Frétt

| 23.02.2000 | 10:11Orð og efndir

Mjög athyglisvert hefur verið að fylgjast með umræðu undanfarinna daga í fjölmiðlum. Í skjótri svipan virðist langt milli orða og athafna. Kári Stefánsson, sem rekur hið stórmerka fyrirtæki Íslenska erfðagreiningu, talar um hýenur og hælbíta þegar hann nefnir þá sem ekki vilja sjálfkrafa fara inn í gagnagrunninn. Þar er ansi langt seilst. Til er fólk sem álítur það ekki sjálfsagðan hlut, að upplýsingar um persónuleg málefni eigi heima í safni, sem á samkvæmt orðanna hljóðan að vera aðgengilegt öllum til rannsókna. Sjúkraskrár og það sem þær geyma eru oftast mjög persónulegs eðlis og auðvelt fyrir sæmilega skýra menn að raða saman þannig að sjá megi hver býr að að baki. Á hinn bóginn er okkur talin trú um að engin leið sé að persónugreina þessar persónulegu upplýsingar. Þar fer Kári fremstur ásamt stjórnmálamönnum. Vonandi hafa þeir rétt fyrir sér. En ekki veldur sá er varar.

Skemmtilegasta fullyrðing Kára er sú, að 94% Íslendinga hafi valið að vera í gagnagrunninum. Þetta er firra. Nær væri að segja að 6% hafi nennt að segja sig úr honum. Og hvað með öll börnin undir 18 ára aldri? Hvaða val hafa þau?

Þessi skýring á lýðfrjálsu vali er einkar skondin. Það er skylda að skila skattframtali. Ef það er ekki gert blasa við ýmis óþægindi. Engu að síður eru það sennilega tvöfalt fleiri sem ekki skila framtalinu sínu heldur en þeir sem sögðu sig úr gagnagrunninum. Og þá eru börn innan 16 ára aldurs ekki talin með. Vissulega gera allir sér vonir um góðan árangur af gagnagrunninum. Það er fremur nauðung en vilji sem heldur nærri tuttugu af hundraði inni. Þeir nenna ekki að hafa fyrir því að ná í eyðublöð, fylla þau út og skila þeim. Enn er börnum innan átján ára aldurs sleppt.

Ekki er þó hin gerðin betri, að lofa fólki aðstoð við að segja sig úr gagnagrunninum til þess að geta heimtað fé fyrir að segja sig inn í hann aftur. Þá hefði verið betra að fara leið upplýsts samþykkis. Í stað fáum við þennan skrípaleik kvótafrelsismanna. En kvótinn verður ekki til umræðu að sinni.
Allar hugmyndir manna um siðferði í vísindum eru á hvörfum í þessu máli. Nú ríður á að bregðast við. Upplýst samþykki verður sennilega ekki tekið upp. Innan tiltölulega skamms tíma verður það þó lýðum ljóst, að ef til vill var of geyst farið í þessu máli. Þá er of seint að snúa við. En fullyrðing Kára um vilja fólks er jafn röng fyrir því. Og gróðavegur hinna er flestum hugsandi mönnum jafn ógeðfelldur. Heldur er hæpið að vísindi verði rekin á lýðræðisgrunni eins og Kári gefur í skyn. Orð og athafnir stangast hér á.

Seint verða efnd loforð um peninga fyrir sjúkraskrár. Á þeim verða fáir ríkir en þeir sem leggja til efnið fá ekki höfundarlaun fremur en Aggi fyrir Djöflaeyju Einars Kárasonar. Sá sem kemur efninu í búning nýtur hagnaðarins.

Orð og athafnir

Bæjarstjórn fékk tilboð í hlutabréf í Básafelli. Fyrir nafnverð kr. 74 milljónir áttu að fást 112 milljónir. Því hafnaði bæjarstjórn þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. Ekki er vitað hvað ræður frekar en oft áður. Það kemur í ljós seinna. En það stangast á við þá staðreynd að sveitarfélagið er afar illa statt. Peningar eru ekki til.

Skólamál á Flateyri og á Suðureyri eru í uppnámi á fyrri staðnum en á þeim síðarnefnda sér skólastjórinn rökin fyrir því, að tveir efstu bekkir grunnskólans flytjist til Ísafjarðar. Það er best fyrir börnin, þótt stolt staðarins sé sært. Því miður hefur fólki fækkað, líka grunnskólabörnum, og þá þarf að bregðast við bæði fjárhagsaðstæðum og félagslegum. Hafa ber hagsmuni barnanna í huga fyrst og fremst. Vonandi fæst skynsamleg niðurstaða í þessum efnum öllum til góðs.

Orð, athafnir og skynsemi verða að fylgjast að.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli