Frétt

bb.is | 31.07.2003 | 10:29Hvetja gesti unglingalandsmóts til að dvelja lengur á svæðinu

Frá brennu og brekkusöng á Listasumri fyrir tæpum tveimur árum.
Frá brennu og brekkusöng á Listasumri fyrir tæpum tveimur árum.
Aðstandendur Listasumars í Súðavík hyggjast kynna dagskrá hátíðarinnar fyrir gestum á unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður á Ísafirði um helgina. „Við ætlum að vera á svæðinu og dreifa póstkortum til landsmótsgesta, en á þeim eru tíundaðar átján ástæður fyrir því að dvelja lengur á svæðinu og heimsækja Súðavík áður en það fer aftur til síns heima“, segir Soffía Vagnsdóttir, einn skipuleggjenda Listasumars. „Þá ætlum við gefa börnunum afmælisblöðrur, en Listasumar á fimm ára afmæli á þessu ári.“
Dagskrá listasumars er nú að fullu tilbúin og lítur svona út:

Miðvikudagur 6. ágúst 2003
Setning Listasumar. Við bjóðum hátíðargesti velkomna og gleðjumst yfir 5 ára afmæli Listasumars í Súðavík. Kvöldkaffi með Stórri afmælistertu. Hljómsveit leikur í portinu og hitar upp fyrir helgina undir hressum dansi fjölskyldunnar. Staður: Grunnskólaplanið. Stund: kl. 20:30.

Fimmtudagur 7. ágúst 2003
Bíó. Fjölskyldumyndin “Didda og dauði kötturinn? verður sýnd í hinu einstaka samkomuhúsi okkar í Súðavík sem nú hefur fengið andlitslyftingu. Þar er bíó aðeins einu sinni á ári, - á Listasumri. Kristlaug Sigurðardóttir höfundur og framleiðandi myndarinnar og aðalleikkonan, hin 11 ára gamla Kristín Ósk Gísladóttir, heiðra bíógesti með nærveru sinni og segja sögur af gerð hennar. Allir í bíó. Staður: Félagsheimili. Stund: kl. 20:00.

Dekrað við dúkkulísur. Dekurhúsið, nýjasta fyrirtækið í Súðavík, býður alla jafna upp á alhliða hársnyrtiþjónustu. En í tilefni Listasumars verður boðið upp á sérstaka nýjung. Á meðan börnin og pabbarnir skella sér í bíó bregða konurnar sér í Dekurhúsið og láta dekra við sig þar sem fótabað í olíu, axla- og höfuðnudd, andlitsmaski, hugguleg tónlist og upplestur eyða þreytu og stressi á augabragði. Staður: Dekurhúsið. Stund: kl. 20:00.

Föstudagur 8. ágúst 2003
Gengið um gömlu Súðavík. Ragnar Þorbergsson, innfæddur Súðvíkingur gengur með gestum um gamla þorpið og segir sögur af liðnum tíma, húsum, fólki og atburðum. Athyglisverður fróðleikur frá skemmtilegum manni. Staður: Við Félagsheimilið. Stund: kl. 10:00.

Ferð í Folafót. Frábær ferð fyrir göngugarpa. Súðvíkingurinn Barði Ingibergsson siglir með gesti og gengur síðan. Ferðin í heild tekur um það bil þrjár klukkustundir. Staður: Við bryggjuna. Stund: kl. 15:00.

Ljóð og ljúfir tónar. Þátttakendur á ljóðanámskeiði flytja sérstaka ljóða- og örsögudagskrá sem verður til á námskeiðinu. Fulltrúar Jóns Indíafara bjóða upp á sterkt og gott kaffi úr sérbaunum og eitt og annað innanborðs af barnum til að renna niður með listfenginu. Staður: Hjá Jóni Indíafara. Stund: kl. 17.

Bál og brekkusöngur. Það er yndisleg stemmning að sitja með ástinni sinni / börnunum sínum / vinum / foreldrum / ömmu eða afa á gömlu ullarteppi við rómantískan Álftafjörðinn og ylinn af fallegum bálkesti og taka lagið við gítar- eða harmoníkuspil. Allir eru með, kynslóðabilið er ekkert og líkami og sál fyllast orku og gleði yfir lífinu. Síðan er boðið upp á sælusúpu Jóns Indíafara fyrir svanga maga í grunnskólanum. Staður: Lynghóll á Langeyri. Stund: kl. 20:00.

Stórtónleikar. Hin færeyska yndissöngkona Eivör Pálsdóttir tengir okkur Súðvíkinga við vini okkar í Færeyjum en færeyska þjóðin stóð við bakið á Súðvíkingum á erfiðum tímum í þorpinu. Það er því sönn ánægja að fá þessa ungu og frábæru færeysku söngkonu í heimsókn ásamt hljómsveit sinni. Staður: Grunnskólinn. Stund: kl. 21:00.

Laugardagur 9. ágúst 2003
Gengið um gömlu Súðavík. Ragnar Þorbergsson, innfæddur Súðvíkingur gengur með gestum um gamla þorpið og segir sögur af liðnum tíma, húsum, fólki og atburðum. Athyglisverður fróðleikur frá skemmtilegum manni. Staður: Við félagsheimilið. Stund: kl. 10:00.

Fáránleikarnir – fjölskyldukeppni. Þarna þarf fjölskyldan að standa sig. Einn fullorðinn og eitt barn keppa saman. Sérstakar upplýsingar verða veittar og svo er hlaupið af stað. Staður: Við félagsheimilið. Stund: kl. 14:00.

Kómískur klukkutími. Hjá Jóni Indíafara munu tveir Súð-þekktir gleðigjafar rífa af sér brandara í klukkutíma kringum miðnættið. Það eru þeir Gunnar Jónsson og vinur hans að fornu, Þorsteinn Bragi Jónínuson. Súðvíkingar allir þekkja Þorstein og hans bráðfyndnu sögur og tilsvör. Þegar þessir tveir slá saman þá er ekki að vita hvað kemur út og eins gott að gera sig kláran. Þjóðin þarf að kynnast þeim. Staður: Hjá Jóni Indíafara. Stund: kl. 21.30.

Dúandi dansleikur. Einn af aðalviðburðu

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli