Frétt

Leiðari 30. tbl. 2003 | 30.07.2003 | 09:19Með réttu hugarfari

Hvernig má það vera að meðal þjóðar sem að eigin mati er í toppsæti í flestum þáttum mannlífs, í samanburði við aðrar þjóðir, skuli nánast allir fyllast skelfingu þegar þeim verður hugsað til umferðarinnar á vegum úti um verslunarmannahelgina? Verslunarmannahelgin kemur engum á óvart. Hún er á sínum stað á dagatalinu ár eftir ár eins og aðrir dagar, sem þjóðin nýtir til að gera sér dagamun með mismunandi hætti.

Hvers vegna grípur þessi ótti þá um sig? Hvers vegna fyllast foreldrar unglinga á ,,útisamkomualdri“ kvíða? Er það bitur reynsla undanfarinna ára, sem veldur því að viðvörunarbjöllur glymja í hverju horni fyrir helgina, sem trjónar í efsta sæti, hvort heldur um er að ræða umferð, slys eða miður fallegar nafngiftir, sem tengjast hegðan fólks þessa daga í gegnum árin.

Víst er að hugarfarið ,,það kemur ekkert fyrir mig“ verður æ meira og meira áberandi í umferðinni. Ef til vill finnst mörgum sem svo, að sérhver ökumaður ráði eigin örlögum. Hvað sem afstöðunni til þess viðhorfs líður er ljóst, að það hefur enginn leyfi til að leika sér að lífi annarra. Bílar á vegum úti eru ekki leikföng líkt og í tölvuleik þar sem alltaf er hægt að byrja upp á nýtt þegar búið er að klessa. Prófskírteinið eitt og sér segir ekkert til um hæfni ökumanns. Þótt ekki sé til eftirbreytni vitnar sérkennileg uppákoma liðlega sjötugs ,,ökuþórs“ í Kaupmannahöfn nýverið þar um! Þeim fjölgar sem láta lögin um notkun síma undir stýri, án tiltekins búnaðar, lönd og leið. Ljótt að heyra að atvinnubílstjórar séu þar fremstir í flokki. ,,Ég slepp örugglega“ viðhorfið virðist innbyggt í fjölda íslenskra ökumanna. Símanotkun og hraðakstur bera því vitni.

Enn eitt áhyggjuefnið er gífurleg aukning bíla með tjaldvagna og hjólhýsi í eftirdragi. Það verður að segjast eins og er að stór hluti þeirra, sem þarna eru á ferð, eru ekki í stakk búnir til að takast á við verkefnið. Mörgu er ábótavant: Bifreiðin oft of lítil, búnaður hennar og eða aftaní vagnsins ekki í samræmi við lög, ekillinn ekki vandanum vaxinn. Að ógleymdu mismunandi ástandi vega, sem trekk í trekk kemur ökumönnum í opna skjöldu. Þegar allt þetta fer saman er ekki von á góðu.

Fleiri en nokkru sinni áður leggja nú leið sína til Ísafjarðar í tengslum við unglingamót UMFÍ. Bæjarins besta fagnar komu þeirra og býður alla velkomna til Vestfjarða. Megi allt það fólk sem hingað kemur eiga hér góða daga og farsæla heimför að dvöl lokinni.

Höldum út á þjóðveginn með jákvæðu hugarfari og umburðarlyndi og það eina markmið að leiðarljósi, að koma aftur heim, heil á húfi.
s.h.


bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli