Frétt

mbl.is | 31.07.2003 | 14:33Hlutfall tekjuskatta af heildarlaunum lækkar milli ára

Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 121,6 milljörðum króna og hækkar um 7% í heild milli ára, rúmlega 6½% á hvern skattgreiðanda. Þetta kemur fram í upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu sem nefnir til samanburðar að launavísitalan hafi hækkað um liðlega 7% og hlutfall tekjuskatta af heildarlaunum hafi því heldur lækkað milli ára. Álagningin skiptist því sem næst jafnt milli ríkis og sveitarfélaga og hefur hlutdeild aðila ekki breyst milli ára.
Heildarfjöldi framteljenda við álagningu 2003 var 226.462 og fjölgaði um 0,7% milli ára. Þetta er minni fjölgun en verið hefur undanfarin ár. Álagðir tekjuskattar einstaklinga, þ.e. tekjuskattur, sérstakur tekjuskattur og fjármagnstekjuskattur, nema 61,6 milljörðum árið 2003 en álagt útsvar til sveitarfélaga nemur 60 milljörðum.

Álagðir tekjuskattar til ríkissjóðs hækka um 6,8% milli ára. Þar af hækkar álagning almenns tekjuskatts um 5,5% á hvern gjaldanda en þeir eru samtals tæplega 150.000, um 63% allra framteljenda. Segir fjármálaráðuneytið að hækkunin sé talsvert undir hækkun launavísitölunnar (7,1%) sem stafi af lækkun tekjuskattshlutfalls um 0,33% í 25,75%. Álagning sérstaks tekjuskatts hækkar hins vegar um 24,7% og gjaldendum fjölgar um 9,7%, í rúmlega 14.500 eða 6,4% framteljenda.

Fjármagnstekjuskatt greiða rúmlega 74 þúsund gjaldendur, 2,2% færri en 2002. Álagning hans hækkar um 10,6%.

Útsvar til sveitarfélaga greiða rúmlega 218 þúsund gjaldendur. Þeim hefur fjölgað um 0,3% milli ára. Þeir eru 96% allra framteljenda enda er greitt útsvar af öllum tekjum jafnvel þótt þær séu undir skattleysismörkum. Mismunurinn greiðist þá til sveitarfélaganna úr ríkissjóði. Álagt útsvar hækkaði um 7% milli ára, 6,7% á hvern gjaldanda. Vegið meðaltal útsvarsprósentu hækkaði um 0,11% frá fyrra ári úr 12,68% í 12,79%.

Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna var 461 milljarður árið 2002 og hækkaði um 6,2% milli ára, eða 5,6% að meðaltali á hvern framteljanda með tekjur. Framtalin laun og aðrar tekjur hækkuðu um 7,4% og námu 452,7 milljörðum. Hækkunin á hvern einstakling sem hafði laun nam 6,1%. Fjármálaráðuneytið segir að minni hækkun tekjuskattsstofns en launavísitölu eigi sér skýringar í minni atvinnuþátttöku, auknu atvinnuleysi og minni vinnutíma árið 2002 en 2001.

Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur tæplega 4,6 milljörðum króna fyrir árið 2002, eða 10,6% meiri en í fyrra. Gjaldendum fjármagnstekjuskatts fækkaði enn og eru þeir 74.400, voru 76.100 árið 2001.

Framtaldar eignir heimilanna námu tæplega 1.500 milljörðum króna í lok síðasta árs, en þær höfðu verið 1.400 milljarðar í árslok 2001. Hækkunin nemur 6,5%. Mestu munar um eignaaukningu í fasteignum heimilanna. Þær eru 2/3 af öllum eignum og verðmæti þeirra óx um 7,3%. Fjölskyldum og einstaklingum með fasteignir fjölgaði um 1,4% á árinu 2002.

Skuldir jukust um 7,1% á árinu 2002 sem er helmingi minni skuldaaukning en árið á undan. Framtaldar skuldir heimilanna námu í árslok 2002 586,5 milljörðum króna, þar af er 401 milljarður talinn vegna íbúðarkaupa. Jákvæður eignarskattsstofn nam 811 milljörðum króna hjá 96.400 fjölskyldum og einstaklingum og hafði þeim fjölgað um 0,5% frá fyrra ári.

Eignarskattur var lækkaður um helming árið 2002 og sérstakur eignarskattur felldur niður. Vegna þess lækka álagðir eignarskattar um meira en helming, eða úr 3,8 milljörðum fyrir árið 2001 í 1,8 milljarða fyrir árið 2002. Gjaldendum eignarskatts fjölgar um 3,5% milli ára.

Greiðslur vegna vaxta- og barnabóta nema 10,4 milljörðum króna, þar af kemur 5,1 milljarður til útborgunar nú um mánaðamótin. Bætur hækka samtals um 12,8% frá fyrra ári.

Barnabætur nema 5 milljörðum króna og hækka um rúmlega 500 m.kr. milli ára, eða um 12%. Þeim sem njóta barnabóta fjölgar um 6,3% sem einkum má rekja til þess að nú er kominn til framkvæmda þriðji og síðasti áfangi sérstakra breytinga á barnabótakerfinu sem samþykktar voru árið 2000 en í þeim fólst meðal annars að dregið var úr tekjutengingu bótanna auk þess sem þær voru hækkaðar. Fjármálaráðuneytið segir að við ákvörðun barnabóta hafi framteljendum sem ekki skiluðu framtali ekki verið áætlaðar barnabætur. Það breyti þó ekki samanburðinum milli ára þar sem tölur fyrir árið 2002 hafa verið reiknaðar með sambærilegum hætti. Vaxtabætur nema tæplega 5,4 milljörðum króna og hækka um 13,5%. Gjaldendum sem þeirra njóta fjölgar um 5,6%.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli