Frétt

bb.is | 25.07.2003 | 11:25Þverun Mjóafjarðar ekki sögð valda umtalsverðum umhverfisáhrifum

Leiðir frá Eyrarhlíð að Hörtná. Bláar línur sýna núverandi vegi en rauðar og grænar tillögur að nýjum leiðum.
Leiðir frá Eyrarhlíð að Hörtná. Bláar línur sýna núverandi vegi en rauðar og grænar tillögur að nýjum leiðum.
Vegagerðin hefur birt skýrslu um mat á umhverfisáhrifum breytinga á Djúpvegi frá Hörtná í Mjóafirði að Eyrarhlíð í Ísafirði. Fjallað er um fjórar leiðir við framkvæmdina þ.e. óbreyttan veg, jarðgöng undir Eyrarfjall, nýjan veg yfir Eyrarfjall í stað Hestakleifar og þverun Mjóafjarðar. Skýrslan var unnin af sérfræðingum Vegagerðarinnar og Náttúrustofu Vestfjarða sem komust að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Vegagerðin álítur þverun Mjóafjarðar hagkvæmustu leiðina af fjórum áðurnefndum kostum.
Skýrsluhöfundar telja til neikvæðra þátta framkvæmdarinnar að hún muni valda minniháttar breytingum á gróðurfari og dýralífi. Til kosta hennar er talin umtalsverð minnkun á eldsneytisnotkun og útblæstri auk þess sem ónæði af völdum umferðarhávaða muni minnka vegna betra og jafnara yfirborðs vegarins.

Skýrsluhöfundar segja að fornleifum stafi lítil hætta af framkvæmdunum. Gróður verði fyrir meira raski ef farið verði yfir Eyrarfjall en ef Mjóifjörður verði þveraður. Í heild verði áhrif á fuglalíf lítil við þverunina en umtalsvert jarðrask verði á leirum og birkiskógi sem gætu haft nokkur áhrif á fuglalíf ef farið verði yfir Eyrarfjall.

Fjórir valkostir eru til staðar við þverun Mjóafjarðar, þar á meðal að fara fyrir Reykjafjörð í stað þess að fara yfir hann. Skýrsluhöfundar segja þær fjörugerðir sem raskist við þverun Mjóa- og Reykjafjarða vera algengar á Vestfjörðum. Framkvæmdin muni hafa lítil áhrif á botndýralíf þar sem fjölbreytni er lítil þar.

Við framkvæmdina munu siglingar leggjast af inn á Reykjafjörð en minni bátar komist inn á Mjóafjörð. Rækjuveiði í Mjóafirði muni minnka verulega eða leggjast af.

Skýrsla sérfræðinganna er mikil að vöxtum en þar er farið ítarlega yfir þá valkosti sem til athugunar eru fyrir nýjan veg og áhrif þeirra á umhverfið. Skýrsluna má nálgast í heild á heimasíðu Vegagerðarinnar.

kristinn@bb.is

Djúpvegur, Eyrarhlíð – Hörtná, mat á umhverfisáhrifum

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli