Frétt

| 12.02.2001 | 15:39Árið 2000 var besta árið í langan tíma

Ingi Þór Ágústsson.
Ingi Þór Ágústsson.
Í kvöld verður aðalfundur Sundfélagsins Vestra á Ísafirði fyrir árið 2000 haldinn í félagsaðstöðunni í Sundhöll Ísafjarðar og hefst kl. 20. Liðið ár var bæði viðburðaríkt og afar árangursríkt. Einungis bikarkeppnin olli vonbrigðum en á því eru líka vissulega skýringar. „Sundfólkið sem syndir í dag er að þurrka upp metatöflurnar eftir gullaldarlið Vestra sem var hér á árunum 1985-1990“, segir Ingi Þór Ágústsson, yfirþjálfari hjá félaginu.
Skýrsla Inga Þórs um árið 2000 fer hér á eftir:

Aldamótaárið var að sönnu viðburðaríkt ár í ísfirsku sundlífi. Sjaldan hefur verið eins mikið um að vera hjá Sundfélaginu Vestra og á því ári. Ég mun ekki fjalla um það hér hvað var gert á árinu en mun aðeins koma inn á helstu afrek sem sundfólk úr okkar röðum vann á árinu. Ég mun aðeins bera saman árið 1999 og árið í fyrra til að gera grein fyrir því hvaða árangur hefur náðst af starfi okkar á árinu.

Þegar undirritaður tók við starfi yfirþjálfara Vestra hófst mikið uppbyggingarstarf í keppnisþjálfun félagsins. Félagið hafði staðið sig vel í þjálfun yngra sundfólksins sem hafði fært því góðan hóp af krökkum sem voru efnilegir sundmenn. Þessa efnilegu sundmenn þurfti nú að aðstoða til þess að ná langt í íslensku sundlífi og vonandi svo síðan á alþjóðlegum vettvangi.

Það verður að segjast eins og er, að sundfólk okkar stóð sig frábærlega á árinu. Það sem stendur upp úr er að við eignuðust í fyrsta skipti í 8 ár einstaklinga sem stóðu á verðlaunapalli á Íslandsmeistaramóti Íslands í sundi. Heiðar Ingi Marinósson náði 3. sæti í 50m baksundi og 100m skriðsundi og var kosinn efnilegasti sundmaður mótsins af þjálfurum. Lára Betty Harðardóttir komst einnig á verðlaunapall í 50m flugsundi og 200m flugsundi.

Þetta er eins og áður sagði besti árangur sundfélagsins á þessu móti síðan 1992, árið sem Helga Sigurðardóttir keppti á Ólympíuleikunum.Einnig eignuðumst við Aldursflokkameistara í sundi er Þór Sveinsson vann 100m skriðsund drengja á Aldursflokkameistaramóti Íslands á Akureyri í sumar.

Á KR-mótinu unnum við til 7 verðlauna en þar stóðu Bragi Þorsteinsson, Gísli Kristjánsson, Hannibal Hafberg og Kristjana Pálsdóttir sig einna best og fengu nokkur verðlaun. Á því móti vorum við í 3. sæti í stigakeppni félaganna á eftir stórliðum Keflavíkur og Ægis.

Aldursflokkameistaramótið á Akureyri skilaði okkur 4. sæti í stigakeppni félaganna og vorum við ekki nema um 60 stigum á eftir stórliði Ægis í þeirri keppni. SH vann það mót eins og frækt er orðið í fyrsta sinn þetta árið. Á því móti áttum við einstaklinga á verðlaunapalli oftar en lengi hefur gerst. Bragi Þorsteinsson, Þór Sveinsson, Lára Betty Harðardóttir, Heiðar Ingi Marinósson, Hjalti Rúnar Oddsson og boðsundssveitir drengja og sveina náðu einnig á verðlaunapall. Við áttum sundmenn í 46 sundum af 58 sem verður að teljast stór áfangi og það að við höfum ekki áður farið með eins stóran hóp á þetta mót í mörg ár eða 24 sundkrakka.

Bikarkeppni Íslands skilaði okkur ekki eins mörgum stigum eins og við höfðum stefnt að lengi. Áætlun sem ég lagði fram þegar ég hóf störf hjá félaginu gerði ráð fyrir því að við mundum halda sama sundfólkinu í ein fimm ár. Með því að þau mundu bæta sig, líkt og ég vildi, gerði ég ráð fyrir því að félagið myndi hækka um 3000 stig á milli ára. Árið 1999 fékk félagið 15586 stig og endaði í fjórða sæti yfir heildina (fengum 7986 stig árið 1998). Árið 2000 fengum við færri stig en árið 1999 þrátt fyrir þá staðreynd að liðið væri að bæta sig í mörgum sundum. Svona getur gerst og það verður bara að taka því og byggja upp fyrir næsta Bikar.

Það verður samt að segja hér að við vorum með lið sem hafði meðalaldurinn 12,8 ár (var 14,1 árið 1999). Þetta er langyngsta félagsliðið sem tekur þátt í Bikar ár hvert. Bíðið og sjáið hvað gerist eftir um 2-3 ár með sama mannskap.

Þetta var það helsta sem gerðist á mótum fjarri heimabyggð á árinu. Margt gerðist hér heima. Við endurheimtum Vestfjarðameistaratitilinn eftir að hafa „tapað“ fyrir UMFB árið 1999. Það voru einnig haldin nokkur mót í sundlauginni hérna heima og á Flateyri. Á þeim mótum náði sundfólk í okkar röðum að setja 26 Ísafjarðarmet og 16 Vestfjarðamet á árinu. Sundfólkið sem syndir í dag er að þurrka upp þessar tvær metatöflur eftir gullaldarlið Vestra sem var hér á árunum 1985-1990. Þetta eru þeir krakkar sem voru að fæðast eða við það að fæðast þegar Vestri var stórveldi í íslensku sundlífi.bb.is | 30.09.16 | 10:01 Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með frétt Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli