Frétt

Stakkur 30. tbl. 2003 | 30.07.2003 | 09:22,,Ilmandi? landsmót

Veðurspá helgarinnar er fremur hagstæð landsmóti unglinganna á Ísafirði. Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands er afar velkominn og kær viðburður hér á Ísafirði. Væntanlega fær Ísafjarðarbær og Vestfirðir allir mikla eftirtekt og athygli landsmanna. Íslendingum er reyndar að verða æ ljósara hve margt er að sækja hingað og hversu margt er að sjá og læra á Vestfjörðum og Vestfirðingum. Hvort það hefur verið auglýsingabrella af hálfu bæjaryfirvalda að dreifa mykjunni í Tungudal í síðustu viku skal ósagt látið þar til hið sanna kemur í ljós. En afleiðingarnar voru margvíslegar. Fyrir það fyrsta yfirgáfu nokkrir ferðalangar tjaldsvæðið i Tungudal og mátti meðal annarra sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur talsmann Samfylkingarinnar og nú persónulegan vin Tony Blair forsætisráðherra Breta aka út dalinn í fréttatíma Sjónvarpsins. Hún hefur að vísu leiðrétt þann leiða misskilning að hún hafi verið að yfirgefa óþefinn. Enda kann að vera að ilmurinn í Tungudalnum sé ekki verri en sá er fylgir borgarstjóranum í Reykjavík vegna samráðs Olíufélaganna, sem nú eru undir skoðun Samkeppnisstofnunar. En hún ein borgarfulltrúa vissi að Þórólfur ætti þátt í samráðinu, meðal annars því er beindist að Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar og Strætisvögnum Reykjavíkur og beindist að því að halda eldsneytisverði uppi. Það kom niður á sameiginlegum hagsmunum borgarbúa að sjálfsögðu. En það er útúrdúr og önnur lykt og það mál skýrist með tímanum.

Hvað sem öðru líður er fnykurinn úr Tungudal landsþekktur þó ekki hafi hann lagt yfir þjóðina í eiginlegum skilningi. Hann vakti hins vegar rækilega athygli á Ísafirði og svo oft er búið að skýra það, að verið sé að eyða honum, að allir ættu að vera þess fullvissir að gott verði að koma til Ísafjarðar og njóta rómaðrar gestrisni okkar. Sem fyrr segir verður þurrt vestanlands um helgina og auðvitað skiptir miklu að hafa gott veður þegar mörg þúsund gestir koma. Það hefur vakið athygli að löggæslukostnaður hefur orðið að bitbeini. Það er nú einu sinni svo, að viðbúnaður lögreglu er mikill þegar svo margir koma saman og mikils um vert að tryggja að allt fari nú vel fram, þótt engin ástæða sé til að óttast ólæti eða annan óskunda af hálfu landsmótsgesta. Löggæsla er nú einu sinni þannig, að stór hluti hennar er viðbúnaður. En ekki má heldur gleyma því að umferð verður mjög mikil og í raun ekki gert ráð fyrir miklum viðbúnaði þótt íbúafjöldi á Ísafirði meira en tvöfaldist. Ekkert okkar vill að óhöpp eða slys varði til þess að setja dökkan blett á minninguna um glæsilegt mót.

Með fréttunum um mykjudreifinguna í Tungudal barst ókeypis auglýsing um Ísafjörð og væntanlegt landsmót. Og svo sannarlega er mótið tilhlökkunarefni og margt til skemmtunar, auk íþróttanna og annarra leikja. Öll umfjöllun hefur verið jákvæð og eykur okkur bjartsýni, enda undirbúningur heimamanna mikill og góður. Við skulum því vona að minningar hinna fjölmörgu gesta ylji þeim um hjartaræturnar að mótinu loknu og ilmi í sál þeirra. Að lokum eru allir beðnir um að fara nú varlega í umferðinni og muna að mikilvægara er að komast leiðar sinnar en slá einhver hraðamet sem oft enda með ósköpum.


bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli