn sem sífellt eru í leit að því sem er öðruvísi og spennandi, og það má sannarlega segja að nóg sé af slíku á Vestfjörðum. En ekki síður Íslendingar sem ekki hafa kynnst af eigin raun lífsbaráttu þjóðarinnar um aldir við sjósókn og skepnur, en sjá og finna sínar eigin rætur í réttu umhverfi, enda stór hluti landsmanna kominn af sjóbörðum vestfirskum kotkörlum og kjarnakellingum.

Fyrr í sumar var haldin hér mikil ráðstefna undir nafninu: Vestfirðir, aflstöð íslenskrar sögu. Þar voru fluttir tuttugu og fjórir fyrirlestrar um sögu og mannlíf á Vestfjörðum allt frá landnámi til okkar daga. Ráðstefnan tókst hið besta, og erindin voru bæði fjölbreytt og fróðleg. Eftir stóð að saga, menning, og mannlíf á Vestfjörðum var bæði miklu fjölbreyttara, stórbrotnara, áhrifameira og merkilegra en nokkurn hafði grunar. Og höfum við Vestfirðingar hingað til ekki gert lítið úr okkar hlut. Þessi fjársjóður er mikils virði og getur reynst okkur hreinasta gullnáma í framtíðinni, ef rétt er á málum haldið.

En eitt verðum við að hafa í huga, þegar talað er um ferðaþjónustu og menningu og sögu. Ekkert af þessu verður svipur hjá sjón, ef lifandi fólk, starfandi fólk, samfélag og mannlíf verður ekki til staðar á Vestfjörðum í framtíðinni. Skilyrði fyrir því að hægt verði að njóta mannlífs og menningar í framtíðinni er að öflugt samfélag þrífist í fjörðum milli fjalla. Til þess þarf heilbrigt og öflugt atvinnulíf. Gleymum því ekki að stóriðja Vestfirðinga er og hefur alltaf verið fiskveiðar og fiskvinnsla, og þar verður engin breyting á, þrátt fyrir ferðamennsku og þjónustu. Undirstaða byggðarinnar eru fiskimiðin undan ströndinni. Ef Vestfirðingar fá ekki að nýta þá auðlind sem náttúran hefur skenkt þeim, þýðir lítið að tala um framtíð byggðarinnar. Þetta munu allir sem koma á Vestfirði skynja. Þess vegna er líka mikilvægt að fá sem flesta til að kynnast menningu og mannlífi á Vestfjörðum. Verið velkomin öllsömul.

Sigurður Pétursson.

Kreml.is

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli