Frétt

| 12.02.2001 | 20:14Kýrnar og lýðræðið

Allur er varinn góður sagði kerlingin þegar hún kyssti kúna. Skyldi Guðni Ágústsson hafa haft á sér vara þegar hann kyssti kúna, og skyldi hann síðan hafa smellt kossi á frúna? Það er margt í þessu „kýrmáli“ sem ég skil ekki. Til dæmis, hvernig stendur á því að einn maður, þó ráðherra sé, getur tekið ákvörðun um svo viðamikið mál, þar sem þetta varðar bæði þjóðaröryggi og þjóðarhag? Og hvernig stendur á því að þegar í ljós kemur hversu alvarlegar afleiðingar ákvörðunin getur haft, af hverju hefur þá þessi sami ráðherra ekki vald til að hnekkja eigin ákvörðun?
Í staðinn þarf hann blessaður maðurinn að naga fingurna upp að kjúkum af áhyggjum yfir afleiðingunum sem ákvörðun hans getur valdið. Hverjum var svo veitt leyfið? Þegar samtök kúabænda hafa ákveðið að fresta innflutningi á fósturvísum með yfirgnæfandi meirihluta, og Guðna náttúrulega stórlega létt, obobobob, þá koma nokkrir forkólfar úr þeirra röðum og lýsa því yfir í fjölmiðlum, að þeir ætli sér samt að flytja fósturvísana inn, af því leyfið sé til staðar.

Var aðeins nokkrum mönnum veitt þetta leyfi, eða er leyfið bara svona til nota fyrir hvern sem vill? Spyr sú sem ekki veit. Ef nú til dæmis utanríkisráðherrann okkar, segjum eftir að hafa legið nokkrar vikur undir skál, myndi ákveða að Ísland væri óafturkræfur hluti af Norður-Kóreu, væri þá ekki hægt að hnekkja þeirri ákvörðun? Yrðu þá landsmenn allir að hlíta því, nema ef svo skyldi fara að Kóreumennirnir vildu okkur ekki? Hvers konar lýðræði er eiginlega í landinu okkar, þegar lítill minnihluti hagmunaaðila getur kúgað allan þorra Íslendinga í krafti mistaka eins manns? Ég lýsi því yfir samstöðu með Búkollu, hollvinafélagi íslensku kýrinnar.

En það má segja að „lýðræðið“ birtist í mörgum fleiri málum. Til dæmis í kvótakerfinu, þar sem nokkrir einstaklingar hafa allan umráðarétt yfir auðlindinni, þó að stjórnarskráin okkar segi að fiskurinn sé eign íslensku þjóðarinnar. Nú hafa Rússar ákveðið að öllum afla rússneskra skipa verði landað í Rússlandi. Hvað verður þá um þau fyrirtæki sem vinna eingöngu svokallaðan rússafisk, en samkvæmt fréttum eru þau aðallega í kjördæmi þess manns sem á stærstan þátt í að koma kvótabraskinu á? Víst er að aldrei var það ætlun fólksins sem kom kvótanum á lappirnar að hann yrði söluvara nokkurra einstaklinga, sem reyndar í dag raunverulega stjórna Íslandi. Það á ég við hagsmunafélagið L.Í.Ú.

Þessi fyrrverandi sjávarútvegsráðherra á sinn stóra þátt í að frjálsa framsalið komst á. Enda kvótahöfðingi sjálfur. Allavega kvótaprins. Eyðibyggðastefnan er nú að sliga landsbyggðina. Hún má örugglega ekki við því að missa spón úr aski sínum, enda þótt vinnsla rússafisks hafi minnkað verulega undanfarið.

– Píslin.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli