Frétt

| 10.02.2001 | 14:45Þar komast menn ekki lífs af

Ekki er fráleitt að ætla, að Sögufélag Ísfirðinga sé meðal allra traustustu stofnana hérlendis, ef leyfilegt er að nefna það stofnun ekki síður en félag. Þar er aldrei hrapað að neinu heldur eru verk undirbúin af gaumgæfni og fyrirhyggju. Gildir það jafnt um hina fræðilegu þætti og fjárhaginn. Gangverk félagsins er áhugi og eljusemi stjórnarinnar en þetta sem hér hefur verið talið er forsenda hinnar sígandi lukku. Formenn hafa einungs verið tveir frá stofnun félagsins árið 1953, þeir Jóhann Gunnar Ólafsson fyrstu 26 árin og Jón Páll Halldórsson síðan. Afar fátítt er að menn komist lífs af úr stjórninni.

Einhvern veginn kemur hornsteinninn Hæstiréttur Íslands upp í hugann þegar Sögufélagið er annars vegar. Hæstiréttur tók til starfa í febrúar 1920 og þar hafa hlutirnir að jafnaði verið í fremur föstum skorðum, eins og vera ber. Hæstiréttur gefur út ársrit (Hæstaréttardóma), sem að vísu er heldur þykkara en Ársrit Sögufélagsins. Ef minnið svíkur ekki voru blaðsíðurnar í ársriti Hæstaréttar orðnar um fimmtíu þúsund fyrir rúmum tuttugu árum. Þar fylgir líka registur, sem betur fer.

Ekki hlupu menn til þegar í upphafi að skipa konur í Hæstarétt, fremur en í stjórn Sögufélags Ísfirðinga. Það var ekki fyrr en sumarið 1986, þegar rétturinn hafði starfað liðlega 66 ár eða tvo þriðjunga aldar, sem fyrsta konan hlaut þar skipun. Nú hefur kona valist í stjórn Sögufélags Ísfirðinga þó að ekki séu liðin nema tæplega 48 ár frá stofnun þess. Þetta virðist sýna öllu meiri nýjungagirni og snarræði og djörfung en hjá Hæstarétti. Það bar upp á sömu vikuna, þannig að ekki skeikaði nema einum degi, að Guðfinna M. Hreiðarsdóttir tók sæti í stjórn Sögufélagsins og önnur konan var skipuð í Hæstarétt, einungis 15 árum á eftir þeirri fyrstu.

Hitt er annað mál, að naumast verður íhaldssemi karlanna í stjórn Sögufélags Ísfirðinga einni saman kennt um nærri hálfrar aldar kvenmannsleysi. Að líkindum hafa konur sýnt félagsstarfinu öllu minni áhuga en karlarnir. Oft sannast hið fornkveðna, að sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Ekki leikur á því vafi að Guðfinna er bæði áhugasöm og „fljúgandi fær“ á þessum vettvangi.

Konum skal óskað til hamingju með þessi tímamót hjá hinu ágæta félagi. Ennþá frekar skal þó samfagnað körlunum sem sitja þar á fleti fyrir. Nú eru líklega ennþá minni líkur til þess en áður að þeir hverfi frá stjórnarsetu í Sögufélagi Ísfirðinga fyrr en þeir verða kallaðir til fræðistarfa við registur eilífðarinnar hjá Sánktipétri.


bb.is | 30.09.16 | 11:48 Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með frétt Jarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli