Frétt

bb.is | 29.07.2003 | 09:45Héraðsdómur sýknar karlmann af ákæru fyrir manndráp af gáleysi

Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað karlmann á fimmtugsaldri af ákæru fyrir manndráp af gáleysi en maðurinn ók jeppabíl með lítinn tengivagn í eftirdragi um Djúpveg í Skutulsfirði í október á síðasta ári þegar vindhviða kom á tengivagninn og maðurinn missti stjórn á bílnum sem valt út af veginum. Sambýliskona mannsins og tvær ungar dætur hennar létust í kjölfarið af áverkum sem þeir hlutu.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið bílnum án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar og of hratt miðað við aðstæður. Dómkvaddir matsmenn töldu að ekki yrði ráðið af ummerkjum og umfangi skemmda á bíl og kerru að ækinu hafi verið ekið yfir leyfilegum hámarkshraða miðað við bestu aðstæður, en ljóst sé þó að miðað við veðurhæð hafi forsvaranlegur hámrkshraði ækisins verið töluvert lægri en sem nemi leyfilegum hámarkshraða miðað við kjöraðstæður.

Hins vegar virðist ekki hafa verið um áberandi erfið akstursskilyrði að ræða fyrr en komið var að vegarkaflanum við Bása. Því sé líklegra að sterk og tiltölulega óvænt vindhviða hafi haft þessi ófyrirsjáanlegu áhrif á ækið.

Þá sögðu matsmennirnir að ekkert bendi til þess að vanbúnaður eða ófyrirséð bilun í ökutækjunum hafi valdið slysinu að hluta til eða að öllu leyti. Kerran hafi verið nánast ný, tekin í notkun tveimur mánuðum fyrir slysið, bifreiðin fjögurra ára gömul og frekar lítið ekin. Þá töldu matsmennirnir vegstæði og frágang vegar ekki aðfinnsluvert. Þótt tiltölulega bratt sé beggja megin niður af veginum á þeim vegarkafla þar sem bifreiðin og kerran ultu sé ekki að sjá að hann sé áberandi varhugaverður og ekki að þörf sé á vegriði þarna umfram aðra svipaða staði á þjóðvegum landsins. Hins vegar þurfi að sýna meiri aðgát á þessum stað en öðrum þegar aðstæður séu eins og þær voru umræddan dag, þ.e. vindur tiltölulega hvass og með hviðum.

Matsmennirnir sögðu að það sem hafi átt afgerandi þátt í að valda þeirri röskun í akstri sem raunverulega olli slysinu hafi verið að kerran stóðst ekki vindálagið og fauk til hliðar. Miðað við árstíma hafi þó ekki ríkt í þessu tilfelli óvenjulegar eða óeðlilegar veðurfarsaðstæður og aðstæður sem þessar geti einnig komið upp að sumarlagi í ákveðnum tilfellum. Kerrur eins og þessi, kantaðar og því ekki á nokkurn hátt straumlínulega hannaðar til að minnka viðnám gegn vindi, geti ekki talist hentugar við veðurfarsaðstæður sem búast megi við hér á landi, auk þess sem þær séu tiltölulega léttar miðað við stærð. Væri æskilegt að vara við því að draga léttar kerrur í hvassviðri og líma á þær aðvörunarmiða. Enn fremur væri æskilegt væri að setja upp umferðarmerki til að vara við sviptivindum við vegarkaflann sem slysið varð á og e.t.v. fleiri víðar um land þar sem svipaðar aðstæður geti myndast.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hægt að virða manninum það til gáleysis í skilningi ákvæða umferðarlaga almennra hegningarlaga að hafa ekki gert sér grein fyrir því er hann ók út með Skutulsfirði í þægilegum meðvindi að hann mætti vænta skyndilegrar vindhviðu þvert á veginn, svo hvassrar að hún dygði til að hliðra kerrunni til. Var maðurinn því sýknaður af ákærunni.

bb@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli